Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2025 18:04 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau. Ræðuna hélt Pútín í Múrmansk í Rússlandi á alþjóðlegri ráðstefnu um Norðurslóðir. Hann gagnrýndi Vesturlönd fyrir að taka skref átt að mögulegum átökum við Rússa og nefndi heræfingar sérstaklega. Margir hefðu slitið efnahagsleg tengsl við Rússland og samvinnu á sviðið vísinda, menntunar og menningar. Samvinna á norðurslóðum hefði beðið hnekki. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Mörg ríki og Ísland þeirra á meðal, drógu úr samskiptum sínum við Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Pútín sagði að Rússar, sem væru stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Hann sagði Rússa aldrei hafa ógnað neinum á norðurslóðum en til stæði að auka viðbragðsgetu þar og fara í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Þar að auki ætti að bæta innviði á svæðinu, eins og flugvelli og hafnir, eins og fram kemur í frétt TASS fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu. Forsetinn ræddi einnig viðleitni kollega síns vestanhafs við að eignast Grænland og sagði að Donald Trump væri alvara. Pútín benti einnig á að Bandaríkjamenn hefðu lengi litið hýru auga til Grænlands. Sjá einnig: „Við verðum að eignast þetta land“ Pútín sagði ljóst Bandaríkjamenn myndu halda áfram að vinna að því að koma höndum yfir Grænland. Áhugasamir geta hlustað á ræðuna með túlk Sky News í spilaranum hér að neðan. Stefna á mikla námuvinnslu Samkvæmt Pútín stefna Rússar á umfangsmikla námuvinnslu á norðurslóðum á komandi árum og þá meðal annars á svokölluðum sjaldgæfum málmum. Þeir eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu tæknibúnaðar og hergagna og spila sífellt stærri rullu á taflborðum stórvelda heimsins. Einnig stendur til að byggja upp innviði fyrir aukna ferðaþjónustu á norðurslóðum. Pútín sagði þó, samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er rekin af rússneska ríkinu, að mikilvægt væri að verja umhverfið á norðurslóðum, samhliða aukinni auðlindanotkun þar. Skipasiglingum um svæðið hefur fjölgað mjög með undanhaldi íshellunnar í norðri og búast Rússar við að þeim muni fjölga enn meira á komandi árum. Pútín sagði Rússa þurfa að hugsa um hagsmuni sína aldir fram í tímann þegar kæmi að norðurslóðum og siglingum þar um. Fara þyrfti í endurbætur á ísbrjótaflota Rússa og byggja flota fraktskipa sérstaklega fyrir flutninga á norðurslóðum og bæta hafnir þar. Rússland Norðurslóðir Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Grænland Skipaflutningar Hernaður Tengdar fréttir Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að vopnahléið á Svartahafi sem tilkynnt var á þriðjudag myndi aðeins hefjast þegar vestrænum hömlum á flutningi matvæla og áburðar frá Rússland hefði verið aflétt auk annarra skilyrða. Vólodímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallaði æðri máttarvöld í morgun og vonaði að Bandaríkin létu ekki undan þrýstingi Rússlands. 27. mars 2025 12:03 Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu. 27. mars 2025 11:06 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Ræðuna hélt Pútín í Múrmansk í Rússlandi á alþjóðlegri ráðstefnu um Norðurslóðir. Hann gagnrýndi Vesturlönd fyrir að taka skref átt að mögulegum átökum við Rússa og nefndi heræfingar sérstaklega. Margir hefðu slitið efnahagsleg tengsl við Rússland og samvinnu á sviðið vísinda, menntunar og menningar. Samvinna á norðurslóðum hefði beðið hnekki. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Mörg ríki og Ísland þeirra á meðal, drógu úr samskiptum sínum við Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Pútín sagði að Rússar, sem væru stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Hann sagði Rússa aldrei hafa ógnað neinum á norðurslóðum en til stæði að auka viðbragðsgetu þar og fara í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Þar að auki ætti að bæta innviði á svæðinu, eins og flugvelli og hafnir, eins og fram kemur í frétt TASS fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu. Forsetinn ræddi einnig viðleitni kollega síns vestanhafs við að eignast Grænland og sagði að Donald Trump væri alvara. Pútín benti einnig á að Bandaríkjamenn hefðu lengi litið hýru auga til Grænlands. Sjá einnig: „Við verðum að eignast þetta land“ Pútín sagði ljóst Bandaríkjamenn myndu halda áfram að vinna að því að koma höndum yfir Grænland. Áhugasamir geta hlustað á ræðuna með túlk Sky News í spilaranum hér að neðan. Stefna á mikla námuvinnslu Samkvæmt Pútín stefna Rússar á umfangsmikla námuvinnslu á norðurslóðum á komandi árum og þá meðal annars á svokölluðum sjaldgæfum málmum. Þeir eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu tæknibúnaðar og hergagna og spila sífellt stærri rullu á taflborðum stórvelda heimsins. Einnig stendur til að byggja upp innviði fyrir aukna ferðaþjónustu á norðurslóðum. Pútín sagði þó, samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er rekin af rússneska ríkinu, að mikilvægt væri að verja umhverfið á norðurslóðum, samhliða aukinni auðlindanotkun þar. Skipasiglingum um svæðið hefur fjölgað mjög með undanhaldi íshellunnar í norðri og búast Rússar við að þeim muni fjölga enn meira á komandi árum. Pútín sagði Rússa þurfa að hugsa um hagsmuni sína aldir fram í tímann þegar kæmi að norðurslóðum og siglingum þar um. Fara þyrfti í endurbætur á ísbrjótaflota Rússa og byggja flota fraktskipa sérstaklega fyrir flutninga á norðurslóðum og bæta hafnir þar.
Rússland Norðurslóðir Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Grænland Skipaflutningar Hernaður Tengdar fréttir Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að vopnahléið á Svartahafi sem tilkynnt var á þriðjudag myndi aðeins hefjast þegar vestrænum hömlum á flutningi matvæla og áburðar frá Rússland hefði verið aflétt auk annarra skilyrða. Vólodímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallaði æðri máttarvöld í morgun og vonaði að Bandaríkin létu ekki undan þrýstingi Rússlands. 27. mars 2025 12:03 Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu. 27. mars 2025 11:06 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að vopnahléið á Svartahafi sem tilkynnt var á þriðjudag myndi aðeins hefjast þegar vestrænum hömlum á flutningi matvæla og áburðar frá Rússland hefði verið aflétt auk annarra skilyrða. Vólodímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallaði æðri máttarvöld í morgun og vonaði að Bandaríkin létu ekki undan þrýstingi Rússlands. 27. mars 2025 12:03
Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu. 27. mars 2025 11:06