Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. mars 2025 19:15 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætlar að bíða með endurreisn í Grindavík. Fannar Jónasson bæjarstjóri vill hins vegar verja innviði og hefja uppbyggingu sem fyrst. Vísir Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. Ríkisstjórnin hefur kynnt áherslur sínar fyrir Grindavík. Meðal þess sem kemur fram er að vegna óvissu um jarðhræringar hafi verið ákveðið að hefja ekki strax endurreisnarstarf í bænum. Lög um húsnæðisstuðning falla niður um næstu mánaðamót. Þó verður sérstaklega stutt við tekjuminni heimili til áramóta. Frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu er framlengdur um þrjá mánuði. Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um ríflega ár en rekstrarstuðningur fellur úr gildi um mánaðamótin. Loks ætla stjórnvöld ekki að kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Kostnaður nú yfir hundrað milljarða króna Ríkissjóður hefur nú þegar lagt til ríflega hundrað milljarða króna í aðgerðir frá því að eldhræringarnar hófust á Reykjanesi árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Stjórnarráðinu. Þar ber hæst uppkaup Fasteignafélagsins Þórkötlu á ríflega níu hundruð fasteignum í Grindavík fyrir ríflega sjötíu milljarða króna og framkvæmdir við varnargarða á svæðinu sem hafa kostað ríkissjóð um tíu milljarða króna. Níutíu heimili fá sérstaka aðstoð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir erfitt að leggja mat á hvað aðgerðirnar nú þýða fyrir ríkissjóð. „Við erum ekki búin að reikna út hvað sparast með aðgerðunum enda er það ekki útgangspunkturinn,“ segir Kristrún. Hún segir að nú verði áherslan lögð á styðja við tekjulægri fjölskyldur í húsnæðisvanda. „Við erum að draga úr húsnæðisstuðningi. Stór hluti Grindvíkinga er komin í varanlegt húsnæði. Það hafa verið heimili sem hafa verið að fá húsnæðisstuðning sem eru nú metin þannig að þau þurfi ekki lengur á honum að halda. Þar er fjárhagurinn ekki stærsta áskorunin, heldur andlega heilsan. Við vitum hins vegar af kringum níutíu tekjulágum heimilum sem eru ekki komin í varanlegt húsnæði. Við ætlum að einblína á að aðstoða þau,“ segir Kristrún en í aðgerðum ríkisstjórnar kemur fram að sú aðgerð standi til næstu áramóta. Saknar áætlunar um innviði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur saknar áætlunar um að halda við grunnkerfum í bænum. „Við þurfum að halda við innviðum í Grindavík vegna íbúa- og atvinnuhúsnæðis. Þar á meðal um níu hundruð eignum sem fasteignafélagið Þórkatla á. Fráveita, vatnsveita og gatnagerðakerfið þurfa að vera í lagi. Það þarf að styðja við þessu verkefni svo verðmæti ríkisins fari ekki forgörðum,“ segir Fannar. Hann segir að bæjarstjórnin telji að enduruppbygging geti hafist fljótlega. „Það er tímabært að fylla upp í sprungur og halda sambærilegum verkefnum áfram nú þegar hyllir undir það að þessum atburðum fari að ljúka. Við teljum tímabært að hefja enduruppbygginguna en ríkisstjórnin vill doka við. Það er áherslumunur hvað það varðar,“ segir Fannar. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur kynnt áherslur sínar fyrir Grindavík. Meðal þess sem kemur fram er að vegna óvissu um jarðhræringar hafi verið ákveðið að hefja ekki strax endurreisnarstarf í bænum. Lög um húsnæðisstuðning falla niður um næstu mánaðamót. Þó verður sérstaklega stutt við tekjuminni heimili til áramóta. Frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu er framlengdur um þrjá mánuði. Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um ríflega ár en rekstrarstuðningur fellur úr gildi um mánaðamótin. Loks ætla stjórnvöld ekki að kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Kostnaður nú yfir hundrað milljarða króna Ríkissjóður hefur nú þegar lagt til ríflega hundrað milljarða króna í aðgerðir frá því að eldhræringarnar hófust á Reykjanesi árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Stjórnarráðinu. Þar ber hæst uppkaup Fasteignafélagsins Þórkötlu á ríflega níu hundruð fasteignum í Grindavík fyrir ríflega sjötíu milljarða króna og framkvæmdir við varnargarða á svæðinu sem hafa kostað ríkissjóð um tíu milljarða króna. Níutíu heimili fá sérstaka aðstoð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir erfitt að leggja mat á hvað aðgerðirnar nú þýða fyrir ríkissjóð. „Við erum ekki búin að reikna út hvað sparast með aðgerðunum enda er það ekki útgangspunkturinn,“ segir Kristrún. Hún segir að nú verði áherslan lögð á styðja við tekjulægri fjölskyldur í húsnæðisvanda. „Við erum að draga úr húsnæðisstuðningi. Stór hluti Grindvíkinga er komin í varanlegt húsnæði. Það hafa verið heimili sem hafa verið að fá húsnæðisstuðning sem eru nú metin þannig að þau þurfi ekki lengur á honum að halda. Þar er fjárhagurinn ekki stærsta áskorunin, heldur andlega heilsan. Við vitum hins vegar af kringum níutíu tekjulágum heimilum sem eru ekki komin í varanlegt húsnæði. Við ætlum að einblína á að aðstoða þau,“ segir Kristrún en í aðgerðum ríkisstjórnar kemur fram að sú aðgerð standi til næstu áramóta. Saknar áætlunar um innviði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur saknar áætlunar um að halda við grunnkerfum í bænum. „Við þurfum að halda við innviðum í Grindavík vegna íbúa- og atvinnuhúsnæðis. Þar á meðal um níu hundruð eignum sem fasteignafélagið Þórkatla á. Fráveita, vatnsveita og gatnagerðakerfið þurfa að vera í lagi. Það þarf að styðja við þessu verkefni svo verðmæti ríkisins fari ekki forgörðum,“ segir Fannar. Hann segir að bæjarstjórnin telji að enduruppbygging geti hafist fljótlega. „Það er tímabært að fylla upp í sprungur og halda sambærilegum verkefnum áfram nú þegar hyllir undir það að þessum atburðum fari að ljúka. Við teljum tímabært að hefja enduruppbygginguna en ríkisstjórnin vill doka við. Það er áherslumunur hvað það varðar,“ segir Fannar.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira