Skoðun

Vinnu­staðir fatlaðs fólks

Atli Már Haraldsson skrifar

Fatlað fólk er oft með léleg laun og fá minni tækifæri en aðrir.

Þegar fatlað fólk vinnur á vernduðum vinnustöðum er oft talað barnalega við það.

Ef fatlað fólk langar að fara á almenna vinnumarkaðinn með sínar óskir um vinnustaði og tíma getur það verið hjá sumum einstaklingum flókið því fólk þarf einstaklingsbundinn stuðning því fötlun er ólík hjá fólki.

Ég vinn til dæmis í dag með dýrum sem er frábært en það tók langan tíma að ná því í gegn þar sem ég hef flókna fötlun og þurft að gera öðruvísi samning.

Það þurfti að gera samning við stuðnings íbúðarkjarna minn og við atvinnu með stuðningi hjá Vinnumálastofnun.

Eins sömuleiðis við vinnu- og virknimiðstöð Reykjavíkurborgar og eins við vinnustaðinn minn.

Ef samfélagið myndi taka fötluðu fólki eins og það er og hafa stuðning inn á vinnustöðum og hafa sjónrænt einstaklingsbundið skipulag.

Þá myndi starfsfólkinu líða vel bæði fötluðum og ófötluðum.

Fólk er ólíkt og það er allt í lagi og við eigum að taka fólk eins og það er þó það sé að spyrja sömu spurninganna aftur og aftur, eltir starfsmann því það vantar verkefni og þarf meiri athygli.

Ef það væru laun samkvæmt kjarasamningi þá væru öll sátt.

Sama hvort það væru verndaðir vinnustaðir eða almennur vinnumarkaður.

Eins er ég heppinn að fá að starfa hjá sérfréttum

Höfundur er ZebitZ stjórnarmaður átaks og fréttamaður sèrfrètta.




Skoðun

Sjá meira


×