Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar 1. apríl 2025 11:45 Eitt af því jákvæðasta sem kom út úr alþingiskosningunum 30. nóvember 2024 var að píratar féllu allir sem einn af þingi. Að fenginni þriggja ára reynslu í borgarstjórn myndi ég ekki sýta þau úrslit borgarstjórnarkosninga í maí 2026 að píratar þurrkist út. Þetta er ekkert beint gegn einstaka persónum sem starfa innan ranna pírata enda er það svo að það er gott fólk í öllum flokkum. Rót vandans felst í efnislegri nálgun pírata – forðast það að axla ábyrgð og halda á sífelldu klifi sínu um að Sjálfstæðisflokkurinn sé vont stjórnmálaafl. Ástæða er til að minna á að Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem á stærstan þátt í að mynda það farsæla samfélag sem Ísland er – mælt á nánast alla alþjóðlega mælikvarða sem hægt er að nota. Áhugamanneskjan um spillingarvarnir Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti pírata í borgarstjórn. Sem oddviti „og áhugamanneskja um lýðræðislega ferla og spillingarvarnir“ ritaði Dóra Björt grein á visir.is fyrr í dag sem fjallaði um viss lögfræðileg álitamál í borgarstjórn Reykjavíkur, nánar tiltekið, hvort Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins væri vegna stöðu sinnar sem formaður íþróttafélags óheimilt, vegna vanhæfis, taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Píratinn fer mikinn í grein sinn en núna hefur legið fyrir í meira en tvö ár álit tveggja lögfræðinga hjá Reykjavíkurborg að viðkomandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sé almennt vanhæfur (neikvætt hæfi) til að taka sæti í fagráði sem varðar íþróttamál. Um niðurstöðu þessa álits er efnislegur ágreiningur á meðal sérfræðinga. Kjarni málsins – réttlát málsmeðferð Að áliti margra er sérstakt að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn, sem jafnvel er kosinn vegna sérþekkingar sinnar og reynslu af tilteknum málaflokki, sé bannað að taka sæti í fagráði þar sem þekking viðkomandi getur komið að góðu haldi. Borgarfulltrúinn Björn Gíslason er þolgóður maður en meðal annars vegna hvatninga víða að, þótti rétt að útkljá þennan réttarágreining með formlegum hætti, það er, að borgarstjórn taki afstöðu í málinu. Það er nefnilega hluti af réttlátri málsmeðferð að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn geti borið ákvarðanir sveitarfélags, um réttindi sín og skyldur, undir æðra stjórnvald, sem í þessu tilviki er innviðaráðuneytið. Samkvæmt lögum er útilokað að bera slík mál fyrir innviðaráðuneytið nema að fyrir liggi stjórnvaldsákvörðun af hálfu sveitarfélagsins. Sem sagt, lögfræðiálit, unnið af embættismönnum, kveður ekki á um réttindi og skyldur kjörins fulltrúa í sveitarstjórn. Í stað þess að víkja að þessu kjarnaatriði, pissaði píratinn í skóinn sinn með því að úttala sig um efnisatriði málsins og slengja því mati fram að „[það] er vont og óábyrgt að Sjálfstæðisflokkurinn sé viljugur til að taka slíka áhættu með lögmæti ákvarðana ráðsins“. Ég endurtek hins vegar, aðalatriðið er einfalt, það verður að fá úr því skorið fyrir æðra setta stjórnvaldi hvort það sé rétt að formaður íþróttafélags, sem sinnir því starfi í tómstundum sínum, sé fyrir fram útilokaður frá því að taka sæti í fagráði sveitarstjórnar sem fjallar um íþróttamál. Sé það raunin, þá ætti það að hafa verulegt fordæmisgildi fyrir sveitarstjórnir um allt land. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því jákvæðasta sem kom út úr alþingiskosningunum 30. nóvember 2024 var að píratar féllu allir sem einn af þingi. Að fenginni þriggja ára reynslu í borgarstjórn myndi ég ekki sýta þau úrslit borgarstjórnarkosninga í maí 2026 að píratar þurrkist út. Þetta er ekkert beint gegn einstaka persónum sem starfa innan ranna pírata enda er það svo að það er gott fólk í öllum flokkum. Rót vandans felst í efnislegri nálgun pírata – forðast það að axla ábyrgð og halda á sífelldu klifi sínu um að Sjálfstæðisflokkurinn sé vont stjórnmálaafl. Ástæða er til að minna á að Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem á stærstan þátt í að mynda það farsæla samfélag sem Ísland er – mælt á nánast alla alþjóðlega mælikvarða sem hægt er að nota. Áhugamanneskjan um spillingarvarnir Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti pírata í borgarstjórn. Sem oddviti „og áhugamanneskja um lýðræðislega ferla og spillingarvarnir“ ritaði Dóra Björt grein á visir.is fyrr í dag sem fjallaði um viss lögfræðileg álitamál í borgarstjórn Reykjavíkur, nánar tiltekið, hvort Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins væri vegna stöðu sinnar sem formaður íþróttafélags óheimilt, vegna vanhæfis, taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Píratinn fer mikinn í grein sinn en núna hefur legið fyrir í meira en tvö ár álit tveggja lögfræðinga hjá Reykjavíkurborg að viðkomandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sé almennt vanhæfur (neikvætt hæfi) til að taka sæti í fagráði sem varðar íþróttamál. Um niðurstöðu þessa álits er efnislegur ágreiningur á meðal sérfræðinga. Kjarni málsins – réttlát málsmeðferð Að áliti margra er sérstakt að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn, sem jafnvel er kosinn vegna sérþekkingar sinnar og reynslu af tilteknum málaflokki, sé bannað að taka sæti í fagráði þar sem þekking viðkomandi getur komið að góðu haldi. Borgarfulltrúinn Björn Gíslason er þolgóður maður en meðal annars vegna hvatninga víða að, þótti rétt að útkljá þennan réttarágreining með formlegum hætti, það er, að borgarstjórn taki afstöðu í málinu. Það er nefnilega hluti af réttlátri málsmeðferð að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn geti borið ákvarðanir sveitarfélags, um réttindi sín og skyldur, undir æðra stjórnvald, sem í þessu tilviki er innviðaráðuneytið. Samkvæmt lögum er útilokað að bera slík mál fyrir innviðaráðuneytið nema að fyrir liggi stjórnvaldsákvörðun af hálfu sveitarfélagsins. Sem sagt, lögfræðiálit, unnið af embættismönnum, kveður ekki á um réttindi og skyldur kjörins fulltrúa í sveitarstjórn. Í stað þess að víkja að þessu kjarnaatriði, pissaði píratinn í skóinn sinn með því að úttala sig um efnisatriði málsins og slengja því mati fram að „[það] er vont og óábyrgt að Sjálfstæðisflokkurinn sé viljugur til að taka slíka áhættu með lögmæti ákvarðana ráðsins“. Ég endurtek hins vegar, aðalatriðið er einfalt, það verður að fá úr því skorið fyrir æðra setta stjórnvaldi hvort það sé rétt að formaður íþróttafélags, sem sinnir því starfi í tómstundum sínum, sé fyrir fram útilokaður frá því að taka sæti í fagráði sveitarstjórnar sem fjallar um íþróttamál. Sé það raunin, þá ætti það að hafa verulegt fordæmisgildi fyrir sveitarstjórnir um allt land. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun