„Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. apríl 2025 07:03 Þríeykið Rakel, Auður og Viktoría settu nýverið á laggirnar fjölskyldusýninguna, Hver vill vera prinsessa? í Tjarnarbíói. Aðsend „Það er gaman að segja frá því að við urðum óléttar á svipuðum tíma en okkar listræna samstarf blómstraði á meðgöngutímanum og í fæðingarorlofinu. Krakkarnir okkar eru rúmlega tveggja ára í dag,“ segir Rakel Björk Björnsdóttir, leikkona og meðlimur í sviðslistahópsins Raddbandið ásamt Auði Finnbogadóttur og Viktoríu Sigurðardóttur. Raddbandið setti nýverið upp fjölskyldusýninguna Hver vill vera prinsessa? í Tjarnarbíói, ásamt Söru Márti og Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Rakel segir að markmið sýningarinnar sé að senda mikilvæg skilaboð til allra litlu prinsanna og prinsessanna þarna úti með því að minna á mikilvægi vináttunnar, að fylgja hjartanu, elta draumana okkar og að við megum vera alls konar, okkar eigin útgáfur af prinsum og prinsessum. „Við vildum búa til sýningu sem myndi styrkja sjálfsmynd barna og sýna þeim að prinsessur geta verið svo miklu meira en bara sú sem bíður eftir því að einhver annar komi og bjargi henni. Við viljum að börn læri að fylgja eigin draumum, vera sjálfstæð og vera stolt af því sem þau eru,“ segir Rakel í samtali við Vísi. Nýttu orlofið vel Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar Rakel, Auður og Viktoría voru allar óléttar á sama tíma og eyddu miklum tíma saman. „Þetta gerðist svolítið óvænt. Okkur langaði að skapa eitthvað saman og það var svo gaman að við ákváðum að fara alla leið með þetta skapandi samstarf. Það er ekki leiðinlegt að skapa með bestu vinkonum sínum,“ segir Rakel brosandi. Þær hafi síðan komist í kynni við leikstjóra sýningarinnar sem kom með hugmyndina að prinsessuhugtakinu. „Við vorum áhugasamar um að skoða hugmyndina og þegar við byrjuðum að kryfja hana vildum við skoða hana í samhengi við börnin okkar. Okkur langaði að skapa sýningu með valdeflandi skilaboðum. Prinsessur eru til staðar í öllum hluta samfélagsins og það er spennandi að skoða þær út frá femínískum sjónarhorni og tala um prinsessur á nýjan og frjálsari hátt.“ Í dag, þegar börnin þeirra eru á þriðja aldursári, segir Rakel að það sé ómetanlegt að sjá gleðina sem skín úr augum þeirra þegar þau mæta í leikhúsið. „Dóttir mín hefur farið tvisvar á sýninguna og það er svo yndislegt að sjá hvernig henni finnst hún vera prinsessa líka. Hún elskar að sjá prinsessurnar syngja og dansa og hefur verið mjög spennt fyrir vináttu þeirra,“ segir Rakel. Prinsessur eru líka fyndnar og sterkar Rakel útskýrir að þær hafi horft á prinsessurnar með femínískum augum og breyta staðalímyndinni af prinsessum sem hún ólst upp við, líkt við þekkjum öll úr hinum klassísku Disney-myndum, þar sem prinsinn kom ríðandi á hvítum hesti, vakti prinsessuna með kossi úr værum svefni og þau lifðu hamingjusömu lífi til æviloka. „Við viljum að börn læri að vera þau sjálf til að vera hamingjusöm. Prinsessur eru ekki bara fallegar, prúðar og fínar. Í okkar sýningu sjáum við prinsessur sem eru líka fyndnar, sterkar, klárar og hafa stjórn á eigin lífi,“ útskýrir Rakel. Hér að neðan smá sjá stiklu úr sýningunni. s Leikhús Börn og uppeldi Tjarnarbíó Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Fleiri fréttir Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Sjá meira
Raddbandið setti nýverið upp fjölskyldusýninguna Hver vill vera prinsessa? í Tjarnarbíói, ásamt Söru Márti og Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Rakel segir að markmið sýningarinnar sé að senda mikilvæg skilaboð til allra litlu prinsanna og prinsessanna þarna úti með því að minna á mikilvægi vináttunnar, að fylgja hjartanu, elta draumana okkar og að við megum vera alls konar, okkar eigin útgáfur af prinsum og prinsessum. „Við vildum búa til sýningu sem myndi styrkja sjálfsmynd barna og sýna þeim að prinsessur geta verið svo miklu meira en bara sú sem bíður eftir því að einhver annar komi og bjargi henni. Við viljum að börn læri að fylgja eigin draumum, vera sjálfstæð og vera stolt af því sem þau eru,“ segir Rakel í samtali við Vísi. Nýttu orlofið vel Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar Rakel, Auður og Viktoría voru allar óléttar á sama tíma og eyddu miklum tíma saman. „Þetta gerðist svolítið óvænt. Okkur langaði að skapa eitthvað saman og það var svo gaman að við ákváðum að fara alla leið með þetta skapandi samstarf. Það er ekki leiðinlegt að skapa með bestu vinkonum sínum,“ segir Rakel brosandi. Þær hafi síðan komist í kynni við leikstjóra sýningarinnar sem kom með hugmyndina að prinsessuhugtakinu. „Við vorum áhugasamar um að skoða hugmyndina og þegar við byrjuðum að kryfja hana vildum við skoða hana í samhengi við börnin okkar. Okkur langaði að skapa sýningu með valdeflandi skilaboðum. Prinsessur eru til staðar í öllum hluta samfélagsins og það er spennandi að skoða þær út frá femínískum sjónarhorni og tala um prinsessur á nýjan og frjálsari hátt.“ Í dag, þegar börnin þeirra eru á þriðja aldursári, segir Rakel að það sé ómetanlegt að sjá gleðina sem skín úr augum þeirra þegar þau mæta í leikhúsið. „Dóttir mín hefur farið tvisvar á sýninguna og það er svo yndislegt að sjá hvernig henni finnst hún vera prinsessa líka. Hún elskar að sjá prinsessurnar syngja og dansa og hefur verið mjög spennt fyrir vináttu þeirra,“ segir Rakel. Prinsessur eru líka fyndnar og sterkar Rakel útskýrir að þær hafi horft á prinsessurnar með femínískum augum og breyta staðalímyndinni af prinsessum sem hún ólst upp við, líkt við þekkjum öll úr hinum klassísku Disney-myndum, þar sem prinsinn kom ríðandi á hvítum hesti, vakti prinsessuna með kossi úr værum svefni og þau lifðu hamingjusömu lífi til æviloka. „Við viljum að börn læri að vera þau sjálf til að vera hamingjusöm. Prinsessur eru ekki bara fallegar, prúðar og fínar. Í okkar sýningu sjáum við prinsessur sem eru líka fyndnar, sterkar, klárar og hafa stjórn á eigin lífi,“ útskýrir Rakel. Hér að neðan smá sjá stiklu úr sýningunni. s
Leikhús Börn og uppeldi Tjarnarbíó Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Fleiri fréttir Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Sjá meira