„Frábært að stela heimavellinum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2025 22:05 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Jón Gautur Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat leyft sér að brosa í leikslok eftir að hans konur tryggðu sér fimm stiga sigur í framlengdum leik gegn deildarmeisturum Hauka í fyrstu umferð átta liða úrslita Íslandsmóts kvenna í körfubolta í kvöld. „Í fljótu bragði fannst mér þetta spilast ágætlega fyrir okkur. Við vinnum þetta, en ég er eldri en tvívetra í þessu og ég veit að það að komast í 1-0 er ekki neitt,“ sagði Þorleifur í leikslok. „Það er frábært að stela heimavellinum, og við þurftum að gera það. Þetta var frábær karakter enn og aftur í mínum stelpum. Þær gáfust aldrei upp og héldu áfram. Það var smá panikk í fjórða leikhluta, en við náðum að róa þetta niður og setja fín skot.“ „En við þurfum að fara yfir mjög mikið því Haukarnir voru kannski ekki upp á sitt besta í dag. Þær voru ekki að setja skotin sín og þær munu ekki eiga annan svona leik. Við tökum sigrinum, en ég þarf að halda mínum stelpum á tánum og passa að þær fari ekki of hátt og við mætum klárar í leik númer tvö.“ Hann segir að nú sé mikilvægt fyrir liðið að halda ró sinni. „Við megum ekki panikka. Ég lagði upp með ákveðna hluti sem mér fannst við ekki gera vel. En ef við náum að taka meira frá þeim þá held ég að við náum meiri stjórn á leiknum.“ „Svo veit maður aldrei. Haukar eru með ógeðslega gott lið og það er erfitt að vinna þær. Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu, en ég sé bara mikilvæga hlutinn í þessu sem er að við þurfum að halda okkur á tánum og vera tilbúnar í leik númer tvö.“ Þrátt fyrir gleði Grindvíkinga í leikslok lenti liðið í áfalli snemma leiks. Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði liðsins, meiddist að því er virtist illa í 1. leikhluta og var borin af velli. „Eina sem sjúkraþjálfarinn sagði var að hann hélt að þetta væri mjög slæmt. En það þarf ekkert endilega að vera. Ég held að hún sé bara komin upp á slysó og við bíðum frétta af henni. Vonandi fyrir hana þá er þetta ekki alvarlegt, en þetta leit alls ekki vel út.“ Bæði lið misstu leikmenn af velli í kvöld, en auk Huldu virtist Daisha Bradford leika á annarri löppinni í lokaleikhlutanum og framlengingunni. Þá misstu Haukar Diamond Battles meidda af velli og þær Þóra Kristín Jónsdóttir og Tinna Guðrún Alexandersdóttir voru komnar með fimm villur á lokamínútunum. „Það er náttúrlega það leiðinlegasta við íþróttir þegar leikmenn eru að detta út. Maður vill bara að öll liðin séu fullmönnum og allt á fullu. Að bæði liðin geti bara komið með það sem þau hafa fram að færa. En þetta er bara körfubolti, þetta eru íþróttir, fólk meiðist og ef Hulda er meidd þá þurfum við bara að taka á því. Ég vona svo innilega ekki því hún hefur verið að standa sig vel. Þetta sökkar bara feitt,“ sagði Þorleifur að lokum. Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Haukar Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira
„Í fljótu bragði fannst mér þetta spilast ágætlega fyrir okkur. Við vinnum þetta, en ég er eldri en tvívetra í þessu og ég veit að það að komast í 1-0 er ekki neitt,“ sagði Þorleifur í leikslok. „Það er frábært að stela heimavellinum, og við þurftum að gera það. Þetta var frábær karakter enn og aftur í mínum stelpum. Þær gáfust aldrei upp og héldu áfram. Það var smá panikk í fjórða leikhluta, en við náðum að róa þetta niður og setja fín skot.“ „En við þurfum að fara yfir mjög mikið því Haukarnir voru kannski ekki upp á sitt besta í dag. Þær voru ekki að setja skotin sín og þær munu ekki eiga annan svona leik. Við tökum sigrinum, en ég þarf að halda mínum stelpum á tánum og passa að þær fari ekki of hátt og við mætum klárar í leik númer tvö.“ Hann segir að nú sé mikilvægt fyrir liðið að halda ró sinni. „Við megum ekki panikka. Ég lagði upp með ákveðna hluti sem mér fannst við ekki gera vel. En ef við náum að taka meira frá þeim þá held ég að við náum meiri stjórn á leiknum.“ „Svo veit maður aldrei. Haukar eru með ógeðslega gott lið og það er erfitt að vinna þær. Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu, en ég sé bara mikilvæga hlutinn í þessu sem er að við þurfum að halda okkur á tánum og vera tilbúnar í leik númer tvö.“ Þrátt fyrir gleði Grindvíkinga í leikslok lenti liðið í áfalli snemma leiks. Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði liðsins, meiddist að því er virtist illa í 1. leikhluta og var borin af velli. „Eina sem sjúkraþjálfarinn sagði var að hann hélt að þetta væri mjög slæmt. En það þarf ekkert endilega að vera. Ég held að hún sé bara komin upp á slysó og við bíðum frétta af henni. Vonandi fyrir hana þá er þetta ekki alvarlegt, en þetta leit alls ekki vel út.“ Bæði lið misstu leikmenn af velli í kvöld, en auk Huldu virtist Daisha Bradford leika á annarri löppinni í lokaleikhlutanum og framlengingunni. Þá misstu Haukar Diamond Battles meidda af velli og þær Þóra Kristín Jónsdóttir og Tinna Guðrún Alexandersdóttir voru komnar með fimm villur á lokamínútunum. „Það er náttúrlega það leiðinlegasta við íþróttir þegar leikmenn eru að detta út. Maður vill bara að öll liðin séu fullmönnum og allt á fullu. Að bæði liðin geti bara komið með það sem þau hafa fram að færa. En þetta er bara körfubolti, þetta eru íþróttir, fólk meiðist og ef Hulda er meidd þá þurfum við bara að taka á því. Ég vona svo innilega ekki því hún hefur verið að standa sig vel. Þetta sökkar bara feitt,“ sagði Þorleifur að lokum.
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Haukar Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira