Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir og Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifa 31. mars 2025 08:31 „Af hverju eru ekki endurtektarpróf í sálfræði og lyfjafræði?” Sem oddviti Röskvu á heilbrigðisvísindasviði er þetta spurning sem ég fæ aftur og aftur. Endurtektarpróf eru í raun mikilvægur björgunarhringur fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. Próftímabil háskólans á það sameiginlegt með hinu íslenska sumri að vera allt of stutt. Á tæpum tveimur vikum þurfa stúdentar að taka lokapróf í allt að sex áföngum. Það er því ljóst að lokaprófin eru gríðarlegur álagspunktur á námsleið stúdenta. Fall á lokaprófi innan sálfræðideildar getur haft mikil áhrif á námsframvindu nemenda þar sem eina úrræðið er að endurtaka áfangann ári seinna, eitthvað sem seinkar útskrift a.m.k. um eitt ár. Endurtektarpróf eru til staðar í flestum deildum háskólans, bæði á heilbrigðisvísindasviði ásamt hinum fræðasviðunum. Það er kominn tími til að jafnræði gildi þvert yfir háskólann. Nemar í sálfræði eiga rétt á endurtektarprófum. Tækifæri til breytinga Rauði þráðurinn í starfi Röskvu hefur ávallt verið að tryggja jafnrétti allra til náms og tryggja jafnræði meðal deilda. Þar á meðal að tryggja öllum aðgengi að endurtektarprófum. Á stúdentaráðsfundi 5. mars 2024 lagði stúdentaráðsliði Rösvku fram tillögu um að taka undir ályktun um endurtektarpróf á heilbrigðisvísindi. Ári seinna, með Röskvu í minnihluta, hefur ekkert breyst. Ljóst er að það þarf öflugan málsvara í stúdentráði til þess að ná fram breytingum. Röskva er sá málsvari. Dæmi um afrek Röskvu í þessum málum er endurtektarpróf á félagsvísindasviði. Árið 2021 var lögð fram tillaga þess efnis að Stúdentaráð og fulltrúar stúdenta í háskólaráði myndi beita sér fyrir því að endurtektarpróf haustannar yrðu haldin í janúar í stað maí. Þetta tókst og undanfarin ár hafa endurtektarpróf verið haldin í janúar. Þessari baráttu þarf að halda áfram. Nýlega voru rektorskjör við háskólann og í því liggur tækifæri. Tækifæri sem við ætlum að nýta. Við í Röskvu höfum þegar átt samtöl við Silju Báru og hún hefur lýst sig reiðubúna til þess hefja samræður um endurtektarpróf við sálfræði- og lyfjafræðideild. Þetta yrði gífurlega mikilvægt skref í átt að jafnræði í háskólanum og er eitt af helstu málefnum Röskvu á heilbrigðisvísindasviði. Jafnræði meðal deilda Það er óásættanlegt að aðeins ákveðnar deildir við Háskóla Íslands hafi aðgang að endurtektarprófum. Röskva vill tryggja jafnræði meðal nemenda, óháð því hvaða deild þeir tilheyra. Þegar Röskva hefur haft meirihluta innan heilbrigðisvísindasviðs hefur hreyfingin náð raunverulegum árangri – við börðumst fyrir stærri Hámu á Læknagarði, við þrýstum á að Háskóli Ísland myndi hætta að tanngreina hælisleitendur, tryggðum hinseginfræðslu þvert á deildir og komum sjálfsala fyrir í Stapa. Nú er komið að því að tryggja endurtektarpróf í sálfræði- og lyfjafræðideild. Grunnstoðir að þessu verkefni hafa nú þegar verið lagðar með samtali okkar við rektorsframbjóðendur og nú þurfum við að halda áfram á þessari vegferð í gegnum stúdentaráð og sviðsráð Háskóla Íslands. Röskva vinnur þrautalaust að hagsmunum stúdenta. Andleg heilsa stúdenta Einnig lagði ég fram tillögu með forseta Röskvu, Mathiasi Braga, um að greiða aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. Á meðan Röskva var í meirihluta störfuðu fjórir sálfræðingar við nemendaþjónustuna – nú eru þeir aðeins 1,5 stöðugildi. Markmið okkar er að tryggja að 1 sálfræðingur sé til staðar fyrir hverja 1000 nemendur, eða 15 alls. Við náðum einnig í gegn á starfsárinu að SHÍ framkvæmi stöðumat á líðan nemenda á þriggja ára fresti til að afla áreiðanlegra gagna til að þrýsta á stjórnvöld um aukið fjármagn. Núverandi meirihluti stúdentaráðs samþykkti tillögurnar okkar. Jafnt verkefnaálag Nú á önninni mættu sálfræðinemar á 2. ári þéttu prófa- og verkefnaálagi þar sem kennararnir virðast ekki hafa átt í neinum samtölum sín á milli áður en kennsluáætlun var birt. Þetta er ekki einsdæmi, og því lagði ég fram tillögu um að SHÍ ætti að beita sér fyrir betra skipulagi innan deilda. Samræmi þarf að vera í prófa- og verkefnaáætlunum, og kennarar innan deilda skulu hafa samráð til að koma í veg fyrir ójafnt skipulag sem bitnar á námsárangri og samkeppnishæfni nemenda. Hvað gerum við næst? Röskva mun áfram beita sér fyrir því að endurtektarpróf verði í boði fyrir alla nemendur HÍ. Við munum sérstaklega beita okkur fyrir 80% þaki á lokapróf á heilbrigðisvísindasviði og fá betri úrlausn fyrir bílastæðavandann. Baráttan fyrir jöfnuði í menntakerfinu heldur áfram – og við höfum sýnt það í verki að við þrýstum með árangursríkum hætti! Tryggjum öfluga forystu sem tekur hlutverki SHÍ alvarlega. Kjósum Röskvu á Uglunni 2-3. apríl fyrir raunverulegt þrýstiafl sem tryggir stúdentum betri kjör. Höfundar eru oddviti og varamaður á framboðslista Röskvu fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands á Heilbrigðisvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
„Af hverju eru ekki endurtektarpróf í sálfræði og lyfjafræði?” Sem oddviti Röskvu á heilbrigðisvísindasviði er þetta spurning sem ég fæ aftur og aftur. Endurtektarpróf eru í raun mikilvægur björgunarhringur fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. Próftímabil háskólans á það sameiginlegt með hinu íslenska sumri að vera allt of stutt. Á tæpum tveimur vikum þurfa stúdentar að taka lokapróf í allt að sex áföngum. Það er því ljóst að lokaprófin eru gríðarlegur álagspunktur á námsleið stúdenta. Fall á lokaprófi innan sálfræðideildar getur haft mikil áhrif á námsframvindu nemenda þar sem eina úrræðið er að endurtaka áfangann ári seinna, eitthvað sem seinkar útskrift a.m.k. um eitt ár. Endurtektarpróf eru til staðar í flestum deildum háskólans, bæði á heilbrigðisvísindasviði ásamt hinum fræðasviðunum. Það er kominn tími til að jafnræði gildi þvert yfir háskólann. Nemar í sálfræði eiga rétt á endurtektarprófum. Tækifæri til breytinga Rauði þráðurinn í starfi Röskvu hefur ávallt verið að tryggja jafnrétti allra til náms og tryggja jafnræði meðal deilda. Þar á meðal að tryggja öllum aðgengi að endurtektarprófum. Á stúdentaráðsfundi 5. mars 2024 lagði stúdentaráðsliði Rösvku fram tillögu um að taka undir ályktun um endurtektarpróf á heilbrigðisvísindi. Ári seinna, með Röskvu í minnihluta, hefur ekkert breyst. Ljóst er að það þarf öflugan málsvara í stúdentráði til þess að ná fram breytingum. Röskva er sá málsvari. Dæmi um afrek Röskvu í þessum málum er endurtektarpróf á félagsvísindasviði. Árið 2021 var lögð fram tillaga þess efnis að Stúdentaráð og fulltrúar stúdenta í háskólaráði myndi beita sér fyrir því að endurtektarpróf haustannar yrðu haldin í janúar í stað maí. Þetta tókst og undanfarin ár hafa endurtektarpróf verið haldin í janúar. Þessari baráttu þarf að halda áfram. Nýlega voru rektorskjör við háskólann og í því liggur tækifæri. Tækifæri sem við ætlum að nýta. Við í Röskvu höfum þegar átt samtöl við Silju Báru og hún hefur lýst sig reiðubúna til þess hefja samræður um endurtektarpróf við sálfræði- og lyfjafræðideild. Þetta yrði gífurlega mikilvægt skref í átt að jafnræði í háskólanum og er eitt af helstu málefnum Röskvu á heilbrigðisvísindasviði. Jafnræði meðal deilda Það er óásættanlegt að aðeins ákveðnar deildir við Háskóla Íslands hafi aðgang að endurtektarprófum. Röskva vill tryggja jafnræði meðal nemenda, óháð því hvaða deild þeir tilheyra. Þegar Röskva hefur haft meirihluta innan heilbrigðisvísindasviðs hefur hreyfingin náð raunverulegum árangri – við börðumst fyrir stærri Hámu á Læknagarði, við þrýstum á að Háskóli Ísland myndi hætta að tanngreina hælisleitendur, tryggðum hinseginfræðslu þvert á deildir og komum sjálfsala fyrir í Stapa. Nú er komið að því að tryggja endurtektarpróf í sálfræði- og lyfjafræðideild. Grunnstoðir að þessu verkefni hafa nú þegar verið lagðar með samtali okkar við rektorsframbjóðendur og nú þurfum við að halda áfram á þessari vegferð í gegnum stúdentaráð og sviðsráð Háskóla Íslands. Röskva vinnur þrautalaust að hagsmunum stúdenta. Andleg heilsa stúdenta Einnig lagði ég fram tillögu með forseta Röskvu, Mathiasi Braga, um að greiða aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. Á meðan Röskva var í meirihluta störfuðu fjórir sálfræðingar við nemendaþjónustuna – nú eru þeir aðeins 1,5 stöðugildi. Markmið okkar er að tryggja að 1 sálfræðingur sé til staðar fyrir hverja 1000 nemendur, eða 15 alls. Við náðum einnig í gegn á starfsárinu að SHÍ framkvæmi stöðumat á líðan nemenda á þriggja ára fresti til að afla áreiðanlegra gagna til að þrýsta á stjórnvöld um aukið fjármagn. Núverandi meirihluti stúdentaráðs samþykkti tillögurnar okkar. Jafnt verkefnaálag Nú á önninni mættu sálfræðinemar á 2. ári þéttu prófa- og verkefnaálagi þar sem kennararnir virðast ekki hafa átt í neinum samtölum sín á milli áður en kennsluáætlun var birt. Þetta er ekki einsdæmi, og því lagði ég fram tillögu um að SHÍ ætti að beita sér fyrir betra skipulagi innan deilda. Samræmi þarf að vera í prófa- og verkefnaáætlunum, og kennarar innan deilda skulu hafa samráð til að koma í veg fyrir ójafnt skipulag sem bitnar á námsárangri og samkeppnishæfni nemenda. Hvað gerum við næst? Röskva mun áfram beita sér fyrir því að endurtektarpróf verði í boði fyrir alla nemendur HÍ. Við munum sérstaklega beita okkur fyrir 80% þaki á lokapróf á heilbrigðisvísindasviði og fá betri úrlausn fyrir bílastæðavandann. Baráttan fyrir jöfnuði í menntakerfinu heldur áfram – og við höfum sýnt það í verki að við þrýstum með árangursríkum hætti! Tryggjum öfluga forystu sem tekur hlutverki SHÍ alvarlega. Kjósum Röskvu á Uglunni 2-3. apríl fyrir raunverulegt þrýstiafl sem tryggir stúdentum betri kjör. Höfundar eru oddviti og varamaður á framboðslista Röskvu fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands á Heilbrigðisvísindasviði.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun