Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2025 10:42 María Heimisdóttir er landlæknir og hún telur það ekki þjóna forvörnum að sýna þættina í skólum landsins. vísir/samsett Landlæknir hefur sent tengiliðum og skólastjórum í heilsueflandi grunnskólum erindi þar sem lagst er gegn því að nemendum verði sérstaklega sýnd myndin eða þættirnir Adolescence. „Ofbeldismál barna hafa verið mikið í umræðunni í vetur og eðlilega leita skólar leiða til að fyrirbyggja slíkan vanda. Þegar áhyggjur af börnum og ungmennum koma upp í samfélaginu hefur stundum verið horft til dægurmenningar og lagt til að nemendur t.d. horfi á myndbönd, bíómyndir eða annað efni sem talið er eiga erindi við ungmenni og geti haft forvarnargildi.“ Sýndir í skólum á Bretlandi Þetta segir í bréfi sem Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi skóla, auk Sigrúnar Daníelsdóttur verkefnisstjóri geðræktar og Jenný Ingudóttir hafa sent skólastjórum og hvatt til að bréfinu verði dreift til kennara. Þar er vikið að Adolescence, sjónvarpsþáttaraðar á Netflix, sem hefur vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis. „Í Bretlandi hefur t.d. borið við að þættirnir séu sýndir í skólum í nafni forvarna. Af því tilefni sendu samtök á sviði ofbeldisforvarna þar í landi frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við slíkri nálgun.“ Á Bretlandi stendur til að sýna þessa þætti sérstaklega í öllum grunnskólum en landlæknir telur það ekki til fagnaðar. Í bréfinu kemur fram að embætti landlæknis telji þvert á móti ástæðu til að vara sérstaklega við því að þessir þættir eða annað sambærilegt efni, sé sýnt í forvarnarskyni í skólum. Telst ekki gagnleg forvörn Slíkt efni telst ekki gagnleg forvörn og varhugarvert að taka slíkt til sýningar í skólum meðal annars af eftirfarandi ástæðum: Ekki er um gagnreynda nálgun að ræða og engar kennsluleiðbeiningar fylgja með sýningu slíks efnis. Kennarar eru oft ekki í stakk búnir né hafa þau bjargráð sem þeir þurfa til að takast á við viðbrögð sem geta komið hjá nemendum. Siðferðilega er ekki rétt að útsetja börn fyrir sjónvarpsefni sem er jafnvel bannað fyrir þeirra aldur og þau hafa ekki þroska til að vinna úr upplýsingunum. Ótti, skömm og sjokk mun ekki breyta hegðun fólks. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að slíkar aðferðir eru ekki gagnlegar og geta valdið skaða. Að útsetja börn fyrir sjokkerandi myndefni samræmist ekki áfallamiðaðri nálgun í skólastarfi. Slíkar sýningar geta endurvakið áfallaviðbrögð eða kallað fram truflun í skólastofunni þar sem nemendur t.d. grípa til varnarviðbragða með því að hlæja, gera lítið úr eða hunsa það sem á sér stað á skjánum. Myndefnið getur aukið eða stuðlað að innrætingu á öfgaskoðunum í stað þess að koma í veg fyrir þær. Forvarnir er ekki hægt að vinna með inngripi í eitt skipti. Fjárfesta þarf í vel rannsökuðum langtímaaðgerðum sem tryggja bæði réttindi og öryggi barna. Í bréfinu kemur jafnframt fram að fyrr í vetur hafi embætti landlæknis sent stjórnendum skóla og félagsmiðstöðva bréf þar sem hvatt var til þess að horft yrði til gagnsemi tiltekinna aðferða áður en gripið væri til aðgerða á sviði ofbeldisforvarna. Voru stjórnendur m.a. hvattir til að kynna sér staðreyndablað um forvarnir. Til heilsueflandi grunnskóla teljast langflestir grunnskólar landsins. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Bíó og sjónvarp Grunnskólar Embætti landlæknis Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira
„Ofbeldismál barna hafa verið mikið í umræðunni í vetur og eðlilega leita skólar leiða til að fyrirbyggja slíkan vanda. Þegar áhyggjur af börnum og ungmennum koma upp í samfélaginu hefur stundum verið horft til dægurmenningar og lagt til að nemendur t.d. horfi á myndbönd, bíómyndir eða annað efni sem talið er eiga erindi við ungmenni og geti haft forvarnargildi.“ Sýndir í skólum á Bretlandi Þetta segir í bréfi sem Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi skóla, auk Sigrúnar Daníelsdóttur verkefnisstjóri geðræktar og Jenný Ingudóttir hafa sent skólastjórum og hvatt til að bréfinu verði dreift til kennara. Þar er vikið að Adolescence, sjónvarpsþáttaraðar á Netflix, sem hefur vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis. „Í Bretlandi hefur t.d. borið við að þættirnir séu sýndir í skólum í nafni forvarna. Af því tilefni sendu samtök á sviði ofbeldisforvarna þar í landi frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við slíkri nálgun.“ Á Bretlandi stendur til að sýna þessa þætti sérstaklega í öllum grunnskólum en landlæknir telur það ekki til fagnaðar. Í bréfinu kemur fram að embætti landlæknis telji þvert á móti ástæðu til að vara sérstaklega við því að þessir þættir eða annað sambærilegt efni, sé sýnt í forvarnarskyni í skólum. Telst ekki gagnleg forvörn Slíkt efni telst ekki gagnleg forvörn og varhugarvert að taka slíkt til sýningar í skólum meðal annars af eftirfarandi ástæðum: Ekki er um gagnreynda nálgun að ræða og engar kennsluleiðbeiningar fylgja með sýningu slíks efnis. Kennarar eru oft ekki í stakk búnir né hafa þau bjargráð sem þeir þurfa til að takast á við viðbrögð sem geta komið hjá nemendum. Siðferðilega er ekki rétt að útsetja börn fyrir sjónvarpsefni sem er jafnvel bannað fyrir þeirra aldur og þau hafa ekki þroska til að vinna úr upplýsingunum. Ótti, skömm og sjokk mun ekki breyta hegðun fólks. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að slíkar aðferðir eru ekki gagnlegar og geta valdið skaða. Að útsetja börn fyrir sjokkerandi myndefni samræmist ekki áfallamiðaðri nálgun í skólastarfi. Slíkar sýningar geta endurvakið áfallaviðbrögð eða kallað fram truflun í skólastofunni þar sem nemendur t.d. grípa til varnarviðbragða með því að hlæja, gera lítið úr eða hunsa það sem á sér stað á skjánum. Myndefnið getur aukið eða stuðlað að innrætingu á öfgaskoðunum í stað þess að koma í veg fyrir þær. Forvarnir er ekki hægt að vinna með inngripi í eitt skipti. Fjárfesta þarf í vel rannsökuðum langtímaaðgerðum sem tryggja bæði réttindi og öryggi barna. Í bréfinu kemur jafnframt fram að fyrr í vetur hafi embætti landlæknis sent stjórnendum skóla og félagsmiðstöðva bréf þar sem hvatt var til þess að horft yrði til gagnsemi tiltekinna aðferða áður en gripið væri til aðgerða á sviði ofbeldisforvarna. Voru stjórnendur m.a. hvattir til að kynna sér staðreyndablað um forvarnir. Til heilsueflandi grunnskóla teljast langflestir grunnskólar landsins.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Bíó og sjónvarp Grunnskólar Embætti landlæknis Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira