Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Jón Þór Stefánsson skrifar 18. mars 2025 14:33 Paul Young sló rækilega í gegn á níunda áratugnum. Getty Breski tónlistarmaðurinn Paul Young, sem gerði garðinn frægan á níunda áratugnum, lenti illa í því þegar hann var í fríi í Santorini í Grikklandi í september síðastliðnum. Young var á leið í morgunmat á hótelinu sínu þegar hann rann og féll niður stiga. Young, sem er orðinn 69 ára gamall, hlaut nokkur beinbrot og þurfti að fá neyðarblóðgjöf í þrígang. Frá þessu greinir hann í viðtali við breska blaðið Mirror. „Eftir að ég féll var ekki aftur snúið. Það var ekkert handriðið, eða neitt til að grípa í. Ég hugsaði með mér að ég hefði enga stjórn á aðstæðum. Svo féll ég niður þrjár eða fjórar tr0ppur til viðbótar, og fótbrotnaði aftur og aftur. Þetta voru mörg beinbrot. Þegar ég loksins nam staðar leit ég niður á fótlegginn á mér og sá að hann var í skringilegri stöðu. Ég sagði við sjálfan mig að svona ætti hann ekki að vera, og reyndi að rétta úr honum. Þá fann ég fyrir sársaukanum,“ segir Young. Í kjölfarið var hann fluttur á sjukrahús í Santorini. Röntgen-myndataka leiddi beinbrotin í ljós, en að hans sögn voru þau svo nálægt hvorum öðrum að óttast var að beinið myndi hreinlega brotna í sundur. „Eina lyfið sem þau áttu var paracetamol. Ég var öskrandi allan tímann og ég var nánast alltaf með augun lokuð vegna þess að sársaukinn var gríðarlegur,“ segir Young. Fram kemur að á þessu sjúkrahúsi hafi ekki verið neinir skurðlæknar. Því hafi kvalinn Young legið á spítalaganginum í níu klukkutíma á meðan hann reyndi að bóka einkaflug til Aþenu, þar sem hann gat fengið þjónustuna sem hann þurfti á að halda. Á endanum komst Young til Aþenu og lagðist undir hnífinn. Eftir aðgerðina hafi hann verið með ljótt sár, og hann varið tveimur dögum á gjörgæslu í kjölfarið. Á þeim tíma þurfti hann þrígang að fá gefins blóð þar vegna mikils blóðmissis. Síðan hefur Young verið í endurhæfingu í heimalandi sínu, Bretlandi. Í lok nóvember varð hann fyrir bakslagi, þegar bolti losnaði úr stöng sem heldur fætinum á honum saman. Aftur segir hann að sársaukinn hafi verið gífurlegur, en hann þurfti að fara í aðra tíu klukkutíma langa aðgerð. Í dag er hann nýlega kominn af hækjum. Hann er hvergi af baki dottinn og stefnir á að túra um Bretland í sumar. Hann mun þó líklega ekki getað dansað á því tónleikaferðalagi. Tónlist Grikkland Bretland Hollywood Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Young, sem er orðinn 69 ára gamall, hlaut nokkur beinbrot og þurfti að fá neyðarblóðgjöf í þrígang. Frá þessu greinir hann í viðtali við breska blaðið Mirror. „Eftir að ég féll var ekki aftur snúið. Það var ekkert handriðið, eða neitt til að grípa í. Ég hugsaði með mér að ég hefði enga stjórn á aðstæðum. Svo féll ég niður þrjár eða fjórar tr0ppur til viðbótar, og fótbrotnaði aftur og aftur. Þetta voru mörg beinbrot. Þegar ég loksins nam staðar leit ég niður á fótlegginn á mér og sá að hann var í skringilegri stöðu. Ég sagði við sjálfan mig að svona ætti hann ekki að vera, og reyndi að rétta úr honum. Þá fann ég fyrir sársaukanum,“ segir Young. Í kjölfarið var hann fluttur á sjukrahús í Santorini. Röntgen-myndataka leiddi beinbrotin í ljós, en að hans sögn voru þau svo nálægt hvorum öðrum að óttast var að beinið myndi hreinlega brotna í sundur. „Eina lyfið sem þau áttu var paracetamol. Ég var öskrandi allan tímann og ég var nánast alltaf með augun lokuð vegna þess að sársaukinn var gríðarlegur,“ segir Young. Fram kemur að á þessu sjúkrahúsi hafi ekki verið neinir skurðlæknar. Því hafi kvalinn Young legið á spítalaganginum í níu klukkutíma á meðan hann reyndi að bóka einkaflug til Aþenu, þar sem hann gat fengið þjónustuna sem hann þurfti á að halda. Á endanum komst Young til Aþenu og lagðist undir hnífinn. Eftir aðgerðina hafi hann verið með ljótt sár, og hann varið tveimur dögum á gjörgæslu í kjölfarið. Á þeim tíma þurfti hann þrígang að fá gefins blóð þar vegna mikils blóðmissis. Síðan hefur Young verið í endurhæfingu í heimalandi sínu, Bretlandi. Í lok nóvember varð hann fyrir bakslagi, þegar bolti losnaði úr stöng sem heldur fætinum á honum saman. Aftur segir hann að sársaukinn hafi verið gífurlegur, en hann þurfti að fara í aðra tíu klukkutíma langa aðgerð. Í dag er hann nýlega kominn af hækjum. Hann er hvergi af baki dottinn og stefnir á að túra um Bretland í sumar. Hann mun þó líklega ekki getað dansað á því tónleikaferðalagi.
Tónlist Grikkland Bretland Hollywood Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira