Útvarpsstöðvarnar Bylgjan og FM957 standa í sameiningu að verðlaununum með það að markmiði að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri til að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem hafa skarað fram úr á liðnu ári.
Þetta er tólfta árið sem verðlaunaathöfnin er haldin en kosið var um sigurvegara á Vísi. Veitt voru verðlaun í níu flokkum.
Margt var um manninn á verðlaunaafhendingunni og tóku margir frægir söngvarar lagið, svo sem Bríet, Kristmundur Axel, Jóhanna Guðrún, Birnir, Friðrik Dór og fleiri.
Hátíðin var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. Nánari umfjöllun um hátíðina má nálgast á Vísi í fyrramálið.
Hér fyrir neðan má sjá sigurvegara kvöldsins.
Söngvari ársins:
Herra Hnetusmjör
Söngkona ársins:
Laufey Lín
Flytjandi ársins:
IceGuys
Nýliði ársins:
Saint Pete
Plata ársins:
KBE Kynnir: Legend í leiknum - Herra Hnetusmjör
Heiðursverðlaun:
Helgi Björns
Pródúsent ársins:
Ásgeir Orri Ásgeirsson
Myndband ársins:
Gemmér Gemmér - IceGuys
Lag ársins:
Elli Egils - Herra Hnetusmjör