Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 22. mars 2025 10:01 Í gær var opnað fyrir umsóknir í 1 milljarðs króna styrktarpott hjá Loftslags- og orkusjóði. Átakið sem um ræðir, „Jarðhiti jafnar leikinn“, er stærsta jarðhitaleitarátak sem ráðist hefur verið í á þessari öld. Markmiðið er skýrt; að hefja nýtingu jarðhita á þeim svæðum sem enn treysta á rafmagn eða olíu til húshitunar. „Jarðhiti jafnar leikinn“ varpar ljósi á þau sterku jákvæðu tengsl sem geta verið milli umhverfismála og efnahagsmála á Íslandi. Ef vel tekst til mun átakið skila mörgum krónum til hagkerfisins, á móti hverri útgjaldakrónu skattgreiðenda. 80% hærra verð á Ísafirði en Seltjarnarnesi Um 10% heimila og fjöldi fyrirtækja treysta enn á rafmagn eða olíu til húshitunar. Í byggðarlögum eins og Ísafirði, Bolungarvík, Patreksfirði, Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum er enn notast við kynta hitaveitu, með tilheyrandi íþyngingu fyrir fólk og fyrirtæki.Á árinu 2024 var lægsta húshitunarverð á Ísafirði t.a.m. um 80% hærra en á Seltjarnarnesi. Aðstöðumunur á Íslandi gagnvart verði á orku bitnar beint á hagvaxtargetu byggða. Hærri orkukostnaður skerðir ráðstöfunartekjur heimila, dregur úr fjárfestingargetu og veikir samkeppnishæfni fyrirtækja. Innflutningur á olíu eykst og dýrmætri raforku er sóað í húshitun - raforku sem að öðrum kosti gæti verið varið til orkuskipta. 1% sparnaður í niðurgreiðslum og átakið mun borga sig Jarðhiti jafnar leikinn“ er fjárfesting sem getur skilað hagkerfinu tugum milljarða í ávinning til framtíðar. Það þarf ekki stórar breytingar til - jafnvel hóflegur árangur í formi 1% sparnaðar í niðurgreiðslum ríkisins nægir til að átakið standi undir sér. Ríkissjóður greiðir árlega yfir 2,5 milljarða króna í niðurgreiðslur til húshitunar á rafhituðum svæðum. Sé gert ráð fyrir 1% árlegri hækkun í niðurgreiðslum og 3,5% ávöxtunarkröfu á opinbert fjármagn nemur þessi framtíðarskuldbinding 100 milljörðum króna á núvirði – beinn kostnaður fyrir skattgreiðendur. Takist að lækka þennan kostnað um aðeins 1% með jarðhitaleit og nýtingu, skilar verkefnið sér að fullu til baka til skattgreiðenda – milljarður í sparnað á móti þeim milljarði sem verkefnið kostar. Þar að auki mun losna um dýrmæta raforku og dregið verður úr þörf fyrir frekari virkjanaframkvæmdir. Full ástæða til bjartsýni „Jarðhiti jafnar leikinn“ er skýr áminning um að umhverfismál eru nátengd efnahag þjóðarinnar. Ef vel tekst til með átakinu verður mörgum krónum skilað til baka á móti hverri útgjaldakrónu. Það er full ástæða til bjartsýni en ekki þarf að líta lengra en til nýlegs dæmis frá Ísafirði. Þar hefur nýlega fundist rúmlega 50°C heitt vatn sem getur líklega hitað upp þéttbýlið með stuðningi varmadælu. Við hjá Loftslags- og orkusjóði erum stolt af þessu mikilvæga verkefni. Með því að horfa til þjóðhagslegra hagkvæmra verkefna má leggja traustar efnahags- og umhverfisstoðir fyrir íslenskt samfélag til framtíðar. Höfundur er formaður stjórnar Loftslags-og orkusjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Efnahagsmál Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var opnað fyrir umsóknir í 1 milljarðs króna styrktarpott hjá Loftslags- og orkusjóði. Átakið sem um ræðir, „Jarðhiti jafnar leikinn“, er stærsta jarðhitaleitarátak sem ráðist hefur verið í á þessari öld. Markmiðið er skýrt; að hefja nýtingu jarðhita á þeim svæðum sem enn treysta á rafmagn eða olíu til húshitunar. „Jarðhiti jafnar leikinn“ varpar ljósi á þau sterku jákvæðu tengsl sem geta verið milli umhverfismála og efnahagsmála á Íslandi. Ef vel tekst til mun átakið skila mörgum krónum til hagkerfisins, á móti hverri útgjaldakrónu skattgreiðenda. 80% hærra verð á Ísafirði en Seltjarnarnesi Um 10% heimila og fjöldi fyrirtækja treysta enn á rafmagn eða olíu til húshitunar. Í byggðarlögum eins og Ísafirði, Bolungarvík, Patreksfirði, Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum er enn notast við kynta hitaveitu, með tilheyrandi íþyngingu fyrir fólk og fyrirtæki.Á árinu 2024 var lægsta húshitunarverð á Ísafirði t.a.m. um 80% hærra en á Seltjarnarnesi. Aðstöðumunur á Íslandi gagnvart verði á orku bitnar beint á hagvaxtargetu byggða. Hærri orkukostnaður skerðir ráðstöfunartekjur heimila, dregur úr fjárfestingargetu og veikir samkeppnishæfni fyrirtækja. Innflutningur á olíu eykst og dýrmætri raforku er sóað í húshitun - raforku sem að öðrum kosti gæti verið varið til orkuskipta. 1% sparnaður í niðurgreiðslum og átakið mun borga sig Jarðhiti jafnar leikinn“ er fjárfesting sem getur skilað hagkerfinu tugum milljarða í ávinning til framtíðar. Það þarf ekki stórar breytingar til - jafnvel hóflegur árangur í formi 1% sparnaðar í niðurgreiðslum ríkisins nægir til að átakið standi undir sér. Ríkissjóður greiðir árlega yfir 2,5 milljarða króna í niðurgreiðslur til húshitunar á rafhituðum svæðum. Sé gert ráð fyrir 1% árlegri hækkun í niðurgreiðslum og 3,5% ávöxtunarkröfu á opinbert fjármagn nemur þessi framtíðarskuldbinding 100 milljörðum króna á núvirði – beinn kostnaður fyrir skattgreiðendur. Takist að lækka þennan kostnað um aðeins 1% með jarðhitaleit og nýtingu, skilar verkefnið sér að fullu til baka til skattgreiðenda – milljarður í sparnað á móti þeim milljarði sem verkefnið kostar. Þar að auki mun losna um dýrmæta raforku og dregið verður úr þörf fyrir frekari virkjanaframkvæmdir. Full ástæða til bjartsýni „Jarðhiti jafnar leikinn“ er skýr áminning um að umhverfismál eru nátengd efnahag þjóðarinnar. Ef vel tekst til með átakinu verður mörgum krónum skilað til baka á móti hverri útgjaldakrónu. Það er full ástæða til bjartsýni en ekki þarf að líta lengra en til nýlegs dæmis frá Ísafirði. Þar hefur nýlega fundist rúmlega 50°C heitt vatn sem getur líklega hitað upp þéttbýlið með stuðningi varmadælu. Við hjá Loftslags- og orkusjóði erum stolt af þessu mikilvæga verkefni. Með því að horfa til þjóðhagslegra hagkvæmra verkefna má leggja traustar efnahags- og umhverfisstoðir fyrir íslenskt samfélag til framtíðar. Höfundur er formaður stjórnar Loftslags-og orkusjóðs
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun