Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Kolbeinn Tumi Daðason og Jón Þór Stefánsson skrifa 19. mars 2025 11:33 Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, les dóminn. Vísir/Anton Brink Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. Í málinu var tekist á um um réttinn til að mótmæla, sem er hluti af tjáningarfrelsinu, og það rammað inn hvað megi og hvað megi ekki gera á mótmælum. Hvort það teljist til friðsamlegra mótmæla að tefja för ráðherra með því að leggjast í götu og fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Á sama tíma er það skoðað við hvaða aðstæður valdbeiting lögreglu, að beita piparúða, á rétt á sér og í hvaða röð valdbeitingin eigi að vera. Stefnendur voru þau Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Christa Hlín Lehmann, Daníel Þór Bjarnason, Elía Hörpu Önundarson, Lea María Lemarquis, Nerea Enriquez Santos, Pétur Eggerz Pétursson, Qussay Odeh og Steinunn Lukka Sigurðardóttir. Hvert þeirra krafðist 800 þúsund króna í miskabætur vegna óhóflegra aðgerða lögreglunnar á mótmælunum. Rauðu punktarnir eru lokanir, fólkið er staðsetning mótmælenda og örvar sýna akstursleið ráðherranna.Grafík/Sara Öll voru þau beitt piparúða og lýstu því við aðalmeðferðina í febrúar að hafa fundið fyrir áhrifum þess í nokkra daga eftir atburðina sjálfa. Áhrifin voru til dæmis mikill kláði, sviði og einhver þeirra lýstu því að hafa skolfið í nokkra klukkutíma eftir að hafa fengið úðann yfir sig. Þá lýstu þau einnig miklu áfalli og andlegum áhrifum þess til lengri og skemmri tíma að hafa fengið úðann yfir sig. Níumenningarnir sögðu af og frá að mótmælendur hefðu skipulagt ofbeldi, ógnanir, hótanir eða skemmdarverk enda hafi ekkert slíkt átt sér stað. Sorglegt hafi verið að upplifa að lögregla hafi haft gaman af því að beita piparúða. Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælunum lýstu erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri sem stýrði aðgerðum á vettvangi þennan dag líkti aðgerðum lögreglu við rútínu. Vísaði hann til þess að lögregla hefði verið með viðbúnað á fjölda mótmæla vegna sama tilefnis dagana og vikurnar áður. Lögregla hefði því skipulagt hefðbundinn viðbúnað, tíu menn, og aðgerðin hefði snúist um að koma ráðherrunum til og frá fundi og að halda allsherjarreglu. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri talið að valdbeiting lögreglu hefði verið saknæm og ólögmæt á vettvangi mótmæla umræddan dag. Hún hafi verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglu og ekki brotið gegn reglum um meðalhóf. Skilyrði miskabóta væru því ekki fyrir hendi. Dóminn má lesa hér. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að aðgerðir lögreglu hefðu ekki verið úr hófi. Engar athugasemdir voru gerðar við orðfæri lögreglumanna á vettvangi. Við aðalmeðferðina í febrúar voru spilaðar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna þar sem einn mótmælandi var kallaður dýr og annar sagði mótmælendur snarklikkaða. Þeir hefðu fengið smá lexíu þegar lögregla beitti þá piparúða. Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu sagði nefndarmenn ekki hafa heyrt þetta orðfæri lögreglumanna við mótmælin í skoðun sinni. Því stæði til að fara aftur yfir myndefnið og skoða málið betur. Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, velti því upp hvort nefndin hefði unnið málið hratt í þágu tiltekinnar niðurstöðu. Dómsmál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Í málinu var tekist á um um réttinn til að mótmæla, sem er hluti af tjáningarfrelsinu, og það rammað inn hvað megi og hvað megi ekki gera á mótmælum. Hvort það teljist til friðsamlegra mótmæla að tefja för ráðherra með því að leggjast í götu og fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Á sama tíma er það skoðað við hvaða aðstæður valdbeiting lögreglu, að beita piparúða, á rétt á sér og í hvaða röð valdbeitingin eigi að vera. Stefnendur voru þau Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Christa Hlín Lehmann, Daníel Þór Bjarnason, Elía Hörpu Önundarson, Lea María Lemarquis, Nerea Enriquez Santos, Pétur Eggerz Pétursson, Qussay Odeh og Steinunn Lukka Sigurðardóttir. Hvert þeirra krafðist 800 þúsund króna í miskabætur vegna óhóflegra aðgerða lögreglunnar á mótmælunum. Rauðu punktarnir eru lokanir, fólkið er staðsetning mótmælenda og örvar sýna akstursleið ráðherranna.Grafík/Sara Öll voru þau beitt piparúða og lýstu því við aðalmeðferðina í febrúar að hafa fundið fyrir áhrifum þess í nokkra daga eftir atburðina sjálfa. Áhrifin voru til dæmis mikill kláði, sviði og einhver þeirra lýstu því að hafa skolfið í nokkra klukkutíma eftir að hafa fengið úðann yfir sig. Þá lýstu þau einnig miklu áfalli og andlegum áhrifum þess til lengri og skemmri tíma að hafa fengið úðann yfir sig. Níumenningarnir sögðu af og frá að mótmælendur hefðu skipulagt ofbeldi, ógnanir, hótanir eða skemmdarverk enda hafi ekkert slíkt átt sér stað. Sorglegt hafi verið að upplifa að lögregla hafi haft gaman af því að beita piparúða. Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælunum lýstu erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri sem stýrði aðgerðum á vettvangi þennan dag líkti aðgerðum lögreglu við rútínu. Vísaði hann til þess að lögregla hefði verið með viðbúnað á fjölda mótmæla vegna sama tilefnis dagana og vikurnar áður. Lögregla hefði því skipulagt hefðbundinn viðbúnað, tíu menn, og aðgerðin hefði snúist um að koma ráðherrunum til og frá fundi og að halda allsherjarreglu. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri talið að valdbeiting lögreglu hefði verið saknæm og ólögmæt á vettvangi mótmæla umræddan dag. Hún hafi verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglu og ekki brotið gegn reglum um meðalhóf. Skilyrði miskabóta væru því ekki fyrir hendi. Dóminn má lesa hér. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að aðgerðir lögreglu hefðu ekki verið úr hófi. Engar athugasemdir voru gerðar við orðfæri lögreglumanna á vettvangi. Við aðalmeðferðina í febrúar voru spilaðar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna þar sem einn mótmælandi var kallaður dýr og annar sagði mótmælendur snarklikkaða. Þeir hefðu fengið smá lexíu þegar lögregla beitti þá piparúða. Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu sagði nefndarmenn ekki hafa heyrt þetta orðfæri lögreglumanna við mótmælin í skoðun sinni. Því stæði til að fara aftur yfir myndefnið og skoða málið betur. Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, velti því upp hvort nefndin hefði unnið málið hratt í þágu tiltekinnar niðurstöðu.
Dómsmál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira