Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 20:32 Það er óboðlegt að fólk sem bíður brottvísunar en hefur ekki brotið af sér dúsi í fangelsi á meðan það bíður. Á sama tíma er ekki pláss fyrir aðra sem bíða þess að hefja afplánun. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir vinnu hafna við úrbætur, meðal annars með leit að húsnæði sem hægt væri að nýta til bráðabirgða. Þá komi til greina að horfa til Svíþjóðar þar sem þekkist að fangar deili klefa. Settur fangelsismálastjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að óvenju margir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á síðustu misserum að refsingar fyrnist. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist líta stöðuna alvarlegum augum. „Fangelsismál á Íslandi þau hafa verið vanrækt um allnokkurra ára skeið og afleiðingarnar eru að birtast okkur núna. Í gunninn snýst málið einfaldlega um það að plássin eru of fá. Við erum að skoða leiðir til úrbóta þar um,“ segir Þorbjörg. Í því sambandi skipti fyrirhuguð uppbygging nýs öryggisfangelsi miklu máli. „Það er verkefni sem er talið í árum og jafnvel eftir að það rís þá verður vandinn ekki allur leystur með því. Þannig ég er að skoða aðrar leiðir, ég er til dæmis að skoða að finna húsnæði sem þá þegar er til þar sem hægt er að vera með nokkur rými,“ nefnir hún sem dæmi. Þá komi til greina að skoða svipaðar leiðir og í Svíþjóð þar sem þekkist að tveir fangar deili klefum, það er við aðstæður þar sem það þykir í lagi. „Þannig við erum með ýmsar leiðir til þess að bregðast við nú þegar,“ segir Þorbjörg. Fangelsin megi ekki vera full af fólki sem ekki eigi þangað erindi Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi. „Það er vegna þess að síðasta ríkisstjórn gat ekki komið sér saman um hvar geyma eða vista ætti fólk þangað til það færi úr landinu,“ segir Þorbjörg. Þetta eigi við um fólk sem er búið að fara í gegnum allar þær kæruleiðir sem fyrir hendi eru í kerfinu, fengið neitun, en er ekki samvinnufúst um að fara úr landi. „Í stað þess að eiga einhverja brottfararstöð eða brottfararúrræði fyrir þetta fólk var farin sú leið að vista þetta fólk frekar í fangelsum. Þetta hefur líka áhrif á stöðuna í fangelsunum og þess vegna þurfum við úrræði fyrir þetta fólk til þess að fangelsið sé ekki fullt af fólki sem á ekkert erindi í fangelsi,“ segir Þorbjörg. Í ljósi langra boðunarlista í afplánun er staðan sú að nokkuð algengt er að refsing fyrnist áður en dómþolar ná að hefja afplánun. Þetta segir ráðherra ekki ásættanlega stöðu. „Það er að gerast allt of oft að dómar fyrnast sem þýðir á íslensku að dómar eru einfaldlega ekki afplánaðir. Þetta gátum við séð jafnvel í alvarlegum afbrotum eins og ofbeldisbrotum og meira að segja í kynferðisbrotum. Það er auðvitað ekki í lagi, það er ekki fyrir lagi fyrir samfélagið, það er ekki boðlegt gagnvart brotaþolum,“ segir Þorbjörg. Fangelsismál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Settur fangelsismálastjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að óvenju margir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á síðustu misserum að refsingar fyrnist. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist líta stöðuna alvarlegum augum. „Fangelsismál á Íslandi þau hafa verið vanrækt um allnokkurra ára skeið og afleiðingarnar eru að birtast okkur núna. Í gunninn snýst málið einfaldlega um það að plássin eru of fá. Við erum að skoða leiðir til úrbóta þar um,“ segir Þorbjörg. Í því sambandi skipti fyrirhuguð uppbygging nýs öryggisfangelsi miklu máli. „Það er verkefni sem er talið í árum og jafnvel eftir að það rís þá verður vandinn ekki allur leystur með því. Þannig ég er að skoða aðrar leiðir, ég er til dæmis að skoða að finna húsnæði sem þá þegar er til þar sem hægt er að vera með nokkur rými,“ nefnir hún sem dæmi. Þá komi til greina að skoða svipaðar leiðir og í Svíþjóð þar sem þekkist að tveir fangar deili klefum, það er við aðstæður þar sem það þykir í lagi. „Þannig við erum með ýmsar leiðir til þess að bregðast við nú þegar,“ segir Þorbjörg. Fangelsin megi ekki vera full af fólki sem ekki eigi þangað erindi Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi. „Það er vegna þess að síðasta ríkisstjórn gat ekki komið sér saman um hvar geyma eða vista ætti fólk þangað til það færi úr landinu,“ segir Þorbjörg. Þetta eigi við um fólk sem er búið að fara í gegnum allar þær kæruleiðir sem fyrir hendi eru í kerfinu, fengið neitun, en er ekki samvinnufúst um að fara úr landi. „Í stað þess að eiga einhverja brottfararstöð eða brottfararúrræði fyrir þetta fólk var farin sú leið að vista þetta fólk frekar í fangelsum. Þetta hefur líka áhrif á stöðuna í fangelsunum og þess vegna þurfum við úrræði fyrir þetta fólk til þess að fangelsið sé ekki fullt af fólki sem á ekkert erindi í fangelsi,“ segir Þorbjörg. Í ljósi langra boðunarlista í afplánun er staðan sú að nokkuð algengt er að refsing fyrnist áður en dómþolar ná að hefja afplánun. Þetta segir ráðherra ekki ásættanlega stöðu. „Það er að gerast allt of oft að dómar fyrnast sem þýðir á íslensku að dómar eru einfaldlega ekki afplánaðir. Þetta gátum við séð jafnvel í alvarlegum afbrotum eins og ofbeldisbrotum og meira að segja í kynferðisbrotum. Það er auðvitað ekki í lagi, það er ekki fyrir lagi fyrir samfélagið, það er ekki boðlegt gagnvart brotaþolum,“ segir Þorbjörg.
Fangelsismál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira