Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. apríl 2025 12:11 Benedikt Ófeigsson fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. vísir Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands segir kvikuganginn, sem myndaðist í gosinu á Reykjanesskaga í gær, ná frá Vogum að Grindavík. Mögulegt sé að kvika komi upp norðarlega í kvikuganginum nærri Reykjanesbraut þó það teljist ólíklegt. Ekki hefur verið sjáanleg virkni á gossprungunni norðan við Grindavík frá því í eftirmiðdag í gær. Upp úr klukkan 21 í gærkvöldi fór að draga úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga, og hefur almannavarnastig verið fært af neyðarstigi niður á hættustig. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, telur líklegt að Grindavík verði opnuð á nýjan leik í dag. Heitavatnslögn fór í sundur í bænum í gær en það sé enn of snemmt sé að segja til um hvort frekari skemmdir hafi orðið. „Það voru hreyfingar þarna í austurhluta bæjarins og akkúrat núna er verið að fara yfir bæinn með tilliti til öryggis.“ Ennþá virkni á svæðinu Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir kvikuganginn sem myndaðist í gær sá lengsti síðan að eldsumbrot hófust á svæðinu árið 2021. Gangurinn nái frá Grindavík og norður að Vogum. Ekki sé hægt að útiloka að kvika komi upp í norðurenda kvikugangsins. „Það er nú ólíklegt að hún komi öll upp. Það er möguleiki að það opnist, það er enn þá virkni þarna en eftir því sem tíminn líður minnka þær líkur. Kvikan sem hefur farið inn í ganginn er líklegast mest öll að fara storkna.“ Ekki bráð hætta á ferð Mikið þurfi að koma til svo að það fari að gjósa frá norðurenda gangsins á næstu klukkutímum eða dögum áður en kvikan storknar. „Við erum með kviku á ferðinni og þá er möguleiki að hún komi upp í eldgosi. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því. Ef það kemur upp þarna fyrir norðan þá eru svo sem engir innviðir í bráðri hættu, það tekur alveg tíma ef eitthvað kemur upp þar.“ Mesta jarðskjálftavirknin var í norðurenda kvikugangsins en þó nokkur gliðnun varð í gær. Í dag verði kortlagt hvaða sprunguhreyfingar urðu á svæðinu. „Það var gliðnun í Grindavík, ekki mikil. Miðað við það sem gerðist í janúar og nóvember allavega. Einhverjir tugir sentímetra þar sem það varð mest. Síðan á eftir að mæla hvað hefur opnast. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Ekki hefur verið sjáanleg virkni á gossprungunni norðan við Grindavík frá því í eftirmiðdag í gær. Upp úr klukkan 21 í gærkvöldi fór að draga úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga, og hefur almannavarnastig verið fært af neyðarstigi niður á hættustig. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, telur líklegt að Grindavík verði opnuð á nýjan leik í dag. Heitavatnslögn fór í sundur í bænum í gær en það sé enn of snemmt sé að segja til um hvort frekari skemmdir hafi orðið. „Það voru hreyfingar þarna í austurhluta bæjarins og akkúrat núna er verið að fara yfir bæinn með tilliti til öryggis.“ Ennþá virkni á svæðinu Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir kvikuganginn sem myndaðist í gær sá lengsti síðan að eldsumbrot hófust á svæðinu árið 2021. Gangurinn nái frá Grindavík og norður að Vogum. Ekki sé hægt að útiloka að kvika komi upp í norðurenda kvikugangsins. „Það er nú ólíklegt að hún komi öll upp. Það er möguleiki að það opnist, það er enn þá virkni þarna en eftir því sem tíminn líður minnka þær líkur. Kvikan sem hefur farið inn í ganginn er líklegast mest öll að fara storkna.“ Ekki bráð hætta á ferð Mikið þurfi að koma til svo að það fari að gjósa frá norðurenda gangsins á næstu klukkutímum eða dögum áður en kvikan storknar. „Við erum með kviku á ferðinni og þá er möguleiki að hún komi upp í eldgosi. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því. Ef það kemur upp þarna fyrir norðan þá eru svo sem engir innviðir í bráðri hættu, það tekur alveg tíma ef eitthvað kemur upp þar.“ Mesta jarðskjálftavirknin var í norðurenda kvikugangsins en þó nokkur gliðnun varð í gær. Í dag verði kortlagt hvaða sprunguhreyfingar urðu á svæðinu. „Það var gliðnun í Grindavík, ekki mikil. Miðað við það sem gerðist í janúar og nóvember allavega. Einhverjir tugir sentímetra þar sem það varð mest. Síðan á eftir að mæla hvað hefur opnast.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira