Mette Frederiksen heldur til Grænlands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. mars 2025 17:35 Mette Frederiksen heimsótti Grænland og þáverandi landstjórnarformann Múte B. Egede árið 2022. EPA/Chistian Klindt Sølbeck Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. Fram kemur í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu danska að með heimsókninni sé ætlað að styrkja samheldni þjóðanna tveggja en líkt og kunnugt er hefur Grænland verið fyrirferðamikið í fréttum nýverið og ekki að þeirra óskum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað heitið því að innlima landið og í gær fór J.D. Vance varaforseti óboðinn í heimsókn á bandarísku heimskautaherstöðina í Pituffik. Í dag mótmæltu fleiri hundruð Dana fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Mótmælendur báru skilti sem á stóð „Grænland ekki til sölu“ og „Haldið ykkur fjarri, BNA“ meðal annars. Nýr landstjórnarformaður sagði það að hann kæmi í opinbera heimsókn áður en að tækist að mynda stjórn í landinu bera vott um virðingarleysi. Ný landstjórn var mynduð af fjórum fimm flokka á grænlenska þinginu í gær. „Ég hlakka til að halda áfram þéttu og traustu sambandi Grænlands og Danmerkur saman með Jens-Frederik Nielsen og öðrum ráðherrum. Á Grænlandi er nýyfirstaðið gott lýðræðislegt ferli og breið samsteypustjórn hefur verið mynduð. Það er mér mikilvægt að koma í heimsókn eins fljótt og ég get og heilsa upp á nýjan landstjórnarformann,“ er haft eftir Mette Frederiksen. „Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig grænlenska þjóðin og grænlenskir stjórnmálamenn hafa glímt við það mikla álag sem er á Grænlandi. Sú staða sem uppi er kallar á samheldni þvert á stjórnmálaflokka. Þvert á lönd ríkjasamstarfsins. Og á samstarf með virðingu og jafnræði að leiðarljósi,“ segir hún. Hún mun fara á fund fleiri ráðherra nýrrar ríkisstjórnarinnar frá þriðjudeginum öðrum apríl og til föstudagsins fjórða. Grænland Danmörk Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Fram kemur í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu danska að með heimsókninni sé ætlað að styrkja samheldni þjóðanna tveggja en líkt og kunnugt er hefur Grænland verið fyrirferðamikið í fréttum nýverið og ekki að þeirra óskum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað heitið því að innlima landið og í gær fór J.D. Vance varaforseti óboðinn í heimsókn á bandarísku heimskautaherstöðina í Pituffik. Í dag mótmæltu fleiri hundruð Dana fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Mótmælendur báru skilti sem á stóð „Grænland ekki til sölu“ og „Haldið ykkur fjarri, BNA“ meðal annars. Nýr landstjórnarformaður sagði það að hann kæmi í opinbera heimsókn áður en að tækist að mynda stjórn í landinu bera vott um virðingarleysi. Ný landstjórn var mynduð af fjórum fimm flokka á grænlenska þinginu í gær. „Ég hlakka til að halda áfram þéttu og traustu sambandi Grænlands og Danmerkur saman með Jens-Frederik Nielsen og öðrum ráðherrum. Á Grænlandi er nýyfirstaðið gott lýðræðislegt ferli og breið samsteypustjórn hefur verið mynduð. Það er mér mikilvægt að koma í heimsókn eins fljótt og ég get og heilsa upp á nýjan landstjórnarformann,“ er haft eftir Mette Frederiksen. „Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig grænlenska þjóðin og grænlenskir stjórnmálamenn hafa glímt við það mikla álag sem er á Grænlandi. Sú staða sem uppi er kallar á samheldni þvert á stjórnmálaflokka. Þvert á lönd ríkjasamstarfsins. Og á samstarf með virðingu og jafnræði að leiðarljósi,“ segir hún. Hún mun fara á fund fleiri ráðherra nýrrar ríkisstjórnarinnar frá þriðjudeginum öðrum apríl og til föstudagsins fjórða.
Grænland Danmörk Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira