Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2025 16:53 Inga Sæland mælir fyrir frumvarpinu. Vísir/Anton Brink Formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir breytingum á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um breytingar á kerfinu til að styrkja afkomuöryggi fjölskyldna. „Með þessu frumvarpi er stigið stórt skref í þá átt. Frumvarp þetta leggur til aukinn rétt mæðra sem glíma við veikindi í tengslum við meðgönguna til orlofstöku. Þá er einnig lagt til að bæta hag fjölburaforeldra. Það fylgir því aukið álag að eignast tvö börn í stað eins, enda verkefnin tvöfalt fleiri en venjulega á meðan hendurnar til að vinna þau verk eru jafn margar,“ sagði Inga Sæland þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á þinginu. Í frumvarpinu er lagt til að réttur til fæðingarorlofs sem og réttur til fæðingarstyrks vegna fjölburafæðinga verði aukinn enn frekar. „Þannig að foreldrar eigi sameiginlegan rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks í sex mánuði fyrir hvert barn sem fæðist umfram eitt. Eignist fólk tvíbura lengist orlofið um hálft ár, um tólf mánuði í tilfelli þríbura,“ sagði félags- og húsnæðismálaráðherra. Frumvarpið nær einnig til foreldra sem frumættleiða eða taka fleiri börn en eitt í varanlegt fóstur á sama tíma. Þeir foreldrar eigi sameiginlegan rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks í sex mánuði fyrir hvert barn umfram eitt. „Með frumvarpinu er einnig lagt til að heimilt verði að lengja fæðingarorlof móður um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda í tengslum við meðgönguna, enda verði veikindin rakin til meðgöngunnar og móðir hafi af þeim völdum verið ófær um að annast barn sitt í fæðingarorlofi,“ sagði Inga. Fjölskyldumál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Fæðingarorlof Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
„Með þessu frumvarpi er stigið stórt skref í þá átt. Frumvarp þetta leggur til aukinn rétt mæðra sem glíma við veikindi í tengslum við meðgönguna til orlofstöku. Þá er einnig lagt til að bæta hag fjölburaforeldra. Það fylgir því aukið álag að eignast tvö börn í stað eins, enda verkefnin tvöfalt fleiri en venjulega á meðan hendurnar til að vinna þau verk eru jafn margar,“ sagði Inga Sæland þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á þinginu. Í frumvarpinu er lagt til að réttur til fæðingarorlofs sem og réttur til fæðingarstyrks vegna fjölburafæðinga verði aukinn enn frekar. „Þannig að foreldrar eigi sameiginlegan rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks í sex mánuði fyrir hvert barn sem fæðist umfram eitt. Eignist fólk tvíbura lengist orlofið um hálft ár, um tólf mánuði í tilfelli þríbura,“ sagði félags- og húsnæðismálaráðherra. Frumvarpið nær einnig til foreldra sem frumættleiða eða taka fleiri börn en eitt í varanlegt fóstur á sama tíma. Þeir foreldrar eigi sameiginlegan rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks í sex mánuði fyrir hvert barn umfram eitt. „Með frumvarpinu er einnig lagt til að heimilt verði að lengja fæðingarorlof móður um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda í tengslum við meðgönguna, enda verði veikindin rakin til meðgöngunnar og móðir hafi af þeim völdum verið ófær um að annast barn sitt í fæðingarorlofi,“ sagði Inga.
Fjölskyldumál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Fæðingarorlof Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira