Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Lovísa Arnardóttir skrifar 24. mars 2025 13:09 Henrik Sass Larsen við störf sem ráðherra árið 2014. Vísir/Getty Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, hefur nú verið ákærður fyrir að hafa í fórum sínum um sex þúsund myndir og tvö þúsund myndskrár af barnaníðsefni. Auk þess fannst á heimili hans kynlífsdúkka sem lítur út eins og barn. Þetta kemur fram í ákæru á hendur Larsen sem birt var í dag af lögreglunni í Kaupmannahöfn og er fjallað um hana í dönskum miðlum. Í frétt DR kemur fram að hann hafi lýst yfir sakleysi sínu vegna ákærunnar. Þar kemur einnig fram að af barnaníðsefninu sem fannst í hans fórum séu um 252 myndir flokkaðar í þriðja flokk og um 197 myndskrár. Um er að ræða efni sem er talið með því grófasta sem finnst en um er að ræða efni þar sem þolendur hafa mátt þola ofbeldi, nauðgun, þvingun, hótanir eða eitthvað slíkt. Í ákærunni kemur einnig fram að efnið hafi fundist á heimili hans í júlí árið 2023 og að meira barnaníðsefni hafi fundist við aðra leit á heimili hans í febrúar í fyrra, 2024. Efnið fannst á tveimur tölvum, minnislykli og iPhone-farsíma. Í tengslum við bók Haft er eftir Peter Lundmark Jensen, lögmanni Larsen, í frétt DR að hvorki hann sé Larsen hafi nokkuð um málið að segja að svo stöddu. Í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í gær kom fram að efnið hefði hann skoðað í tengslum við bók sem hann var að skrifa. Í fréttatilkynningunni kemur einnig fram að hann ætli sér að ljúka við bókina og þannig hreinsa nafn sitt af þessum ásökunum. Fréttatilkynninguna sendi hann frá sér í tilefni fjölmiðlaumfjöllunar um málið sem hófst á föstudag en þó án þess að nafn hans hefði verið birt með. Í frétt DR segir að um helgina hafi þó orðið ljóst að um hann væri að ræða. Samkvæmt frétt DR liggur ekki fyrir hvaða refsingar saksóknari mun krefjast vegna brotanna en sérfræðingur fjölmiðilsins í lögfræði telur líklegt að hann muni þurfa að afplána refsingu sína í fangelsi frekar en að hann muni aðeins þurfa að greiða sekt. Hvort dómurinn verði skilorðsbundinn eða ekki fari eftir því hversu hátt hlutfall barnaníðsefnisins falli í flokk 3 en eins og kom fram að ofan var hluti efnisins í þeim flokki. Á þingi í nítján ár Larsen hefur ekki verið í gæsluvarðhaldi vegna málsins og er það vegna þess að hámarksrefsing fyrir glæpina nær ekki að uppfylla þau skilyrði sem þarf fyrir gæsluvarðhaldi. Samkvæmt dönskum lögum þarf refsingin að geta numið einu og hálfu ári í fangelsi. Henrik Sass Larsen var viðskiptaráðherra fyrir Sósíaldemókrata frá ágúst 2013 til júní 2015. Hann var þingmaður á danska þinginu frá 2000 til 2019. Til umræðu kom að skipa hann fjármálaráðherra árið 2011 en vegna tengsla hans við Bandidos-rokkara kom ekki til þess. Fram kemur í frétt DR að hann hafi síðar orðið viðskiptaráðherra og svo sagt skilið við stjórnmál 2019. Áður en það gerðist var hann í veikindaleyfi og veikur af þunglyndi. Árið 2019 tók hann við sem framkvæmdastjóri Aktive Ejere en í gær tilkynnti fyrirtækið að hann hefði sagt upp. Danmörk Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa teiknað barnaníðsefni í fórum sínum. Hann var einnig ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis með því að hafa tekið myndir af sér hafa samræði við kynlífsdúkku í líki barns. Málið komst upp þegar maðurinn tilkynnti lögreglu um innbrot í íbúð hans. 5. febrúar 2025 16:07 Norðmaður í fangelsi fyrir kaup á barnakynlífsdúkku Dómstóll í Noregi hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa pantað barnakynlífsdúkku frá Kína. 22. desember 2018 21:05 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Þetta kemur fram í ákæru á hendur Larsen sem birt var í dag af lögreglunni í Kaupmannahöfn og er fjallað um hana í dönskum miðlum. Í frétt DR kemur fram að hann hafi lýst yfir sakleysi sínu vegna ákærunnar. Þar kemur einnig fram að af barnaníðsefninu sem fannst í hans fórum séu um 252 myndir flokkaðar í þriðja flokk og um 197 myndskrár. Um er að ræða efni sem er talið með því grófasta sem finnst en um er að ræða efni þar sem þolendur hafa mátt þola ofbeldi, nauðgun, þvingun, hótanir eða eitthvað slíkt. Í ákærunni kemur einnig fram að efnið hafi fundist á heimili hans í júlí árið 2023 og að meira barnaníðsefni hafi fundist við aðra leit á heimili hans í febrúar í fyrra, 2024. Efnið fannst á tveimur tölvum, minnislykli og iPhone-farsíma. Í tengslum við bók Haft er eftir Peter Lundmark Jensen, lögmanni Larsen, í frétt DR að hvorki hann sé Larsen hafi nokkuð um málið að segja að svo stöddu. Í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í gær kom fram að efnið hefði hann skoðað í tengslum við bók sem hann var að skrifa. Í fréttatilkynningunni kemur einnig fram að hann ætli sér að ljúka við bókina og þannig hreinsa nafn sitt af þessum ásökunum. Fréttatilkynninguna sendi hann frá sér í tilefni fjölmiðlaumfjöllunar um málið sem hófst á föstudag en þó án þess að nafn hans hefði verið birt með. Í frétt DR segir að um helgina hafi þó orðið ljóst að um hann væri að ræða. Samkvæmt frétt DR liggur ekki fyrir hvaða refsingar saksóknari mun krefjast vegna brotanna en sérfræðingur fjölmiðilsins í lögfræði telur líklegt að hann muni þurfa að afplána refsingu sína í fangelsi frekar en að hann muni aðeins þurfa að greiða sekt. Hvort dómurinn verði skilorðsbundinn eða ekki fari eftir því hversu hátt hlutfall barnaníðsefnisins falli í flokk 3 en eins og kom fram að ofan var hluti efnisins í þeim flokki. Á þingi í nítján ár Larsen hefur ekki verið í gæsluvarðhaldi vegna málsins og er það vegna þess að hámarksrefsing fyrir glæpina nær ekki að uppfylla þau skilyrði sem þarf fyrir gæsluvarðhaldi. Samkvæmt dönskum lögum þarf refsingin að geta numið einu og hálfu ári í fangelsi. Henrik Sass Larsen var viðskiptaráðherra fyrir Sósíaldemókrata frá ágúst 2013 til júní 2015. Hann var þingmaður á danska þinginu frá 2000 til 2019. Til umræðu kom að skipa hann fjármálaráðherra árið 2011 en vegna tengsla hans við Bandidos-rokkara kom ekki til þess. Fram kemur í frétt DR að hann hafi síðar orðið viðskiptaráðherra og svo sagt skilið við stjórnmál 2019. Áður en það gerðist var hann í veikindaleyfi og veikur af þunglyndi. Árið 2019 tók hann við sem framkvæmdastjóri Aktive Ejere en í gær tilkynnti fyrirtækið að hann hefði sagt upp.
Danmörk Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa teiknað barnaníðsefni í fórum sínum. Hann var einnig ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis með því að hafa tekið myndir af sér hafa samræði við kynlífsdúkku í líki barns. Málið komst upp þegar maðurinn tilkynnti lögreglu um innbrot í íbúð hans. 5. febrúar 2025 16:07 Norðmaður í fangelsi fyrir kaup á barnakynlífsdúkku Dómstóll í Noregi hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa pantað barnakynlífsdúkku frá Kína. 22. desember 2018 21:05 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa teiknað barnaníðsefni í fórum sínum. Hann var einnig ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis með því að hafa tekið myndir af sér hafa samræði við kynlífsdúkku í líki barns. Málið komst upp þegar maðurinn tilkynnti lögreglu um innbrot í íbúð hans. 5. febrúar 2025 16:07
Norðmaður í fangelsi fyrir kaup á barnakynlífsdúkku Dómstóll í Noregi hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa pantað barnakynlífsdúkku frá Kína. 22. desember 2018 21:05