Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar 31. mars 2025 11:31 Kvikmyndagerð á Íslandi er ekki aðeins listform, heldur öflugur drifkraftur sem mótar og styrkir sjálfsmynd okkar sem þjóðar hér heima og erlendis á sama tíma og hún skapar umtalsverð efnahagsleg verðmæti fyrir þjóðarbúið. Ekkert verður til í tómarúmi Undraverður árangur hefur náðst í kvikmyndagerð á Íslandi á liðnum árum svo eftir er tekið. Endurspeglast þetta meðal annars í þeim fjölda tilnefninga til verðlauna sem íslenskar kvikmyndir hafa fengið um heim allan sem og þeim fjölda erlendu verkefna sem tekin hafa verið upp hér á landi við góðan orðstír. Slíkur árangur verður ekki til í tómarúmi, að baki honum liggur mikil vinna fagfólks í kvikmyndagerð hér á landi, sem reiðir sig meðal annars á stoðkerfi framleiðslu hér á landi hvort sem um er að ræða Kvikmyndasjóð eða endurgreiðslukerfið. Hörð alþjóðleg samkeppni Hörð alþjóðleg samkeppni ríkir milli landa um að laða að stór kvikmyndaverkefni sem rata í bíósali og á sjónvarpsskjái heimila um víða veröld. Þannig hafa yfir 100 lönd og fylki sett á laggirnar endurgreiðslukerfi í kvikmyndagerð til að auka samkeppnishæfni eigin kvikmyndaiðnaðar, skapa virðisaukandi og hugverkadrifin störf og styrkja ímynd viðkomandi svæða. Oft er Nýja Sjáland nefnt í þessu samhengi í kjölfar þessi að kvikmyndirnar um Hringadróttinssögu og Hobbitann voru teknar upp þar í landi. Ákveðin straumhvörf urðu í samkeppnishæfni kvikmyndagerðar á Íslandi þegar endurgreiðsluhlutfallið var hækkað í 35% fyrir verkefni af ákveðinni stærð. Sem dæmi um hversu kvikur hinn alþjóðlegi kvikmyndabransi er má nefna að daginn eftir að breytingin var samþykkt stórjókst fjöldi innsendra erinda til framleiðslufyrirtækja hér á landi um mögulegt samstarf. Hverju hefur kvikmyndaiðnaðurinn skilað fyrir Ísland? Í úttekt á endurgreiðslukerfinu í kvikmyndagerð sem breska ráðgjafafyrirtækið Olsberg SPI vann fyrir stjórnvöld kom fram að fyrir hverja krónu sem fór í gegnum endurgreiðslukerfið á úttektartímabilinu (2019-2022) var ávinningurinn fyrir íslenskt efnahagslíf 6,8 krónur miðað við bein, óbein og afleidd áhrif. Þannig áætlaði Olsberg að endurgreiðsluhæf framleiðsluverkefni í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð hafi varið á bilinu 9,7–28,9 milljörðum króna á Íslandi á hverju ári. 86% útgjaldanna hefðu ekki átt sér stað á Íslandi ef ekkert endurgreiðslukerfi væri fyrir hendi. Efnahagsleg umsvif kvikmyndaiðnaðarins á tímabili úttektarinnar voru 238 milljarðar króna og heildaratvinnutekjur hér á landi voru 48,9 milljarðar króna. Alls störfuðu 4.200 manns í beinum, óbeinum og afleiddum stöfum hérlendis við endurgreiðsluhæf kvikmyndaverkefni árið 2022, allt frá leikurum, förðunarfræðingum, búningahönnuðum og tæknifólki á öllum aldri, til þyrluflugmanna og bílstjóra. True Detective: Dæmi um áhrif víða um land Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective er stærsta erlenda fjárfesting í menningu hér á landi enda nam hún 11,5 milljarði króna og vann framleiðslufyrirtækið Truenorth verkefnið alfarið hér á Íslandi fyrir sjónvarpsstöðina HBO Max. Tökur á þáttaröðinni fóru fram víða um landið með tilheyrandi umsvifum. Um það bil 65% af kostnaði verkefnisins féll til á höfuðborgarsvæðinu eða tæpur 7,5 milljarður. Um 15% af kostnaði verkefnisins féll til á Reykjanesi eða rúmur 1,7 milljaður króna og svipuð upphæð féll til á Norðurlandi eystra. Á Suðurlandi féll til 5% af kostnaði verkefnisins eða tæpar 600 m.kr. Fjölbreytt þjónusta naut raunverulega góðs af Við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni var keypt þjónusta af 925 fyrirtækjum um allt land. Beinar launa- og verktakagreiðslur greiddar til einstaklinga sem unnu við verkefnið voru rúmur 4,6 milljarðar eða 40% af heildarkostnaði verkefnisins. Greiðslur til fyrirtækja sem þjónusta kvikmyndagerð á Íslandi, svo sem stúdió, tækja-, leikmyndaog aðstöðuleigur námu rúmum 3,4 milljörðum eða tæpum 30% af heildarkostnaði verkefnisins og greiðslur til ferðaþjónustufyrirtækja voru rúmar 2 milljarðar króna eða um 17,4 % af verkefninu. Tækifæri og tengslanet Til viðbótar skapa verkefni líkt og þetta einnig verðmæta þekkingu, tengslanet og tækifæri sem erfitt er að setja verðmiða á. Sýnilegasta dæmi er sennilega sá fjöldi íslenskra leikara sem hefur fengið hlutverk í stórum erlendum kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum. Þá hefur kvikmyndagerð orðið að heilsársatvinnugrein, sem er stór breyting til batnaðar. Þá eru ótalin þau jákvæðu áhrif og tækifæri sem verkefni sem þessi hafa á ímynd Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Íslenskir hagsmunir í húfi Nýverið voru kynntar tillögur starfshóps um hagræðingu í ríkisrekstri þar sem ein tillagan snéri að endurskoðun á endurgreiðslukerfinu með þeim orðum að „Endurgreiðslur vegna framleiðslu kvikmynda verða skv. áætlun 2,5 ma.kr. næstu árin. Þar sem ekki er hámark á greiðslunum geta þær orðið mun hærri, eins og 2024 þegar þær voru yfir 5 ma.kr. Tilefni er til að setja skýrari mörk á endurgreiðslur.“ Þá var einnig vitnað í mögulegar útfærslur á slíku með orðunum „Afnema skilyrði fyrir 35% endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Halda hlutfallinu í 25% eða jafnvel lækka það….“ Það er enginn vafi í mínum huga að samkeppnishæfni Íslands í kvikmyndagerð myndi skaðast verulega gengju hugmyndir sem þessar eftir. Möguleikar okkar á að ná í stór erlend verkefni, líkt og verðlaunaseríuna True Detective, yrðu að engu. Endurgreiðslur ríkisins myndu vissulega minnka, en það yrði á kostnað íslenskra hagsmuna og tækifæra. Hvatning til stjórnvalda Ég get upplýst hér að á vettvangi Truenorth hefur verið unnið að undirbúningi sjónvarpsþátta um Sturlungaöld, en fyrirtækið keypti réttinn af skáldsögum Einars Kárasonar með það fyrir augum að koma þessum íslenska menningararfi á sjónvarpsheimskortið í samvinnu við stóra erlenda aðila með tökum hér á landi. Lykilforsenda á þeirri vegferð er hins vegar að Ísland verði áfram samkeppnishæft. Ég vil því hvetja stjórnvöld áfram til góðra verka, og til þess að standa með og styðja við kvikmyndagerð á Íslandi, hvort sem um ræðir Kvikmyndasjóð eða endurgreiðslukerfið í kvikmyndagerð, til dæmis með 35% fyrir öll verkefni. Það er til mikils að vinna, ekki bara fyrir íslenska menningu og tungu, heldur einnig þjóðarbúið. Höfundur er framkvæmdarstjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Truenorth. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Kvikmyndagerð á Íslandi er ekki aðeins listform, heldur öflugur drifkraftur sem mótar og styrkir sjálfsmynd okkar sem þjóðar hér heima og erlendis á sama tíma og hún skapar umtalsverð efnahagsleg verðmæti fyrir þjóðarbúið. Ekkert verður til í tómarúmi Undraverður árangur hefur náðst í kvikmyndagerð á Íslandi á liðnum árum svo eftir er tekið. Endurspeglast þetta meðal annars í þeim fjölda tilnefninga til verðlauna sem íslenskar kvikmyndir hafa fengið um heim allan sem og þeim fjölda erlendu verkefna sem tekin hafa verið upp hér á landi við góðan orðstír. Slíkur árangur verður ekki til í tómarúmi, að baki honum liggur mikil vinna fagfólks í kvikmyndagerð hér á landi, sem reiðir sig meðal annars á stoðkerfi framleiðslu hér á landi hvort sem um er að ræða Kvikmyndasjóð eða endurgreiðslukerfið. Hörð alþjóðleg samkeppni Hörð alþjóðleg samkeppni ríkir milli landa um að laða að stór kvikmyndaverkefni sem rata í bíósali og á sjónvarpsskjái heimila um víða veröld. Þannig hafa yfir 100 lönd og fylki sett á laggirnar endurgreiðslukerfi í kvikmyndagerð til að auka samkeppnishæfni eigin kvikmyndaiðnaðar, skapa virðisaukandi og hugverkadrifin störf og styrkja ímynd viðkomandi svæða. Oft er Nýja Sjáland nefnt í þessu samhengi í kjölfar þessi að kvikmyndirnar um Hringadróttinssögu og Hobbitann voru teknar upp þar í landi. Ákveðin straumhvörf urðu í samkeppnishæfni kvikmyndagerðar á Íslandi þegar endurgreiðsluhlutfallið var hækkað í 35% fyrir verkefni af ákveðinni stærð. Sem dæmi um hversu kvikur hinn alþjóðlegi kvikmyndabransi er má nefna að daginn eftir að breytingin var samþykkt stórjókst fjöldi innsendra erinda til framleiðslufyrirtækja hér á landi um mögulegt samstarf. Hverju hefur kvikmyndaiðnaðurinn skilað fyrir Ísland? Í úttekt á endurgreiðslukerfinu í kvikmyndagerð sem breska ráðgjafafyrirtækið Olsberg SPI vann fyrir stjórnvöld kom fram að fyrir hverja krónu sem fór í gegnum endurgreiðslukerfið á úttektartímabilinu (2019-2022) var ávinningurinn fyrir íslenskt efnahagslíf 6,8 krónur miðað við bein, óbein og afleidd áhrif. Þannig áætlaði Olsberg að endurgreiðsluhæf framleiðsluverkefni í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð hafi varið á bilinu 9,7–28,9 milljörðum króna á Íslandi á hverju ári. 86% útgjaldanna hefðu ekki átt sér stað á Íslandi ef ekkert endurgreiðslukerfi væri fyrir hendi. Efnahagsleg umsvif kvikmyndaiðnaðarins á tímabili úttektarinnar voru 238 milljarðar króna og heildaratvinnutekjur hér á landi voru 48,9 milljarðar króna. Alls störfuðu 4.200 manns í beinum, óbeinum og afleiddum stöfum hérlendis við endurgreiðsluhæf kvikmyndaverkefni árið 2022, allt frá leikurum, förðunarfræðingum, búningahönnuðum og tæknifólki á öllum aldri, til þyrluflugmanna og bílstjóra. True Detective: Dæmi um áhrif víða um land Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective er stærsta erlenda fjárfesting í menningu hér á landi enda nam hún 11,5 milljarði króna og vann framleiðslufyrirtækið Truenorth verkefnið alfarið hér á Íslandi fyrir sjónvarpsstöðina HBO Max. Tökur á þáttaröðinni fóru fram víða um landið með tilheyrandi umsvifum. Um það bil 65% af kostnaði verkefnisins féll til á höfuðborgarsvæðinu eða tæpur 7,5 milljarður. Um 15% af kostnaði verkefnisins féll til á Reykjanesi eða rúmur 1,7 milljaður króna og svipuð upphæð féll til á Norðurlandi eystra. Á Suðurlandi féll til 5% af kostnaði verkefnisins eða tæpar 600 m.kr. Fjölbreytt þjónusta naut raunverulega góðs af Við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni var keypt þjónusta af 925 fyrirtækjum um allt land. Beinar launa- og verktakagreiðslur greiddar til einstaklinga sem unnu við verkefnið voru rúmur 4,6 milljarðar eða 40% af heildarkostnaði verkefnisins. Greiðslur til fyrirtækja sem þjónusta kvikmyndagerð á Íslandi, svo sem stúdió, tækja-, leikmyndaog aðstöðuleigur námu rúmum 3,4 milljörðum eða tæpum 30% af heildarkostnaði verkefnisins og greiðslur til ferðaþjónustufyrirtækja voru rúmar 2 milljarðar króna eða um 17,4 % af verkefninu. Tækifæri og tengslanet Til viðbótar skapa verkefni líkt og þetta einnig verðmæta þekkingu, tengslanet og tækifæri sem erfitt er að setja verðmiða á. Sýnilegasta dæmi er sennilega sá fjöldi íslenskra leikara sem hefur fengið hlutverk í stórum erlendum kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum. Þá hefur kvikmyndagerð orðið að heilsársatvinnugrein, sem er stór breyting til batnaðar. Þá eru ótalin þau jákvæðu áhrif og tækifæri sem verkefni sem þessi hafa á ímynd Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Íslenskir hagsmunir í húfi Nýverið voru kynntar tillögur starfshóps um hagræðingu í ríkisrekstri þar sem ein tillagan snéri að endurskoðun á endurgreiðslukerfinu með þeim orðum að „Endurgreiðslur vegna framleiðslu kvikmynda verða skv. áætlun 2,5 ma.kr. næstu árin. Þar sem ekki er hámark á greiðslunum geta þær orðið mun hærri, eins og 2024 þegar þær voru yfir 5 ma.kr. Tilefni er til að setja skýrari mörk á endurgreiðslur.“ Þá var einnig vitnað í mögulegar útfærslur á slíku með orðunum „Afnema skilyrði fyrir 35% endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Halda hlutfallinu í 25% eða jafnvel lækka það….“ Það er enginn vafi í mínum huga að samkeppnishæfni Íslands í kvikmyndagerð myndi skaðast verulega gengju hugmyndir sem þessar eftir. Möguleikar okkar á að ná í stór erlend verkefni, líkt og verðlaunaseríuna True Detective, yrðu að engu. Endurgreiðslur ríkisins myndu vissulega minnka, en það yrði á kostnað íslenskra hagsmuna og tækifæra. Hvatning til stjórnvalda Ég get upplýst hér að á vettvangi Truenorth hefur verið unnið að undirbúningi sjónvarpsþátta um Sturlungaöld, en fyrirtækið keypti réttinn af skáldsögum Einars Kárasonar með það fyrir augum að koma þessum íslenska menningararfi á sjónvarpsheimskortið í samvinnu við stóra erlenda aðila með tökum hér á landi. Lykilforsenda á þeirri vegferð er hins vegar að Ísland verði áfram samkeppnishæft. Ég vil því hvetja stjórnvöld áfram til góðra verka, og til þess að standa með og styðja við kvikmyndagerð á Íslandi, hvort sem um ræðir Kvikmyndasjóð eða endurgreiðslukerfið í kvikmyndagerð, til dæmis með 35% fyrir öll verkefni. Það er til mikils að vinna, ekki bara fyrir íslenska menningu og tungu, heldur einnig þjóðarbúið. Höfundur er framkvæmdarstjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Truenorth.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun