Lokahófið var í beinni útsendingu á Vísi.
Athygli vekur að nýkrýndir deildarmeistarar Tindastóls eiga engan verðlaunahafa karlamegin. Deildarmeistarar Hauka í kvennaflokki eiga hins vegar tvo fulltrúa í úrvalsliði ársins auk leikmanns og þjálfara ársins, Emil Barja.

Ægir er ekki bara leikmaður ársins heldur einnig varnarmaður ársins og annar fulltrúa Stjörnunnar í úrvalsliðinu. Njarðvík á hins vegar þjálfara ársins, Rúnar Inga Erlingsson.

Lista yfir verðlaunahafa má sjá hér að neðan.
Bónus-deild kvenna
- Prúðasti leikmaðurinn: Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukum
- Erlendi leikmaður ársins: Brittany Dinkins, Njarðvík
- Þjálfari ársins: Emil Barja, Haukum
- Ungi leikmaður ársins: Kolbrún María Ármannsdóttir, Stjörnunni
- Varnarmaður ársins: Sara Líf Boama, Val
- Leikmaður ársins: Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukum
Úrvalslið ársins:
- Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Haukum
- Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukum
- Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík
- Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík
- Isabella Ósk Sigurðardóttir, Grindavík

Bónus-deild karla
- Prúðasti leikmaðurinn: Veigar Páll Alexandersson, Njarðvík
- Erlendi leikmaður ársins: Jacob Falko, ÍR
- Þjálfari ársins: Rúnar Ingi Erlingsson, Njarðvík
- Ungi leikmaður ársins: Hilmir Arnarsson, Haukum
- Varnarmaður ársins: Ægir Þór Steinarsson, Stjörnunni
- Leikmaður ársins: Ægir Þór Steinarsson, Stjörnunni
Úrvalslið ársins:
- Ægir Þór Steinarsson, Stjörnunni
- Hilmar Smári Henningsson, Stjörnunni
- Þórir G. Þorbjarnarson, KR
- Kristinn Pálsson, Val
- Haukur Helgi Pálsson, Álftanesi

1. deild kvenna
- Erlendi leikmaður ársins: Brazil Harvey-Carr, Fjölni
- Þjálfari ársins: Karl Guðlaugsson, Ármanni
- Ungi leikmaður ársins: Rebekka Rut Steingrímsdóttir, KR
- Varnarmaður ársins: Elísabet Ólafsdóttir, Stjarnan U
- Leikmaður ársins: Jónína Þórdís Karlsdóttir, Ármanni
Úrvalslið ársins:
- Jónína Þórdís Karlsdóttir, Ármanni
- Rebekka Rut Steingrímsdóttir, KR
- Birgit Ósk Snorradóttir, Ármanni
- Anna María Magnúsdóttir, KR
- Aðalheiður María Davíðsdóttir, Fjölni

1. deild karla
- Erlendi leikmaður ársins: Jaeden Edmund King, Hamri
- Þjálfari ársins: Óskar Þorsteinsson, ÍA
- Ungi leikmaður ársins: Viktor Jónas Lúðvíksson, KFG
- Varnarmaður ársins: Viktor Jónas Lúðvíksson, KFG
- Leikmaður ársins: Friðrik A. Jónsson, KV
Úrvalslið ársins:
- Arnór Hermannsson, KV
- Sigvaldi Eggertsson, Fjölni
- Arnaldur Grímsson, Ármanni
- Friðrik A. Jónsson, KV
- Viktor Jónas Lúðvíksson, KFG

Aðrar viðurkenningar
Dómari ársins: Kristinn Óskarsson






