Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar 4. apríl 2025 08:03 Kostir Sé horft er til kosta og ókosta sameiningu sveitarfélaganna má færa rök fyrir því að kostir sameiningar séu ótvíræðir. Samstarf sveitarfélaganna gæti verið mun betra á mörgum sviðum, lítið samstarf er í dag á milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar þegar kemur að rekstri og þjónustu fyrir utan nokkra málaflokka sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um, m.a. reksturs Sorpu og Strætó, heilbrigðiseftirlit og heimahjúkrun sem eru sameiginlega rekin af Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Sameiginlegt sveitarfélag Garðabæjar og Hafnarfjarðar með um 54000 íbúa yrði með betur í stakk búið til að auka þjónustu við íbúa og fyrirtæki. Umhverfis- og skipulagsmál færu á eina hendi, og sama væri upp á teningnum með aðra mikilvæga málaflokka líkt og fræðslu- og félagsmál. Hægt væri að fara í mikla uppbyggingu íbúða á miðsvæði sameiginlegs sveitarfélags með öflugum almenningssamgöngum og samnýtingu innviða, eitthvað sem við öll viljum sjá, og myndi slíkt vafalaust skila mikilli hagræðingu og sparnaði fyrir skattgreiðendur. Ávinningurinn og sparnaðurinn í rekstri yrði mikill. Ókostir Erfitt er að finna ókosti sameiningar Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Nefna má að með sameiningu mun verða einn bæjarstjóri, vafalaust ókostur fyrir þau sem sækjast eftir bæjarstjórastólunum, einnig verður ein bæjarstjórn, eitt ráð og ein nefnd í hverjum málaflokki sem er ókostur fyrir þau sem ætla sér að sækjast eftir áhrifum í öðru hvoru sveitarfélaginu. Með sameiningu sameinast öll stjórnsýslan á einum stað sem leiðir til þess að einhverjir í stjórnendastöðum missa stöðu sína. Skynsemi Sveitarstjórnarmenn koma og fara. Sumir stoppa stutt en aðrir lengur og því eiga skammtíma- og eiginhagsmunir ættu ekki að ráða för umfram hagsmuni íbúa. Sveitarstjórnarmenn í Garðabæ og Hafnarfirði ættu að taka skynsama ákvörðun og setja málið í hendur íbúa með kosningu um sameiningu Garðabæjar og Hafnarfjarðar í tengslum við næstu sveitarstjórnarkosningar, þannig virkar lýðræðið. Í þessu samhengi bendi ég á grein mína á visir.is þann 19. janúar 2024 https://www.visir.is/g/20242517677d/er-skynsamlegt-ad-sameina-hafnarfjord-og-gardabae- Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi (D) í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Kostir Sé horft er til kosta og ókosta sameiningu sveitarfélaganna má færa rök fyrir því að kostir sameiningar séu ótvíræðir. Samstarf sveitarfélaganna gæti verið mun betra á mörgum sviðum, lítið samstarf er í dag á milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar þegar kemur að rekstri og þjónustu fyrir utan nokkra málaflokka sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um, m.a. reksturs Sorpu og Strætó, heilbrigðiseftirlit og heimahjúkrun sem eru sameiginlega rekin af Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Sameiginlegt sveitarfélag Garðabæjar og Hafnarfjarðar með um 54000 íbúa yrði með betur í stakk búið til að auka þjónustu við íbúa og fyrirtæki. Umhverfis- og skipulagsmál færu á eina hendi, og sama væri upp á teningnum með aðra mikilvæga málaflokka líkt og fræðslu- og félagsmál. Hægt væri að fara í mikla uppbyggingu íbúða á miðsvæði sameiginlegs sveitarfélags með öflugum almenningssamgöngum og samnýtingu innviða, eitthvað sem við öll viljum sjá, og myndi slíkt vafalaust skila mikilli hagræðingu og sparnaði fyrir skattgreiðendur. Ávinningurinn og sparnaðurinn í rekstri yrði mikill. Ókostir Erfitt er að finna ókosti sameiningar Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Nefna má að með sameiningu mun verða einn bæjarstjóri, vafalaust ókostur fyrir þau sem sækjast eftir bæjarstjórastólunum, einnig verður ein bæjarstjórn, eitt ráð og ein nefnd í hverjum málaflokki sem er ókostur fyrir þau sem ætla sér að sækjast eftir áhrifum í öðru hvoru sveitarfélaginu. Með sameiningu sameinast öll stjórnsýslan á einum stað sem leiðir til þess að einhverjir í stjórnendastöðum missa stöðu sína. Skynsemi Sveitarstjórnarmenn koma og fara. Sumir stoppa stutt en aðrir lengur og því eiga skammtíma- og eiginhagsmunir ættu ekki að ráða för umfram hagsmuni íbúa. Sveitarstjórnarmenn í Garðabæ og Hafnarfirði ættu að taka skynsama ákvörðun og setja málið í hendur íbúa með kosningu um sameiningu Garðabæjar og Hafnarfjarðar í tengslum við næstu sveitarstjórnarkosningar, þannig virkar lýðræðið. Í þessu samhengi bendi ég á grein mína á visir.is þann 19. janúar 2024 https://www.visir.is/g/20242517677d/er-skynsamlegt-ad-sameina-hafnarfjord-og-gardabae- Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi (D) í Hafnarfirði
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar