Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2025 14:54 Kristólína og Guðmundur segjast vilja vera látin í friði. Vísir/Sigurjón Hjón sem búa í Grindavík tóku fréttum af yfirvofandi eldgosi af mesta jafnaðargeði í morgun. Þau klæddu sig, borðuðu morgunmat og gáfu dýrunum að borða. Þau telja enga hættu á ferð heima hjá sér og neituðu að rýma bæinn í morgun þegar viðbragðsaðilar gáfu skipanir um slíkt. Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður okkar sem er staðsettur í Grindavík, náði tali af þeim Guðmundi Sigurðssyni og Kristólínu Þorláksdóttur, sem neituðu að yfirgefa bæinn þegar björgunarsveitir rýmdu þar í morgun. Þau búa í suðvesturhluta Grindavíkur og segja enga hættu á að eldgos hafi áhrif á heimili þeirra og vilja vera látin í friði þegar gýs. Nú eru þau þó heima hjá dóttur sinni utan Grindavíkur. Hafa meiri áhyggjur af sjónum en eldfjallinu Guðmundur og Kristólína segjast hafa talsvert meiri áhyggjur af sjávarflóðum en eldgosum þar sem þau búa. Til að mynda hafa sjávarstaðan verið skelfileg í gær og í fyrradag. Þá segist Kristólína öllu vön hvað sprungur varðar. „Ég er fædd og uppalin þarna og þekki þetta allt saman. Þarna hafa alla tíð verið sprungur og þarna hefur alltaf pompað niður á túnin hjá okkur. Við vissum alltaf af þessu, við pössuðum okkur og ég held að Grindvíkingar viti nákvæmlega hvað þeir eru að gera.“ „Við viljum bara vera heima“ Hjónin segja mikil læti hafa verið síðast þegar bærinn var rýmdur, þá hafi lögregla rekið þau að heiman en í dag hafi slökkviliðsmaður mætt. „Við sögðum náttúrulega eins og var, við færum bara strax og við værum búin að okkar verkum og fórum hingað til dóttur okkar en við viljum bara vera heima. Það er best að vera þar.“ Ætlar að verja ævikvöldinu í Grindavík Hjónin segja engan „í þeirra liði“ vera hræddan við að dveljast heima hjá þeim, ekki einu sinni barnabörnin. Þannig að þið eru ekkert á leiðinni neitt í bráð? „Ekki nema það komi flóð,“ segir Guðmundur. „Ég ætla að eyða mínum síðustu ævidögum í Grindavík,“ segir Kristólína. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem hófst í morgun hafa komið upp á ákaflega óheppilegum stað. Aftur á móti sé heppilegt að kvikan hafi dreift sér um langa sprungu og því sé gosið rólegt. 1. apríl 2025 12:41 Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Neyðarstig vegna eldgoss sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni um klukkan tuttugu mínútur í tíu í morgun. Gossprungan virðist nú hægt og rólega vera að stækka bæði til norðurs og suðurs og sprungan teygir sig jafnt og þétt nær Grindavíkurbæ. „Það er staðan. Hún virðist vera að stækka smátt og smátt í báðar áttir og það er bara núverandi staða,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri hjá almannavörnum. 1. apríl 2025 11:11 Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður okkar sem er staðsettur í Grindavík, náði tali af þeim Guðmundi Sigurðssyni og Kristólínu Þorláksdóttur, sem neituðu að yfirgefa bæinn þegar björgunarsveitir rýmdu þar í morgun. Þau búa í suðvesturhluta Grindavíkur og segja enga hættu á að eldgos hafi áhrif á heimili þeirra og vilja vera látin í friði þegar gýs. Nú eru þau þó heima hjá dóttur sinni utan Grindavíkur. Hafa meiri áhyggjur af sjónum en eldfjallinu Guðmundur og Kristólína segjast hafa talsvert meiri áhyggjur af sjávarflóðum en eldgosum þar sem þau búa. Til að mynda hafa sjávarstaðan verið skelfileg í gær og í fyrradag. Þá segist Kristólína öllu vön hvað sprungur varðar. „Ég er fædd og uppalin þarna og þekki þetta allt saman. Þarna hafa alla tíð verið sprungur og þarna hefur alltaf pompað niður á túnin hjá okkur. Við vissum alltaf af þessu, við pössuðum okkur og ég held að Grindvíkingar viti nákvæmlega hvað þeir eru að gera.“ „Við viljum bara vera heima“ Hjónin segja mikil læti hafa verið síðast þegar bærinn var rýmdur, þá hafi lögregla rekið þau að heiman en í dag hafi slökkviliðsmaður mætt. „Við sögðum náttúrulega eins og var, við færum bara strax og við værum búin að okkar verkum og fórum hingað til dóttur okkar en við viljum bara vera heima. Það er best að vera þar.“ Ætlar að verja ævikvöldinu í Grindavík Hjónin segja engan „í þeirra liði“ vera hræddan við að dveljast heima hjá þeim, ekki einu sinni barnabörnin. Þannig að þið eru ekkert á leiðinni neitt í bráð? „Ekki nema það komi flóð,“ segir Guðmundur. „Ég ætla að eyða mínum síðustu ævidögum í Grindavík,“ segir Kristólína.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem hófst í morgun hafa komið upp á ákaflega óheppilegum stað. Aftur á móti sé heppilegt að kvikan hafi dreift sér um langa sprungu og því sé gosið rólegt. 1. apríl 2025 12:41 Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Neyðarstig vegna eldgoss sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni um klukkan tuttugu mínútur í tíu í morgun. Gossprungan virðist nú hægt og rólega vera að stækka bæði til norðurs og suðurs og sprungan teygir sig jafnt og þétt nær Grindavíkurbæ. „Það er staðan. Hún virðist vera að stækka smátt og smátt í báðar áttir og það er bara núverandi staða,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri hjá almannavörnum. 1. apríl 2025 11:11 Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
„Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem hófst í morgun hafa komið upp á ákaflega óheppilegum stað. Aftur á móti sé heppilegt að kvikan hafi dreift sér um langa sprungu og því sé gosið rólegt. 1. apríl 2025 12:41
Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Neyðarstig vegna eldgoss sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni um klukkan tuttugu mínútur í tíu í morgun. Gossprungan virðist nú hægt og rólega vera að stækka bæði til norðurs og suðurs og sprungan teygir sig jafnt og þétt nær Grindavíkurbæ. „Það er staðan. Hún virðist vera að stækka smátt og smátt í báðar áttir og það er bara núverandi staða,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri hjá almannavörnum. 1. apríl 2025 11:11
Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent