Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar 25. mars 2025 14:30 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins. Veiðigjöld eru gjöld sem útgerðir greiða fyrir sérafnotarétt sinn af sameiginlegum auðlindum okkar allra. Við nýlegt mat atvinnuvegaráðuneytisins á veiðigjöldum hefur komið í ljós að þau endurspegla ekki raunverulegt aflaverðmæti nytjastofna og því er þörf á breytingum. Reiknistofn miðar ekki við raunverulegt markaðsvirði Veiðigjöldin eru reiknuð þannig að 33,33% af hagnaði veiða renni til ríkissjóðs en afgangurinn verður eftir hjá útgerð. Við skoðun ráðuneytisins hefur komið í ljós að reiknistofn fiskverðs hefur verið vanmetin þar sem stuðst hefur verið við verð frá Verðlagstofu skiptaverðs en ekki raunverulegt markaðsvirði. Stærstur hluti viðskipta með veiddan fisk fer fram í gegnum lóðrétt, samþætt fyrirtæki, eða í einföldu máli sagt: Frá útgerð til vinnslu sem er í eigu sömu aðila og þá oftast á undirverði. Verðmyndun þessara viðskipta hefur því ekki verið í samræmi við verðmyndun á mörkuðum. Þetta ætlum við að leiðrétta. Framlegð útgerðarfélaga færi úr 94 milljörðum í 84 milljarða Miðað við ofangreinda leiðréttingu má áætla að veiðigjöld muni skila 10 milljörðum kr í ríkissjóð til viðbótar við þá 10,2 milljarða sem nú eru greiddir. Þetta eru háar tölur en ef miðað er við greiningar sem gerðar hafa verið má sjá að hefðu veiðigjöld verið leiðrétt fyrir árið 2023 hefði framlegð (EBITDA) útgerðarfélaga farið úr 93,8 milljörðum í 84,2 milljarða. Samanlagður hagnaður félaganna hefði minnkað úr 67,5 milljörðum niður í 59,9 milljarða. Útgerðarfyrirtækin eru því vel aflögufær og gott er að minna á að veiðigjöld eru aðeins innheimt af hagnaði, þ.e. aðeins þegar vel gengur. Veiðigjöld standa ekki undir kostnaði við þjónustu Leiðrétting veiðigjalda er viðleitni ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um að útgerðarfyrirtæki greiði eðlilegt gjald fyrir sérafnotarétt af auðlindinni. Það má líka vel halda því til haga að árið 2023 var heildarkostnaður við þjónustu ríkisins við sjávarútveg um 11 milljarðar króna. Tekjur af veiðigjaldi standa því ekki einu sinni undir þessum grunnkostnaði. Það er þó eitt af markmiðum gjaldsins auk þess sem það á að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar og nýta auknar tekjur við brýn verkefni eins og vegagerð um land allt. Að lokum er svo rétt að taka fram að þrátt fyrir þessa leiðréttingu á veiðigjaldinu eru engar breytingar fyrirhugaðar á því fiskveiðistjórnunarkerfi sem verið hefur við lýði á Íslandsmiðum undanfarna áratugi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins. Veiðigjöld eru gjöld sem útgerðir greiða fyrir sérafnotarétt sinn af sameiginlegum auðlindum okkar allra. Við nýlegt mat atvinnuvegaráðuneytisins á veiðigjöldum hefur komið í ljós að þau endurspegla ekki raunverulegt aflaverðmæti nytjastofna og því er þörf á breytingum. Reiknistofn miðar ekki við raunverulegt markaðsvirði Veiðigjöldin eru reiknuð þannig að 33,33% af hagnaði veiða renni til ríkissjóðs en afgangurinn verður eftir hjá útgerð. Við skoðun ráðuneytisins hefur komið í ljós að reiknistofn fiskverðs hefur verið vanmetin þar sem stuðst hefur verið við verð frá Verðlagstofu skiptaverðs en ekki raunverulegt markaðsvirði. Stærstur hluti viðskipta með veiddan fisk fer fram í gegnum lóðrétt, samþætt fyrirtæki, eða í einföldu máli sagt: Frá útgerð til vinnslu sem er í eigu sömu aðila og þá oftast á undirverði. Verðmyndun þessara viðskipta hefur því ekki verið í samræmi við verðmyndun á mörkuðum. Þetta ætlum við að leiðrétta. Framlegð útgerðarfélaga færi úr 94 milljörðum í 84 milljarða Miðað við ofangreinda leiðréttingu má áætla að veiðigjöld muni skila 10 milljörðum kr í ríkissjóð til viðbótar við þá 10,2 milljarða sem nú eru greiddir. Þetta eru háar tölur en ef miðað er við greiningar sem gerðar hafa verið má sjá að hefðu veiðigjöld verið leiðrétt fyrir árið 2023 hefði framlegð (EBITDA) útgerðarfélaga farið úr 93,8 milljörðum í 84,2 milljarða. Samanlagður hagnaður félaganna hefði minnkað úr 67,5 milljörðum niður í 59,9 milljarða. Útgerðarfyrirtækin eru því vel aflögufær og gott er að minna á að veiðigjöld eru aðeins innheimt af hagnaði, þ.e. aðeins þegar vel gengur. Veiðigjöld standa ekki undir kostnaði við þjónustu Leiðrétting veiðigjalda er viðleitni ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um að útgerðarfyrirtæki greiði eðlilegt gjald fyrir sérafnotarétt af auðlindinni. Það má líka vel halda því til haga að árið 2023 var heildarkostnaður við þjónustu ríkisins við sjávarútveg um 11 milljarðar króna. Tekjur af veiðigjaldi standa því ekki einu sinni undir þessum grunnkostnaði. Það er þó eitt af markmiðum gjaldsins auk þess sem það á að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar og nýta auknar tekjur við brýn verkefni eins og vegagerð um land allt. Að lokum er svo rétt að taka fram að þrátt fyrir þessa leiðréttingu á veiðigjaldinu eru engar breytingar fyrirhugaðar á því fiskveiðistjórnunarkerfi sem verið hefur við lýði á Íslandsmiðum undanfarna áratugi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun