Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2025 23:31 Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingfundur stóð fram til 23:51 í kvöld og er það annan daginn í röð sem fundur teygir sig yfir á tólfta tímann. Þingmenn ræddu í annað sinn fram um frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til breytingar á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun. Var um að ræða framhald af fyrstu umræðu um sama mál sem var frestað þegar þingfundi var slitið klukkan 23:57 í gær. Hún hafði þá staðið yfir í rúmlega tvær og hálfa klukkustund. Stóð umræða um frumvarpið yfir í annað eins á nýafstöðnum þingfundi. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar gaf í skyn að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafi reynt að standa í vegi fyrir því að frumvarp ríkisstjórnarinnar væri afgreitt út úr þinginu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust illa við þeim ummælum. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að einfalda regluverk, auka skilvirkni og skýra betur ferli rammaáætlunar sem fjallar um vernd og orkunýtingulandsvæða. Barist á hæl og hnakka „Ég fór nú á nokkra framboðsfundi síðustu fyrir síðustu alþingiskosningar og þá var oftar en ekki einmitt fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem héldu því fram að það væri Vinstri græn sem hefðu verið að tefja raforkumálin í ríkisstjórn og hér í þingsal,“ sagði Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í ræðustól í kvöld og hélt svo áfram. „En svona mín fyrstu kynni af umfjöllun um rammaáætlun er einfaldlega þessi: Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem berst á hæl og hnakka gegn því að við náum að afgreiða rammaáætlun út úr þinginu. Fyrst voru það sex klukkustunda umræða um plasttappa, svo eru það fimm til sex klukkustunda umræða um Menntasjóð námsmanna sem alls ekki snerist um Menntasjóð námsmanna og hér erum við annað kvöldið í röð langt fram á nótt að fjalla um málið þrátt fyrir að í orði er eins og allir séu sammála um málið. En hér koma þingmenn stjórnarandstöðunnar úr Framsóknarflokki, úr Sjálfstæðisflokki sem hafa á tyllidögum haldið því fram að þeir vilji aukna skilvirkni, aukna raforkuöflun í landinu en berjast á hæl og hnakka gegn því,“ sagði Guðmundur en andsvarinu var beint að Stefán Vagni Stefánssyni, varaformanni þingflokks Framsóknar. Stefán Vagn Stefánsson er þingmaður Framsóknar.Stöð 2/Einar Stefán Vagn tók ekki vel í þessi ummæli fulltrúa Samfylkingarinnar. „Hef ég verið í þessari ræðu að berjast gegn þessu frumvarpi? Ég er hér að tala í minni fyrstu ræðu í þessu máli, þessu mikilvæga máli, og sér þingmaðurinn eitthvað að því að ég sem kjörinn fulltrúi á þingi eins og hann geti staðið í þessu púlti og tjáð mig um þau mál sem eru í gangi í þinginu? Er það orðið óeðlilegt? Finnst háttvirtum þingmanni það óeðlilegt að ég komi hér í púlt og ræði um þau mál sem ríkisstjórnin hans leggur hér fyrir? Er það þannig?” sagði Stefán Vagn og hækkaði róminn. „Er það málþóf að ég taki hér til máls einu sinni í þessari umræðu? Það get ég ekki séð og ef það er þannig þá hefur hann einhverja aðra túlkun á málþófi heldur en ég,” svaraði Stefán Vagn og yfirgaf ræðustól. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók í svipaðan streng. „Við erum hér þingmenn að ræða þessi mál sem eru einhver mikilvægustu mál sem okkar samfélag stendur frammi fyrir í dag og menn eru hér enn í fyrstu ræðu og það er verið að væna menn um málþóf og talað um að hér sé verið að tala langt fram á nætur þegar klukkan er rúmlega tíu að kvöldi og háttvirtur þingmaður stóð fyrir því í dag og óska eftir lengri þingfundi fram eftir kvöldi til að væri hægt að ræða málin betur. Við erum bara að fylgja því eftir sem okkar vilji er í þeim efnum,“ sagði Jón. Hafi ekkert minnst á málþóf Guðmundur vildi þrátt fyrir þetta ekki kannast við að hafa sakað þingmenn stjórnarandstöðunnar um málþóf. „Það er vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir. Kannski bara að draga það sérstaklega fram að það hefur enginn notað orðið málþóf hér í ræðustól nema þeir sjálfir. Ég veit ekki hvort þeir séu svona spenntir fyrir því að þeir eru strax farnir að rífa það spil fram, en það eru þeirra orð,“ sagði Guðmundur í ræðustól Alþingis í kvöld. Eftir það hélt umræðan áfram og ræddu Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, áðurnefndur Jón Gunnarsson og Karl Gauti Hjaltason, varaformaður þingflokks Miðflokksins, til að mynda um verðleika kjarnorku sem raforkukosts á Íslandi. Klukkan 23:50 lauk umræðu svo loks um málið og var samþykkt að frumvarpið færi áfram í aðra umræðu á þinginu og til umhverfis- og samgöngunefndar. Var þingfundi slitið klukkan 23:51. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um lok þingfundar. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Alþingi Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Var um að ræða framhald af fyrstu umræðu um sama mál sem var frestað þegar þingfundi var slitið klukkan 23:57 í gær. Hún hafði þá staðið yfir í rúmlega tvær og hálfa klukkustund. Stóð umræða um frumvarpið yfir í annað eins á nýafstöðnum þingfundi. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar gaf í skyn að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafi reynt að standa í vegi fyrir því að frumvarp ríkisstjórnarinnar væri afgreitt út úr þinginu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust illa við þeim ummælum. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að einfalda regluverk, auka skilvirkni og skýra betur ferli rammaáætlunar sem fjallar um vernd og orkunýtingulandsvæða. Barist á hæl og hnakka „Ég fór nú á nokkra framboðsfundi síðustu fyrir síðustu alþingiskosningar og þá var oftar en ekki einmitt fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem héldu því fram að það væri Vinstri græn sem hefðu verið að tefja raforkumálin í ríkisstjórn og hér í þingsal,“ sagði Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í ræðustól í kvöld og hélt svo áfram. „En svona mín fyrstu kynni af umfjöllun um rammaáætlun er einfaldlega þessi: Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem berst á hæl og hnakka gegn því að við náum að afgreiða rammaáætlun út úr þinginu. Fyrst voru það sex klukkustunda umræða um plasttappa, svo eru það fimm til sex klukkustunda umræða um Menntasjóð námsmanna sem alls ekki snerist um Menntasjóð námsmanna og hér erum við annað kvöldið í röð langt fram á nótt að fjalla um málið þrátt fyrir að í orði er eins og allir séu sammála um málið. En hér koma þingmenn stjórnarandstöðunnar úr Framsóknarflokki, úr Sjálfstæðisflokki sem hafa á tyllidögum haldið því fram að þeir vilji aukna skilvirkni, aukna raforkuöflun í landinu en berjast á hæl og hnakka gegn því,“ sagði Guðmundur en andsvarinu var beint að Stefán Vagni Stefánssyni, varaformanni þingflokks Framsóknar. Stefán Vagn Stefánsson er þingmaður Framsóknar.Stöð 2/Einar Stefán Vagn tók ekki vel í þessi ummæli fulltrúa Samfylkingarinnar. „Hef ég verið í þessari ræðu að berjast gegn þessu frumvarpi? Ég er hér að tala í minni fyrstu ræðu í þessu máli, þessu mikilvæga máli, og sér þingmaðurinn eitthvað að því að ég sem kjörinn fulltrúi á þingi eins og hann geti staðið í þessu púlti og tjáð mig um þau mál sem eru í gangi í þinginu? Er það orðið óeðlilegt? Finnst háttvirtum þingmanni það óeðlilegt að ég komi hér í púlt og ræði um þau mál sem ríkisstjórnin hans leggur hér fyrir? Er það þannig?” sagði Stefán Vagn og hækkaði róminn. „Er það málþóf að ég taki hér til máls einu sinni í þessari umræðu? Það get ég ekki séð og ef það er þannig þá hefur hann einhverja aðra túlkun á málþófi heldur en ég,” svaraði Stefán Vagn og yfirgaf ræðustól. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók í svipaðan streng. „Við erum hér þingmenn að ræða þessi mál sem eru einhver mikilvægustu mál sem okkar samfélag stendur frammi fyrir í dag og menn eru hér enn í fyrstu ræðu og það er verið að væna menn um málþóf og talað um að hér sé verið að tala langt fram á nætur þegar klukkan er rúmlega tíu að kvöldi og háttvirtur þingmaður stóð fyrir því í dag og óska eftir lengri þingfundi fram eftir kvöldi til að væri hægt að ræða málin betur. Við erum bara að fylgja því eftir sem okkar vilji er í þeim efnum,“ sagði Jón. Hafi ekkert minnst á málþóf Guðmundur vildi þrátt fyrir þetta ekki kannast við að hafa sakað þingmenn stjórnarandstöðunnar um málþóf. „Það er vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir. Kannski bara að draga það sérstaklega fram að það hefur enginn notað orðið málþóf hér í ræðustól nema þeir sjálfir. Ég veit ekki hvort þeir séu svona spenntir fyrir því að þeir eru strax farnir að rífa það spil fram, en það eru þeirra orð,“ sagði Guðmundur í ræðustól Alþingis í kvöld. Eftir það hélt umræðan áfram og ræddu Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, áðurnefndur Jón Gunnarsson og Karl Gauti Hjaltason, varaformaður þingflokks Miðflokksins, til að mynda um verðleika kjarnorku sem raforkukosts á Íslandi. Klukkan 23:50 lauk umræðu svo loks um málið og var samþykkt að frumvarpið færi áfram í aðra umræðu á þinginu og til umhverfis- og samgöngunefndar. Var þingfundi slitið klukkan 23:51. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um lok þingfundar.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Alþingi Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira