Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar 5. apríl 2025 10:02 Í umræðu síðustu daga um jafnréttisáætlanir og kynjafræðikennslu hefur komið glöggt í ljós að andóf gegn jafnréttisbaráttu byggir sjaldnast á skorti á upplýsingum. Þvert á móti byggir það alloft á meðvitaðri viðleitni til að gera lítið úr þeirri þekkingu sem afhjúpar róttæk kerfi misréttis og forréttinda. Þekkingin er nefnilega óþægileg fyrir þá sem hafa hagnast á blindum blettum samfélagsins. Það er engin tilviljun að þegar jafnréttismál eru tekin til umræðu, þegar við greinum valdatengsl í launum, fjárstyrkjum, fjölmiðlum eða í daglegu lífi, þá bregðast sumir við með vanvirðingu eða háði. Það eru ákveðin varnarviðbrögð gegn því sem er óumflýjanlegt: að sá veruleiki sem þeir hafa upplifað sem eðlilegan er í raun byggður á djúpstæðu ójafnvægi valds og forréttinda. Við vitum að samfélagslegt misrétti er ekki tilviljanakennt. Það er kerfisbundið, innbyggt í stofnanir og menningu okkar. Við vitum líka að það réttlætir sig oft með þögninni sem ríkir í kringum þessi málefni. Þess vegna skiptir fræðsla svo miklu máli. Hún rýfur þögnina. Hún gerir hið ósýnilega sýnilegt. Þekking er vald. Það er einmitt þess vegna sem fræðsla um jafnrétti er svo öflug. Hún færir okkur ekki bara skilning á staðreyndum heldur líka tækin til að breyta samfélaginu í raun. Það er líka ástæða þess að sumt fólk óttast þessa fræðslu, hún afhjúpar þau kerfi sem þau hafa hagnast á, jafnvel án þess að gera sér fulla grein fyrir því. Við eigum ekki að sætta okkur við að jafnréttisbarátta sé kölluð „innræting“. Slík orðræða er til marks um vanmátt þeirra sem sjá valdastöðu sína ógnaða. Það er gömul og gegnsæ vísbending um að þeir sem hafa setið við völd vilja ekki að aðrir fái tólin til að spyrja gildra spurninga. Ég skrifa þetta ekki til að réttlæta að við fræðum okkur um jafnrétti. Ég skrifa þetta til að minna á að við höfum ekki val lengur. Það er skylda okkar að skilja hvernig samfélag okkar virkar, og skylda okkar að gera betur. Það er okkar ábyrgð að beita þekkingunni í þágu réttlætis og frelsis allra. Þekking er vald, og við ætlum að beita því af ábyrgð, af festu, og með það að markmiði að byggja samfélag sem þjónar öllum, ekki aðeins fáum. Höfundur er nemi í kynjafræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Í umræðu síðustu daga um jafnréttisáætlanir og kynjafræðikennslu hefur komið glöggt í ljós að andóf gegn jafnréttisbaráttu byggir sjaldnast á skorti á upplýsingum. Þvert á móti byggir það alloft á meðvitaðri viðleitni til að gera lítið úr þeirri þekkingu sem afhjúpar róttæk kerfi misréttis og forréttinda. Þekkingin er nefnilega óþægileg fyrir þá sem hafa hagnast á blindum blettum samfélagsins. Það er engin tilviljun að þegar jafnréttismál eru tekin til umræðu, þegar við greinum valdatengsl í launum, fjárstyrkjum, fjölmiðlum eða í daglegu lífi, þá bregðast sumir við með vanvirðingu eða háði. Það eru ákveðin varnarviðbrögð gegn því sem er óumflýjanlegt: að sá veruleiki sem þeir hafa upplifað sem eðlilegan er í raun byggður á djúpstæðu ójafnvægi valds og forréttinda. Við vitum að samfélagslegt misrétti er ekki tilviljanakennt. Það er kerfisbundið, innbyggt í stofnanir og menningu okkar. Við vitum líka að það réttlætir sig oft með þögninni sem ríkir í kringum þessi málefni. Þess vegna skiptir fræðsla svo miklu máli. Hún rýfur þögnina. Hún gerir hið ósýnilega sýnilegt. Þekking er vald. Það er einmitt þess vegna sem fræðsla um jafnrétti er svo öflug. Hún færir okkur ekki bara skilning á staðreyndum heldur líka tækin til að breyta samfélaginu í raun. Það er líka ástæða þess að sumt fólk óttast þessa fræðslu, hún afhjúpar þau kerfi sem þau hafa hagnast á, jafnvel án þess að gera sér fulla grein fyrir því. Við eigum ekki að sætta okkur við að jafnréttisbarátta sé kölluð „innræting“. Slík orðræða er til marks um vanmátt þeirra sem sjá valdastöðu sína ógnaða. Það er gömul og gegnsæ vísbending um að þeir sem hafa setið við völd vilja ekki að aðrir fái tólin til að spyrja gildra spurninga. Ég skrifa þetta ekki til að réttlæta að við fræðum okkur um jafnrétti. Ég skrifa þetta til að minna á að við höfum ekki val lengur. Það er skylda okkar að skilja hvernig samfélag okkar virkar, og skylda okkar að gera betur. Það er okkar ábyrgð að beita þekkingunni í þágu réttlætis og frelsis allra. Þekking er vald, og við ætlum að beita því af ábyrgð, af festu, og með það að markmiði að byggja samfélag sem þjónar öllum, ekki aðeins fáum. Höfundur er nemi í kynjafræði
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar