Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla Lovísa Arnardóttir skrifar 24. mars 2025 09:13 Áslaug Arna er þingkona Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins leggur í vikunni fram frumvarp sem skyldar sveitarfélög til að semja við einkarekna leikskóla sé óskað eftir því. Áslaug ræddi leikskólamál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og brást einnig við færslu Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ráðherra, um aðkomu hennar að máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Áslaugu segist hafa ofboðið þegar þingmenn Samfylkingar lögðu fram frumvarp á þinginu um systkinaforgang sem viðgengst í fjölda sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en ekki í Reykjavík. Áslaug segir ekkert standa í vegi fyrir því að Reykjavík bjóði upp á slíkan forgang eins og önnur sveitarfélög. Áslaug segir ábyrgðina Samfylkingarinnar í borginni að tryggja börnum leikskólapláss og það hafi gengið bagalega. Ekki hafi verið staðið við gefin loforð um að tryggja pláss á milli 12 og 18 mánaða og auk þess hafi ekki verið staðið við loforð um að finna leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar varanlegan stað. „Það er sama sagan. Þetta er út af einhverjum kreddum í skoðunum vinstri manna í borginni að vilja ekki nýta einkaframtakið til að leysa og mæta þeim vanda sem við blasir, að hér er varla orðið búandi fyrir fólk sem er að eignast börn.“ Lausnir sem ekki séu nýttar Fjölskyldur eigi ekki efni á því að ekki sé boðið upp á pláss fyrir börn. Það sé jafnréttis- og kjaramál. Til séu lausnir sem meirihlutinn hafi hafnað og nefnir sem dæmi Kópavogsmódelið, að fjölga einkareknum skólum og að innleiða vinnustaðaleikskóla. Fé eigi að fylgja barni Áslaug stefnir á að leggja fram frumvarp í vikunni þar sem sveitarfélög eru skylduð til að semja við einkarekna skóla og gera ekki greinarmun á því hverjir eru rekstraraðilar. „Fé á að fylgja barni í menntakerfinu,“ segir Áslaug og að það eigi ekki að skipta máli hvaða skóla barnið fer í. Ef skólinn er dýrari sé skólinn að koma með fjármagn á móti. Hún segir áríðandi að borgin finni lausnir í þessu máli. Þetta sé grunnþjónusta sem eigi að vera í lagi. Foreldrar eigi ekki að þurfa að berjast alltaf fyrir því að börn fái pláss. Áslaug segir borginni hafa verið illa stjórnað í allt of langan tíma. Börnum hafi fjölgað í nágrannasveitarfélögum og þar hafi gengið betur að taka inn börn. Brugðið að sjá skrif Össurar Áslaug fór einnig fyrir mál Ásthildar Lóu. Hún segir að sér hafi brugðið þegar sá skrif Össurar Skarphéðinssonar um mögulega aðild hennar að máli Ásthildar Lóu þar sem hún var sökuð um að leka upplýsingum um málið. „Mér var ljúft og skylt að greina frá því að ég hafði engin samskipti haft við fjölmiðla,“ segir Áslaug. Húns segist hafa fengið póst um málið en hún hafi ekki haft í hyggju að ræða innihald póstsins við fjölmiðla. Hún segir ljóst miðað við gögn og tímalínu forsætisráðuneytisins hvaðan upplýsingarnar komu og hvernig þær bárust forsætis- og barna- og menntamálaráðherra. Áslaug Arna segir þingið þurfa að fara yfir þetta mál og telur að ýmsum spurningum sé enn svarað, sérstaklega er varðar viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Áslaug segist ekki vilja setjast í dómarasæti um mál sem gerðist fyrir svo löngu síðan. Það sé yfirleitt allt upp á borðum um þau sem sinni svo opinberu starfi eða embætti og hún sé vön því. Hún segir þetta „enn eina málið“ sem trufli ríkisstjórnina á hennar fyrstu 100 dögum. Það sé lítið að gerast í þinginu. Mennta- og barnamálaráðuneytið sé mikilvægt embætti og það sé bagalegt að mál Flokk fólksins séu í sífellu fyrir því að hægt sé að ræða pólitík. Áslaug minnir á að í aðdraganda myndun ríkisstjórnarinnar hafi það einmitt verið rætt ítrekað hvort Flokkur fólksins væri stjórntækur. Spurð hvort þetta falli betur undir reynsluleysi segir Áslaug að reynsluleysið sé þá gríðarlegt í mörgum málum síðustu daga. „Ég held að það sé ekki bara hægt að skrifa þetta á reynsluleysi. Þegar þú tekur að þér ábyrgð að vera í ríkisstjórn verður þú að standa undir því og ég held að það sé umhugsunarvert hvort flokkurinn sé óstjórntækur.“ Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Barnamálaráðherra segir af sér Bítið Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Áslaugu segist hafa ofboðið þegar þingmenn Samfylkingar lögðu fram frumvarp á þinginu um systkinaforgang sem viðgengst í fjölda sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en ekki í Reykjavík. Áslaug segir ekkert standa í vegi fyrir því að Reykjavík bjóði upp á slíkan forgang eins og önnur sveitarfélög. Áslaug segir ábyrgðina Samfylkingarinnar í borginni að tryggja börnum leikskólapláss og það hafi gengið bagalega. Ekki hafi verið staðið við gefin loforð um að tryggja pláss á milli 12 og 18 mánaða og auk þess hafi ekki verið staðið við loforð um að finna leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar varanlegan stað. „Það er sama sagan. Þetta er út af einhverjum kreddum í skoðunum vinstri manna í borginni að vilja ekki nýta einkaframtakið til að leysa og mæta þeim vanda sem við blasir, að hér er varla orðið búandi fyrir fólk sem er að eignast börn.“ Lausnir sem ekki séu nýttar Fjölskyldur eigi ekki efni á því að ekki sé boðið upp á pláss fyrir börn. Það sé jafnréttis- og kjaramál. Til séu lausnir sem meirihlutinn hafi hafnað og nefnir sem dæmi Kópavogsmódelið, að fjölga einkareknum skólum og að innleiða vinnustaðaleikskóla. Fé eigi að fylgja barni Áslaug stefnir á að leggja fram frumvarp í vikunni þar sem sveitarfélög eru skylduð til að semja við einkarekna skóla og gera ekki greinarmun á því hverjir eru rekstraraðilar. „Fé á að fylgja barni í menntakerfinu,“ segir Áslaug og að það eigi ekki að skipta máli hvaða skóla barnið fer í. Ef skólinn er dýrari sé skólinn að koma með fjármagn á móti. Hún segir áríðandi að borgin finni lausnir í þessu máli. Þetta sé grunnþjónusta sem eigi að vera í lagi. Foreldrar eigi ekki að þurfa að berjast alltaf fyrir því að börn fái pláss. Áslaug segir borginni hafa verið illa stjórnað í allt of langan tíma. Börnum hafi fjölgað í nágrannasveitarfélögum og þar hafi gengið betur að taka inn börn. Brugðið að sjá skrif Össurar Áslaug fór einnig fyrir mál Ásthildar Lóu. Hún segir að sér hafi brugðið þegar sá skrif Össurar Skarphéðinssonar um mögulega aðild hennar að máli Ásthildar Lóu þar sem hún var sökuð um að leka upplýsingum um málið. „Mér var ljúft og skylt að greina frá því að ég hafði engin samskipti haft við fjölmiðla,“ segir Áslaug. Húns segist hafa fengið póst um málið en hún hafi ekki haft í hyggju að ræða innihald póstsins við fjölmiðla. Hún segir ljóst miðað við gögn og tímalínu forsætisráðuneytisins hvaðan upplýsingarnar komu og hvernig þær bárust forsætis- og barna- og menntamálaráðherra. Áslaug Arna segir þingið þurfa að fara yfir þetta mál og telur að ýmsum spurningum sé enn svarað, sérstaklega er varðar viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Áslaug segist ekki vilja setjast í dómarasæti um mál sem gerðist fyrir svo löngu síðan. Það sé yfirleitt allt upp á borðum um þau sem sinni svo opinberu starfi eða embætti og hún sé vön því. Hún segir þetta „enn eina málið“ sem trufli ríkisstjórnina á hennar fyrstu 100 dögum. Það sé lítið að gerast í þinginu. Mennta- og barnamálaráðuneytið sé mikilvægt embætti og það sé bagalegt að mál Flokk fólksins séu í sífellu fyrir því að hægt sé að ræða pólitík. Áslaug minnir á að í aðdraganda myndun ríkisstjórnarinnar hafi það einmitt verið rætt ítrekað hvort Flokkur fólksins væri stjórntækur. Spurð hvort þetta falli betur undir reynsluleysi segir Áslaug að reynsluleysið sé þá gríðarlegt í mörgum málum síðustu daga. „Ég held að það sé ekki bara hægt að skrifa þetta á reynsluleysi. Þegar þú tekur að þér ábyrgð að vera í ríkisstjórn verður þú að standa undir því og ég held að það sé umhugsunarvert hvort flokkurinn sé óstjórntækur.“
Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Barnamálaráðherra segir af sér Bítið Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira