Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 10. apríl 2025 07:31 Mannréttindi eru ekki lúxus. Þau eru grunnstoðir mannsæmandi lífs og öll eiga að geta notið mannréttinda sinna. Réttindabarátta trans fólks snýst ekki um sérmeðferð. Hún snýst ekki um að biðja um meira en aðrir. Hún snýst um að krefjast jafnræðis, krefjast þess að fá að lifa lífi sínu í friði, með reisn, án ótta. Hún snýst um mannréttindi. Það er vitað að trans fólk og sérstaklega ungt trans fólk, býr oft við mikla vanlíðan. Það er ekki vegna þess hver þau eru, heldur vegna þess hvernig samfélagið bregst við því hver þau eru. Oft og tíðum verða þau fyrir útskúfun, fordómum og jafnvel hatursorðræðu. Þau fá þau skilaboð, beint og óbeint, að þau séu ekki nóg. Að þau séu vandamál sem þurfi að leysa. En þau eru ekki vandamálið. Fordómar eru vandamálið. Við sjáum bakslag í umræðunni um réttindi trans fólks. Í stað þess að hlusta á reynslu fólks, í stað þess að mæta þeim með samkennd, þá snýst umræðan æ oftar upp í tortryggni, ótta og jafnvel hreint hatur. Það er áhyggjuefni. Því orð skipta máli. Við eigum að byggja samfélag þar sem hver og einn má og á að vera sá sem hann, hún, eða hán er, án þess að þurfa að biðjast afsökunar. Samfélag þar sem trans fólk fær stuðning í stað höfnunar. Öryggi í stað ótta. Von í stað einmanaleika. Þetta er ekki barátta sem trans fólk á að berjast fyrir eitt. Baráttan er á ábyrgð okkar allra. Því ef við stöndum ekki með þeim sem standa höllustum fæti, þá bregðumst við okkar eigin gildum. Gildum um réttlæti, mannúð og jöfnuð. Tökum höndum saman og látum ekki hatrið sigra! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og tengdamóðir trans konu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eydís Ásbjörnsdóttir Samfylkingin Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Mannréttindi eru ekki lúxus. Þau eru grunnstoðir mannsæmandi lífs og öll eiga að geta notið mannréttinda sinna. Réttindabarátta trans fólks snýst ekki um sérmeðferð. Hún snýst ekki um að biðja um meira en aðrir. Hún snýst um að krefjast jafnræðis, krefjast þess að fá að lifa lífi sínu í friði, með reisn, án ótta. Hún snýst um mannréttindi. Það er vitað að trans fólk og sérstaklega ungt trans fólk, býr oft við mikla vanlíðan. Það er ekki vegna þess hver þau eru, heldur vegna þess hvernig samfélagið bregst við því hver þau eru. Oft og tíðum verða þau fyrir útskúfun, fordómum og jafnvel hatursorðræðu. Þau fá þau skilaboð, beint og óbeint, að þau séu ekki nóg. Að þau séu vandamál sem þurfi að leysa. En þau eru ekki vandamálið. Fordómar eru vandamálið. Við sjáum bakslag í umræðunni um réttindi trans fólks. Í stað þess að hlusta á reynslu fólks, í stað þess að mæta þeim með samkennd, þá snýst umræðan æ oftar upp í tortryggni, ótta og jafnvel hreint hatur. Það er áhyggjuefni. Því orð skipta máli. Við eigum að byggja samfélag þar sem hver og einn má og á að vera sá sem hann, hún, eða hán er, án þess að þurfa að biðjast afsökunar. Samfélag þar sem trans fólk fær stuðning í stað höfnunar. Öryggi í stað ótta. Von í stað einmanaleika. Þetta er ekki barátta sem trans fólk á að berjast fyrir eitt. Baráttan er á ábyrgð okkar allra. Því ef við stöndum ekki með þeim sem standa höllustum fæti, þá bregðumst við okkar eigin gildum. Gildum um réttlæti, mannúð og jöfnuð. Tökum höndum saman og látum ekki hatrið sigra! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og tengdamóðir trans konu.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar