Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar 4. apríl 2025 12:32 Laugardaginn 5. apríl fer fram formannskjör í HSÍ. Þessu erindi og eftirfarandi spurningu er beint til frambjóðenda í formannskjörinu: Munt þú beita þér fyrir því að HSÍ segi upp samningi sínum við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd eða endurnýi ekki samninginn þegar hann rennur út? Við sem að baki erindinu stöndum erum stuðningsfólk Íslands í handbolta. Við erum meðal fjölmargra Íslendinga sem finnst óboðlegt að HSÍ sé með samning við ísraelska fyrirtækið Rapyd og að merki þess sé á búningum íslensks handboltafólks. Ísraelska fyrirtækið Rapyd styður ísraelska herinn Ástæðan er sú að forstjóri og aðaleigandi Rapyd hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við árásir Ísraels á Gaza. Fyrirtækið hefur jafnframt unnið með og stutt ísraelska herinn í yfirstandandi aðgerðum og árásum á Gaza. Auk þess hefur aðaleigandi Rapyd, sem jafnframt er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi, sagt mannfallið á Gaza engu máli skipta heldur aðeins það að Ísrael sigri. Með öðrum orðum styður fyrirtækið hernað sem er tilraun til þjóðarmorðs skv. Amnesty International, Human Rights Watch og kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir Alþjóðadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Með samningi við Rapyd leggur HSÍ blessun sína yfir framgöngu fyrirtækisins. Við getum ekki hugsað okkur að handboltalið sem er kennt við Ísland taki þátt í slíku og þar með Íslendingar. Það er ekki eingöngu okkar skoðun heldur vill mikill meirihluti Íslendinga alls ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðlun samkvæmt könnun Maskínu frá því fyrir ári síðan. Þá sögðu tæp 60% að þau væru að sniðganga slík fyrirtæki. Sá hópur hefur örugglega stækkað nú eftir að Ísrael rauf vopnahléið á Gaza og hélt áfram að varpa sprengjum á varnarlaust fólk. HSÍ fórnar trúverðugleika sínum með samningi við Rapyd Í ljósi þessa er það að okkar áliti þjóðarskömm að landslið okkar í handbolta skuli skarta merki Rapyd. HSÍ ætti að sameina okkur að baki sér en ekki starfa með fyrirtæki sem stór hluti þjóðarinnar hefur óbeit á. Nú eru sumir stuðningsmenn landsliðsins farnir að líma yfir merki Rapyd á treyjunum sínum til marks um óánægju sína. Auk þess er óboðlegt að ungu og efnilegu handboltafólki sé boðið upp á að sækja fjármagn í afrekssjóð sem Rapyd fjármagnar. Við viljum minna á að í siðareglum HSÍ stendur að félaginu og aðilum þess sé ekki heimilt „að þiggja gjafir eða hlunnindi sem geta leitt til þess að rýra trúverðugleika, sjálfstæði eða hlutleysi” félagsins. Samstarf HSÍ við Rapyd samræmist engan veginn þessari reglu sem félagið hefur sjálft sett sér. HSÍ er ekki trúverðugt ef það metur orðspor sitt svo lítils að því megi fórna fyrir blóðpeninga Rapyd. Slítið samningnum við Rapyd! Við biðlum til stjórnar HSÍ og frambjóðenda til formanns að rifta samningum við Rapyd hið fyrsta og slíta öllu samstarfi félagsins við fyrirtækið. Við vitum að það er ekki auðvelt verk að fjármagna starf íþróttahreyfingarinnar en það gengur einfaldlega ekki að íslensk handboltalandslið auglýsi fyrirtæki sem styður aðgerðir Ísraelshers gegn hernuminni þjóð Palestínumanna. Nú þegar hafa á fimmta hundrað íslenskra fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka hætt viðskiptum við Rapyd af ofangreindum ástæðum eins og hægt er að sjá á hirdir.is. Það er ekkert því til fyrirstöðu að HSÍ fylgi í þeirra fótspor. Við vonum að verðandi formaður breyti rétt og leiði handboltahreyfingu sem við getum öll stutt með stolti. Höfundar eru eru stuðningsmenn Íslands í handbolta: Anna Hlín Bjarnadóttir Magnea Marinósdóttir Margrét Kristjánsdóttir Mist Rúnarsdóttir Stefán Guðjónsson Una Mathiesen Nikulásdóttir Þórður Sveinsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handbolti Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Laugardaginn 5. apríl fer fram formannskjör í HSÍ. Þessu erindi og eftirfarandi spurningu er beint til frambjóðenda í formannskjörinu: Munt þú beita þér fyrir því að HSÍ segi upp samningi sínum við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd eða endurnýi ekki samninginn þegar hann rennur út? Við sem að baki erindinu stöndum erum stuðningsfólk Íslands í handbolta. Við erum meðal fjölmargra Íslendinga sem finnst óboðlegt að HSÍ sé með samning við ísraelska fyrirtækið Rapyd og að merki þess sé á búningum íslensks handboltafólks. Ísraelska fyrirtækið Rapyd styður ísraelska herinn Ástæðan er sú að forstjóri og aðaleigandi Rapyd hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við árásir Ísraels á Gaza. Fyrirtækið hefur jafnframt unnið með og stutt ísraelska herinn í yfirstandandi aðgerðum og árásum á Gaza. Auk þess hefur aðaleigandi Rapyd, sem jafnframt er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi, sagt mannfallið á Gaza engu máli skipta heldur aðeins það að Ísrael sigri. Með öðrum orðum styður fyrirtækið hernað sem er tilraun til þjóðarmorðs skv. Amnesty International, Human Rights Watch og kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir Alþjóðadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Með samningi við Rapyd leggur HSÍ blessun sína yfir framgöngu fyrirtækisins. Við getum ekki hugsað okkur að handboltalið sem er kennt við Ísland taki þátt í slíku og þar með Íslendingar. Það er ekki eingöngu okkar skoðun heldur vill mikill meirihluti Íslendinga alls ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðlun samkvæmt könnun Maskínu frá því fyrir ári síðan. Þá sögðu tæp 60% að þau væru að sniðganga slík fyrirtæki. Sá hópur hefur örugglega stækkað nú eftir að Ísrael rauf vopnahléið á Gaza og hélt áfram að varpa sprengjum á varnarlaust fólk. HSÍ fórnar trúverðugleika sínum með samningi við Rapyd Í ljósi þessa er það að okkar áliti þjóðarskömm að landslið okkar í handbolta skuli skarta merki Rapyd. HSÍ ætti að sameina okkur að baki sér en ekki starfa með fyrirtæki sem stór hluti þjóðarinnar hefur óbeit á. Nú eru sumir stuðningsmenn landsliðsins farnir að líma yfir merki Rapyd á treyjunum sínum til marks um óánægju sína. Auk þess er óboðlegt að ungu og efnilegu handboltafólki sé boðið upp á að sækja fjármagn í afrekssjóð sem Rapyd fjármagnar. Við viljum minna á að í siðareglum HSÍ stendur að félaginu og aðilum þess sé ekki heimilt „að þiggja gjafir eða hlunnindi sem geta leitt til þess að rýra trúverðugleika, sjálfstæði eða hlutleysi” félagsins. Samstarf HSÍ við Rapyd samræmist engan veginn þessari reglu sem félagið hefur sjálft sett sér. HSÍ er ekki trúverðugt ef það metur orðspor sitt svo lítils að því megi fórna fyrir blóðpeninga Rapyd. Slítið samningnum við Rapyd! Við biðlum til stjórnar HSÍ og frambjóðenda til formanns að rifta samningum við Rapyd hið fyrsta og slíta öllu samstarfi félagsins við fyrirtækið. Við vitum að það er ekki auðvelt verk að fjármagna starf íþróttahreyfingarinnar en það gengur einfaldlega ekki að íslensk handboltalandslið auglýsi fyrirtæki sem styður aðgerðir Ísraelshers gegn hernuminni þjóð Palestínumanna. Nú þegar hafa á fimmta hundrað íslenskra fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka hætt viðskiptum við Rapyd af ofangreindum ástæðum eins og hægt er að sjá á hirdir.is. Það er ekkert því til fyrirstöðu að HSÍ fylgi í þeirra fótspor. Við vonum að verðandi formaður breyti rétt og leiði handboltahreyfingu sem við getum öll stutt með stolti. Höfundar eru eru stuðningsmenn Íslands í handbolta: Anna Hlín Bjarnadóttir Magnea Marinósdóttir Margrét Kristjánsdóttir Mist Rúnarsdóttir Stefán Guðjónsson Una Mathiesen Nikulásdóttir Þórður Sveinsson
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun