Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar 4. apríl 2025 08:03 Kostir Sé horft er til kosta og ókosta sameiningu sveitarfélaganna má færa rök fyrir því að kostir sameiningar séu ótvíræðir. Samstarf sveitarfélaganna gæti verið mun betra á mörgum sviðum, lítið samstarf er í dag á milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar þegar kemur að rekstri og þjónustu fyrir utan nokkra málaflokka sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um, m.a. reksturs Sorpu og Strætó, heilbrigðiseftirlit og heimahjúkrun sem eru sameiginlega rekin af Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Sameiginlegt sveitarfélag Garðabæjar og Hafnarfjarðar með um 54000 íbúa yrði með betur í stakk búið til að auka þjónustu við íbúa og fyrirtæki. Umhverfis- og skipulagsmál færu á eina hendi, og sama væri upp á teningnum með aðra mikilvæga málaflokka líkt og fræðslu- og félagsmál. Hægt væri að fara í mikla uppbyggingu íbúða á miðsvæði sameiginlegs sveitarfélags með öflugum almenningssamgöngum og samnýtingu innviða, eitthvað sem við öll viljum sjá, og myndi slíkt vafalaust skila mikilli hagræðingu og sparnaði fyrir skattgreiðendur. Ávinningurinn og sparnaðurinn í rekstri yrði mikill. Ókostir Erfitt er að finna ókosti sameiningar Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Nefna má að með sameiningu mun verða einn bæjarstjóri, vafalaust ókostur fyrir þau sem sækjast eftir bæjarstjórastólunum, einnig verður ein bæjarstjórn, eitt ráð og ein nefnd í hverjum málaflokki sem er ókostur fyrir þau sem ætla sér að sækjast eftir áhrifum í öðru hvoru sveitarfélaginu. Með sameiningu sameinast öll stjórnsýslan á einum stað sem leiðir til þess að einhverjir í stjórnendastöðum missa stöðu sína. Skynsemi Sveitarstjórnarmenn koma og fara. Sumir stoppa stutt en aðrir lengur og því eiga skammtíma- og eiginhagsmunir ættu ekki að ráða för umfram hagsmuni íbúa. Sveitarstjórnarmenn í Garðabæ og Hafnarfirði ættu að taka skynsama ákvörðun og setja málið í hendur íbúa með kosningu um sameiningu Garðabæjar og Hafnarfjarðar í tengslum við næstu sveitarstjórnarkosningar, þannig virkar lýðræðið. Í þessu samhengi bendi ég á grein mína á visir.is þann 19. janúar 2024 https://www.visir.is/g/20242517677d/er-skynsamlegt-ad-sameina-hafnarfjord-og-gardabae- Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi (D) í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Kostir Sé horft er til kosta og ókosta sameiningu sveitarfélaganna má færa rök fyrir því að kostir sameiningar séu ótvíræðir. Samstarf sveitarfélaganna gæti verið mun betra á mörgum sviðum, lítið samstarf er í dag á milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar þegar kemur að rekstri og þjónustu fyrir utan nokkra málaflokka sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um, m.a. reksturs Sorpu og Strætó, heilbrigðiseftirlit og heimahjúkrun sem eru sameiginlega rekin af Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Sameiginlegt sveitarfélag Garðabæjar og Hafnarfjarðar með um 54000 íbúa yrði með betur í stakk búið til að auka þjónustu við íbúa og fyrirtæki. Umhverfis- og skipulagsmál færu á eina hendi, og sama væri upp á teningnum með aðra mikilvæga málaflokka líkt og fræðslu- og félagsmál. Hægt væri að fara í mikla uppbyggingu íbúða á miðsvæði sameiginlegs sveitarfélags með öflugum almenningssamgöngum og samnýtingu innviða, eitthvað sem við öll viljum sjá, og myndi slíkt vafalaust skila mikilli hagræðingu og sparnaði fyrir skattgreiðendur. Ávinningurinn og sparnaðurinn í rekstri yrði mikill. Ókostir Erfitt er að finna ókosti sameiningar Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Nefna má að með sameiningu mun verða einn bæjarstjóri, vafalaust ókostur fyrir þau sem sækjast eftir bæjarstjórastólunum, einnig verður ein bæjarstjórn, eitt ráð og ein nefnd í hverjum málaflokki sem er ókostur fyrir þau sem ætla sér að sækjast eftir áhrifum í öðru hvoru sveitarfélaginu. Með sameiningu sameinast öll stjórnsýslan á einum stað sem leiðir til þess að einhverjir í stjórnendastöðum missa stöðu sína. Skynsemi Sveitarstjórnarmenn koma og fara. Sumir stoppa stutt en aðrir lengur og því eiga skammtíma- og eiginhagsmunir ættu ekki að ráða för umfram hagsmuni íbúa. Sveitarstjórnarmenn í Garðabæ og Hafnarfirði ættu að taka skynsama ákvörðun og setja málið í hendur íbúa með kosningu um sameiningu Garðabæjar og Hafnarfjarðar í tengslum við næstu sveitarstjórnarkosningar, þannig virkar lýðræðið. Í þessu samhengi bendi ég á grein mína á visir.is þann 19. janúar 2024 https://www.visir.is/g/20242517677d/er-skynsamlegt-ad-sameina-hafnarfjord-og-gardabae- Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi (D) í Hafnarfirði
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun