Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. mars 2025 09:13 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað tollum á fjölda ríkja. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur sagt að ESB muni vernda hagsmuni ríkja sinna. Getty Versta mögulega sviðsmyndin fyrir Ísland er að lenda á milli í tollastríði milli Bandaríkjanna og Evrópuríkja. Ólíklegt sé að hún raungerist en yfirvöld þurfi að gæta viðskiptahagsmuna bæði til austurs og vesturs og tryggja áframhaldandi greiðan aðgang að mörkuðum. Þetta kemur fram í greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) á útflutningi Íslands og áhrifa sem mögulegt tollastríð gæti haft á hann. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir tollastríð og boðað eða lagt á tolla sem beinast gegn helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna, þar á meðal Kína, Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Tollarnir hafa beinst að fjölbreyttum vöruflokkum en einna helst áli og stáli. Nýjasta ákvörðun bandarískra yfirvalda er að setja 25 prósent toll á innfluttar bifreiðar. Sjá einnig: Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Mikill vöxtur hafi verið í útflutningi íslenskra iðnaðarvara til Bandaríkjanna á síðustu árum, samkvæmt greiningu SI. Því séu ríkir hagsmunir að áfram verði greiður aðgangur að þeim markaði. Samtökin telja óvíst hvort eða með hvaða hætti tollar verði lagðir á íslenskan útflutning. Versta hugsanlega sviðsmyndin, að Ísland verði á milli í tollastríði milli Bandaríkjanna og ríkja Evrópu, telst ólíkleg að mati SI en mikilvægt sé að stjórnvöld geri allt sem þau geti til að koma í veg fyrir sviðsmynd með því að tala máli Íslands. Evrópumarkaður langmikilvægastur fyrir Ísland „Heildarútflutningstekjur íslenska hagkerfisins voru 1.920 milljarðar króna á síðasta ári og var helmingur þess vöruútflutningur,“ segir í greiningu SI. Vöruútflutningurinn sé að mestu leyti bundinn við iðnað og sjávarútveg. Þá segir að stærsta útflutningsgreinin, iðnaður, hafi á síðasta ári aflaði 750 milljarða króna í útflutningstekjur. Það nemi 39 prósentum af heildarútflutningstekjum þjóðarbúsins. Þar að auki séu tvær af fjórum meginstoðum útflutnings innan iðnaðar, orkusækinn iðnaður og hugverkaiðnaður. Álver Norðuráls á Grundartangi.Landsvirkjun Stór hluti útflutnings sé útflutningur á áli og kísiljárni sem komi úr orkusæknum iðnaði. Útflutningur orkusækins iðnaðar hafi numið 442 milljörðum króna, 23 prósent af heildarútflutningi hagkerfisins, á síðasta ári. Þá hafi útflutningstekjur hugverkaiðnaðar numið 309 milljörðum, eða 16 prósent af heildarútflutningstekjum hagkerfisins, á síðasta ári. „Ef áætlanir fyrirtækja í greininni ganga eftir verður hún verðmætasta stoð útflutnings eftir fimm ár, þ.e. árið 2030,“ segir í greiningunni. Áhrif hugsanlegs tollastríðs ráðist af samsetningu utanríkisviðskipta en um sjötíu prósent af útflutningi íslensks iðnaðar eru vörur. Þar af sé Evrópumarkaður langmikilvægastur og Bandaríkjamarkaður næstmikilvægastur. Á síðasta ári voru fluttar iðnaðarvörur frá Íslandi til ríkja innan Evrópusambandsins fyrir 384 milljarða króna á síðasta ári. Þar helst séu ál og álvörur (293 milljarðar), tæki og vörur til lækninga (23 milljarðar) og kísiljárn (13 milljarðar króna). Útflutningur til Evrópulanda utan ESB á síðasta ári nam um 50 milljörðum króna en útflutningur til Bandaríkjanna nam 62 milljörðum. Þreföldun á fimm árum Þá segir í greiningunni að útflutningur iðnaðarvara til Bandaríkjanna hafi verið miklum vexti undanfarin ár. Á tveimur árum hafi hann tvöfaldast og ríflega þrefaldast á fimm árum. Á síðasta ári hafi verið fluttar iðnaðarvörur frá Íslandi til Bandaríkjanna fyrir 62 milljarða króna, samanborið við 31 milljarð króna árið 2022 og 19 milljarða króna árið 2020. Þar séu helst lækningavörur og -tæki (39 milljarðar) og kísiljárn (5 milljarðar). Þá kemur fram að í fyrra hafi verið meira flutt út af lækningavörum og -tækjum til Bandaríkjanna en af þorski. Útflutningur af slíkum vörum hafi verið í mestum vexti á því svæði síðustu misseri. Mörg fyrirtæki reiði sig á viðskipti á Bandaríkjamarkaði og því séu fyrir því að halda greiðum aðgangi að honum. „Til að draga úr neikvæðum áhrifum tollastefnu Bandaríkjanna þurfa íslensk stjórnvöld að beita virkri utanríkisstefnu sem miðar að því að halda greiðum aðgangi að mörkuðum og lágmarka áhrif þessa á íslenskan efnahag,“ segir í greiningunni. Skattar og tollar Bandaríkin Efnahagsmál Áliðnaður Evrópusambandið Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Þetta kemur fram í greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) á útflutningi Íslands og áhrifa sem mögulegt tollastríð gæti haft á hann. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir tollastríð og boðað eða lagt á tolla sem beinast gegn helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna, þar á meðal Kína, Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Tollarnir hafa beinst að fjölbreyttum vöruflokkum en einna helst áli og stáli. Nýjasta ákvörðun bandarískra yfirvalda er að setja 25 prósent toll á innfluttar bifreiðar. Sjá einnig: Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Mikill vöxtur hafi verið í útflutningi íslenskra iðnaðarvara til Bandaríkjanna á síðustu árum, samkvæmt greiningu SI. Því séu ríkir hagsmunir að áfram verði greiður aðgangur að þeim markaði. Samtökin telja óvíst hvort eða með hvaða hætti tollar verði lagðir á íslenskan útflutning. Versta hugsanlega sviðsmyndin, að Ísland verði á milli í tollastríði milli Bandaríkjanna og ríkja Evrópu, telst ólíkleg að mati SI en mikilvægt sé að stjórnvöld geri allt sem þau geti til að koma í veg fyrir sviðsmynd með því að tala máli Íslands. Evrópumarkaður langmikilvægastur fyrir Ísland „Heildarútflutningstekjur íslenska hagkerfisins voru 1.920 milljarðar króna á síðasta ári og var helmingur þess vöruútflutningur,“ segir í greiningu SI. Vöruútflutningurinn sé að mestu leyti bundinn við iðnað og sjávarútveg. Þá segir að stærsta útflutningsgreinin, iðnaður, hafi á síðasta ári aflaði 750 milljarða króna í útflutningstekjur. Það nemi 39 prósentum af heildarútflutningstekjum þjóðarbúsins. Þar að auki séu tvær af fjórum meginstoðum útflutnings innan iðnaðar, orkusækinn iðnaður og hugverkaiðnaður. Álver Norðuráls á Grundartangi.Landsvirkjun Stór hluti útflutnings sé útflutningur á áli og kísiljárni sem komi úr orkusæknum iðnaði. Útflutningur orkusækins iðnaðar hafi numið 442 milljörðum króna, 23 prósent af heildarútflutningi hagkerfisins, á síðasta ári. Þá hafi útflutningstekjur hugverkaiðnaðar numið 309 milljörðum, eða 16 prósent af heildarútflutningstekjum hagkerfisins, á síðasta ári. „Ef áætlanir fyrirtækja í greininni ganga eftir verður hún verðmætasta stoð útflutnings eftir fimm ár, þ.e. árið 2030,“ segir í greiningunni. Áhrif hugsanlegs tollastríðs ráðist af samsetningu utanríkisviðskipta en um sjötíu prósent af útflutningi íslensks iðnaðar eru vörur. Þar af sé Evrópumarkaður langmikilvægastur og Bandaríkjamarkaður næstmikilvægastur. Á síðasta ári voru fluttar iðnaðarvörur frá Íslandi til ríkja innan Evrópusambandsins fyrir 384 milljarða króna á síðasta ári. Þar helst séu ál og álvörur (293 milljarðar), tæki og vörur til lækninga (23 milljarðar) og kísiljárn (13 milljarðar króna). Útflutningur til Evrópulanda utan ESB á síðasta ári nam um 50 milljörðum króna en útflutningur til Bandaríkjanna nam 62 milljörðum. Þreföldun á fimm árum Þá segir í greiningunni að útflutningur iðnaðarvara til Bandaríkjanna hafi verið miklum vexti undanfarin ár. Á tveimur árum hafi hann tvöfaldast og ríflega þrefaldast á fimm árum. Á síðasta ári hafi verið fluttar iðnaðarvörur frá Íslandi til Bandaríkjanna fyrir 62 milljarða króna, samanborið við 31 milljarð króna árið 2022 og 19 milljarða króna árið 2020. Þar séu helst lækningavörur og -tæki (39 milljarðar) og kísiljárn (5 milljarðar). Þá kemur fram að í fyrra hafi verið meira flutt út af lækningavörum og -tækjum til Bandaríkjanna en af þorski. Útflutningur af slíkum vörum hafi verið í mestum vexti á því svæði síðustu misseri. Mörg fyrirtæki reiði sig á viðskipti á Bandaríkjamarkaði og því séu fyrir því að halda greiðum aðgangi að honum. „Til að draga úr neikvæðum áhrifum tollastefnu Bandaríkjanna þurfa íslensk stjórnvöld að beita virkri utanríkisstefnu sem miðar að því að halda greiðum aðgangi að mörkuðum og lágmarka áhrif þessa á íslenskan efnahag,“ segir í greiningunni.
Skattar og tollar Bandaríkin Efnahagsmál Áliðnaður Evrópusambandið Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira