Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar 4. apríl 2025 08:30 Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um borgarstefnu sem kveður á um að þróa og efla tvö borgarsvæði á Íslandi, höfuðborgina Reykjavík og svæðisborgina Akureyri. Með stefnunni er viðurkennd sérstaða Akureyrar sem þjónustu- og menningarmiðstöðvar og markmiðið meðal annars að jafna dreifingu byggðar í landinu. Borgarstefnan er fagnaðarefni og sú vandaða vinna sem býr að baki. Skynsamlegt er af mörgum ástæðum að byggja upp innviði á fleiri stöðum en suðvesturhorninu og að það sé til annar valkostur við hina sístækkandi höfuðborg. Vonandi fylgja fjármagnaðar aðgerðir í kjölfarið svo að stefnan raungerist og í fyllingu tímans má hugsa sér fleiri svæðisbundnar borgir í öðrum landshlutum. Göfug markmið Stundum er því fleygt í mínum hversdegi norður í landi að það vanti algjörlega byggðastefnu á Íslandi, of margar aðgerðir stjórnvalda miði að því að ýta öllum smám saman til höfuðborgarinnar. Þetta er ekki að öllu leyti rétt. Byggðastefna er sannarlega til, á pappír að minnsta kosti, og birtist m.a. í stefnumótandi byggðaáætlun, hvar umrædd borgarstefna er ein af aðgerðum, og í sóknaráætlunum landshlutanna. Markmiðin eru göfug, einkum að stuðla að blómlegum og sjálfbærum byggðum um allt land og jafna tækifæri fólks til atvinnu og þjónustu óháð búsetu. Gott og vel. Íþyngjandi aðgerðir Veltum þá fyrir okkur hvernig hin raunverulega byggðastefna birtist í framkvæmd um þessar mundir, gagnvart þeim sem lifa og starfa fjarri þeirri þungamiðju sem suðvesturhornið er: -Tvöföldun veiðigjalda -Fyrirhuguð ný sértæk gjöld á ferðaþjónustu -Ný innviðagjöld á skemmtiferðaskip -Nýtt kílómetragjald -Afturköllun lagaheimildar um samruna kjötafurðastöðva Þetta eru bara örfá dæmi. Og nú erum við ekki einu sinni að tala um ónýta vegi, ófullnægjandi vetrarþjónustu, vanfjármagnaða flugvelli, aðgengi að rafmagni, heilbrigðisþjónustu og fleira sem þarf að berjast fyrir. Þetta eru eingöngu nýjar aðgerðir sem bitna illa á sveitarfélögum, fyrirtækjum og fólki sem er að leggja sitt af mörkum við að skapa verðmæti og byggja undir okkar sameiginlegu kerfi. Ekki einu sinni Hríseyingar eru óhultir fyrir íþyngjandi inngripum og þurfa nú að óbreyttu að sætta sig við rúmlega tvöföldun á tilteknum fargjöldum í almenningssamgöngur, ferju sem rekin er af Vegagerðinni, ef þeir vilja komast heim til sín á kvöldin. Allt án nokkurs samráðs eða aðdraganda. Dæmigert að það er svona korter síðan Hrísey var skilgreind brothætt byggð samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun ríkisins. Ein birtingarmynd af mörgum þar sem talin er ástæða til að styðja við búsetu á sama tíma og íbúum er gert erfiðara að búa á staðnum. Fjárfestingar og framtakssemi um allt land Punkturinn er þessi. Skýr framtíðarsýn og opinber stefnumótun skiptir miklu máli, en hinar raunverulegu aðgerðir stjórnvalda á hverjum tíma, regluverk og álögur á fólk og fyrirtæki mega ekki koma í veg fyrir að markmiðin náist. Ég fagna borgarstefnu, byggðastefnu almennt og öðrum áætlunum um uppbyggingu. Hins vegar verður að skapa jarðveg þar sem slíkar stefnur geta þrifist og gert gagn, ramma sem gerir fólki kleift að láta gott af sér leiða í sínu samfélagi og koma hugmyndum í framkvæmd, umhverfi þar sem ríkið byggir upp nauðsynlega innviði, hvetur til fjárfestinga, atvinnusköpunar og styður við framtakssamt fólk en leggur ekki á það sífellt aukna skatta og þyngri reglur. Falleg framtíðarsýn um blómlegar byggðir um allt land verður ekki að veruleika á sama tíma og ráðist er á lykilatvinnugreinar og lagðar eru sífellt meiri byrðar á íbúa á landsbyggðinni. Því miður er það sú uppskrift sem núverandi ríkisstjórn virðist vinna eftir, allt í nafni leiðréttinga, réttlætis og almannahagsmuna. Höfundur er Akureyringur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skipulag Byggðamál Reykjavík Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um borgarstefnu sem kveður á um að þróa og efla tvö borgarsvæði á Íslandi, höfuðborgina Reykjavík og svæðisborgina Akureyri. Með stefnunni er viðurkennd sérstaða Akureyrar sem þjónustu- og menningarmiðstöðvar og markmiðið meðal annars að jafna dreifingu byggðar í landinu. Borgarstefnan er fagnaðarefni og sú vandaða vinna sem býr að baki. Skynsamlegt er af mörgum ástæðum að byggja upp innviði á fleiri stöðum en suðvesturhorninu og að það sé til annar valkostur við hina sístækkandi höfuðborg. Vonandi fylgja fjármagnaðar aðgerðir í kjölfarið svo að stefnan raungerist og í fyllingu tímans má hugsa sér fleiri svæðisbundnar borgir í öðrum landshlutum. Göfug markmið Stundum er því fleygt í mínum hversdegi norður í landi að það vanti algjörlega byggðastefnu á Íslandi, of margar aðgerðir stjórnvalda miði að því að ýta öllum smám saman til höfuðborgarinnar. Þetta er ekki að öllu leyti rétt. Byggðastefna er sannarlega til, á pappír að minnsta kosti, og birtist m.a. í stefnumótandi byggðaáætlun, hvar umrædd borgarstefna er ein af aðgerðum, og í sóknaráætlunum landshlutanna. Markmiðin eru göfug, einkum að stuðla að blómlegum og sjálfbærum byggðum um allt land og jafna tækifæri fólks til atvinnu og þjónustu óháð búsetu. Gott og vel. Íþyngjandi aðgerðir Veltum þá fyrir okkur hvernig hin raunverulega byggðastefna birtist í framkvæmd um þessar mundir, gagnvart þeim sem lifa og starfa fjarri þeirri þungamiðju sem suðvesturhornið er: -Tvöföldun veiðigjalda -Fyrirhuguð ný sértæk gjöld á ferðaþjónustu -Ný innviðagjöld á skemmtiferðaskip -Nýtt kílómetragjald -Afturköllun lagaheimildar um samruna kjötafurðastöðva Þetta eru bara örfá dæmi. Og nú erum við ekki einu sinni að tala um ónýta vegi, ófullnægjandi vetrarþjónustu, vanfjármagnaða flugvelli, aðgengi að rafmagni, heilbrigðisþjónustu og fleira sem þarf að berjast fyrir. Þetta eru eingöngu nýjar aðgerðir sem bitna illa á sveitarfélögum, fyrirtækjum og fólki sem er að leggja sitt af mörkum við að skapa verðmæti og byggja undir okkar sameiginlegu kerfi. Ekki einu sinni Hríseyingar eru óhultir fyrir íþyngjandi inngripum og þurfa nú að óbreyttu að sætta sig við rúmlega tvöföldun á tilteknum fargjöldum í almenningssamgöngur, ferju sem rekin er af Vegagerðinni, ef þeir vilja komast heim til sín á kvöldin. Allt án nokkurs samráðs eða aðdraganda. Dæmigert að það er svona korter síðan Hrísey var skilgreind brothætt byggð samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun ríkisins. Ein birtingarmynd af mörgum þar sem talin er ástæða til að styðja við búsetu á sama tíma og íbúum er gert erfiðara að búa á staðnum. Fjárfestingar og framtakssemi um allt land Punkturinn er þessi. Skýr framtíðarsýn og opinber stefnumótun skiptir miklu máli, en hinar raunverulegu aðgerðir stjórnvalda á hverjum tíma, regluverk og álögur á fólk og fyrirtæki mega ekki koma í veg fyrir að markmiðin náist. Ég fagna borgarstefnu, byggðastefnu almennt og öðrum áætlunum um uppbyggingu. Hins vegar verður að skapa jarðveg þar sem slíkar stefnur geta þrifist og gert gagn, ramma sem gerir fólki kleift að láta gott af sér leiða í sínu samfélagi og koma hugmyndum í framkvæmd, umhverfi þar sem ríkið byggir upp nauðsynlega innviði, hvetur til fjárfestinga, atvinnusköpunar og styður við framtakssamt fólk en leggur ekki á það sífellt aukna skatta og þyngri reglur. Falleg framtíðarsýn um blómlegar byggðir um allt land verður ekki að veruleika á sama tíma og ráðist er á lykilatvinnugreinar og lagðar eru sífellt meiri byrðar á íbúa á landsbyggðinni. Því miður er það sú uppskrift sem núverandi ríkisstjórn virðist vinna eftir, allt í nafni leiðréttinga, réttlætis og almannahagsmuna. Höfundur er Akureyringur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun