„Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2025 12:41 Kristín Jónsdóttir er hópstjóri náttúruvárhóps Veðurstofu Íslands. Vísir/Einar Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem hófst í morgun hafa komið upp á ákaflega óheppilegum stað. Aftur á móti sé heppilegt að kvikan hafi dreift sér um langa sprungu og því sé gosið rólegt. Kristín ræddi stöðu mála í aukafréttatíma í hádeginu á Stöð 2. Hún segir að fyrirvari gossins hafi verið talsverður og beðið hafi verið eftir því lengi. „Við höfum séð rúmmálið í Svartsengi fara upp fyrir þennan þröskuld þannig að það hefur allt verið orðið frekar stíflað. Það var kominn mikill þrýstingur í kerfið og á sama tíma sáum við að það var mjög hæg þennsla. Það var eins og það væri verið að blása mjög hægt í blöðru og hún sprakk í morgun, getum við sagt.“ Kvikuhlaupið hafi hafist um klukkan 6:30 í morgun og rúmum þremur klukkutímum síðar hafi eldgosið hafist. Veðurstofan hafi séð í hvað stefndi með miklum fyrirvara, enda hafi það sést á öllum mælum. Jarðskjálftamælar, þrýstingsmælar í borholum, ljósleiðari í Grindavík og GPS-mælar hafi allir sýnt merki um yfirvofandi kvikuhlaup. Ekki óskastaða „Það var mikil kvika sem safnast fyrir og til marks um það að þá sáum við hvernig skjálftavirknin í rauninni færðist frá þessum stað, þar sem kvikuhlaupin hefjast yfirleitt, við Sundhnúk sjálfan, til suðurs og norðurs. Allur þessi kvikugangur sem myndaðist 10. nóvember, hann virkjaðist í morgun. Það er líklega til marks um það að kvika hefur streymt eftir alveg tólf kílómetra langri sprungu,“ segir Kristín. Vegna þessa sé gosið ekki sérlega kraftmikið og það séu góðu fréttirnar, að kvikan hafi dreifst um alla sprunguna. Sprungan teygir enn úr sér.Vísir/RAX „En vondu fréttirnar eru þær að þessi staður er ákaflega óheppilegur og þessi sprunga var í upphafi 300 metrar, svo 500 metrar, 700 metrar. Hún potar sér í gegnum varnargarðinn klukkan 10 í morgun og það eru auðvitað mjög slæmar fréttir. Svo opnast þarna líklega gjávella eða framhald sprungunnar, það getur verið smá erfitt að greina þetta. Það vellur sem sagt upp úr á öðrum stað innan varnargarðanna. Þetta er auðvitað ekki óskastaða.“ Ómögulegt að segja til um framhaldið Loks segir Kristín erfitt að segja til um það hvort eða hvenær hraunið nær inn í Grindavíkurbæ. Upphaflega hraunrennslismælingar hafi bent til þess að hraunið rynni fram um 250 metra á hálftíma en svo hafi dregið úr því. „Ég held að það sé ákaflega erfitt að segja akkúrat í þessum töluðu orðum hvernig nákvæmlega framvindan verður.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni þegar bærinn var rýmdur vegna yfirvofandi eldgoss í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að maður hafi verið handtekinn fyrir að hafa „hagað sér óæskilega“. 1. apríl 2025 11:41 Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Slökkviliðsstjórinn í Grindavík segir að eldgosið sem hófst í morgun ógni bænum en að öllum brögðum verði beitt til þess að stýra hraunrennsli og lágmarka tjón ef það nær þangað. Gosið sé enn í upphafsfasa sínum og óljóst sé hvernig það þróast. 1. apríl 2025 12:25 Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Kristín ræddi stöðu mála í aukafréttatíma í hádeginu á Stöð 2. Hún segir að fyrirvari gossins hafi verið talsverður og beðið hafi verið eftir því lengi. „Við höfum séð rúmmálið í Svartsengi fara upp fyrir þennan þröskuld þannig að það hefur allt verið orðið frekar stíflað. Það var kominn mikill þrýstingur í kerfið og á sama tíma sáum við að það var mjög hæg þennsla. Það var eins og það væri verið að blása mjög hægt í blöðru og hún sprakk í morgun, getum við sagt.“ Kvikuhlaupið hafi hafist um klukkan 6:30 í morgun og rúmum þremur klukkutímum síðar hafi eldgosið hafist. Veðurstofan hafi séð í hvað stefndi með miklum fyrirvara, enda hafi það sést á öllum mælum. Jarðskjálftamælar, þrýstingsmælar í borholum, ljósleiðari í Grindavík og GPS-mælar hafi allir sýnt merki um yfirvofandi kvikuhlaup. Ekki óskastaða „Það var mikil kvika sem safnast fyrir og til marks um það að þá sáum við hvernig skjálftavirknin í rauninni færðist frá þessum stað, þar sem kvikuhlaupin hefjast yfirleitt, við Sundhnúk sjálfan, til suðurs og norðurs. Allur þessi kvikugangur sem myndaðist 10. nóvember, hann virkjaðist í morgun. Það er líklega til marks um það að kvika hefur streymt eftir alveg tólf kílómetra langri sprungu,“ segir Kristín. Vegna þessa sé gosið ekki sérlega kraftmikið og það séu góðu fréttirnar, að kvikan hafi dreifst um alla sprunguna. Sprungan teygir enn úr sér.Vísir/RAX „En vondu fréttirnar eru þær að þessi staður er ákaflega óheppilegur og þessi sprunga var í upphafi 300 metrar, svo 500 metrar, 700 metrar. Hún potar sér í gegnum varnargarðinn klukkan 10 í morgun og það eru auðvitað mjög slæmar fréttir. Svo opnast þarna líklega gjávella eða framhald sprungunnar, það getur verið smá erfitt að greina þetta. Það vellur sem sagt upp úr á öðrum stað innan varnargarðanna. Þetta er auðvitað ekki óskastaða.“ Ómögulegt að segja til um framhaldið Loks segir Kristín erfitt að segja til um það hvort eða hvenær hraunið nær inn í Grindavíkurbæ. Upphaflega hraunrennslismælingar hafi bent til þess að hraunið rynni fram um 250 metra á hálftíma en svo hafi dregið úr því. „Ég held að það sé ákaflega erfitt að segja akkúrat í þessum töluðu orðum hvernig nákvæmlega framvindan verður.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni þegar bærinn var rýmdur vegna yfirvofandi eldgoss í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að maður hafi verið handtekinn fyrir að hafa „hagað sér óæskilega“. 1. apríl 2025 11:41 Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Slökkviliðsstjórinn í Grindavík segir að eldgosið sem hófst í morgun ógni bænum en að öllum brögðum verði beitt til þess að stýra hraunrennsli og lágmarka tjón ef það nær þangað. Gosið sé enn í upphafsfasa sínum og óljóst sé hvernig það þróast. 1. apríl 2025 12:25 Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni þegar bærinn var rýmdur vegna yfirvofandi eldgoss í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að maður hafi verið handtekinn fyrir að hafa „hagað sér óæskilega“. 1. apríl 2025 11:41
Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Slökkviliðsstjórinn í Grindavík segir að eldgosið sem hófst í morgun ógni bænum en að öllum brögðum verði beitt til þess að stýra hraunrennsli og lágmarka tjón ef það nær þangað. Gosið sé enn í upphafsfasa sínum og óljóst sé hvernig það þróast. 1. apríl 2025 12:25
Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03