Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 10. apríl 2025 07:31 Mannréttindi eru ekki lúxus. Þau eru grunnstoðir mannsæmandi lífs og öll eiga að geta notið mannréttinda sinna. Réttindabarátta trans fólks snýst ekki um sérmeðferð. Hún snýst ekki um að biðja um meira en aðrir. Hún snýst um að krefjast jafnræðis, krefjast þess að fá að lifa lífi sínu í friði, með reisn, án ótta. Hún snýst um mannréttindi. Það er vitað að trans fólk og sérstaklega ungt trans fólk, býr oft við mikla vanlíðan. Það er ekki vegna þess hver þau eru, heldur vegna þess hvernig samfélagið bregst við því hver þau eru. Oft og tíðum verða þau fyrir útskúfun, fordómum og jafnvel hatursorðræðu. Þau fá þau skilaboð, beint og óbeint, að þau séu ekki nóg. Að þau séu vandamál sem þurfi að leysa. En þau eru ekki vandamálið. Fordómar eru vandamálið. Við sjáum bakslag í umræðunni um réttindi trans fólks. Í stað þess að hlusta á reynslu fólks, í stað þess að mæta þeim með samkennd, þá snýst umræðan æ oftar upp í tortryggni, ótta og jafnvel hreint hatur. Það er áhyggjuefni. Því orð skipta máli. Við eigum að byggja samfélag þar sem hver og einn má og á að vera sá sem hann, hún, eða hán er, án þess að þurfa að biðjast afsökunar. Samfélag þar sem trans fólk fær stuðning í stað höfnunar. Öryggi í stað ótta. Von í stað einmanaleika. Þetta er ekki barátta sem trans fólk á að berjast fyrir eitt. Baráttan er á ábyrgð okkar allra. Því ef við stöndum ekki með þeim sem standa höllustum fæti, þá bregðumst við okkar eigin gildum. Gildum um réttlæti, mannúð og jöfnuð. Tökum höndum saman og látum ekki hatrið sigra! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og tengdamóðir trans konu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eydís Ásbjörnsdóttir Samfylkingin Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Mannréttindi eru ekki lúxus. Þau eru grunnstoðir mannsæmandi lífs og öll eiga að geta notið mannréttinda sinna. Réttindabarátta trans fólks snýst ekki um sérmeðferð. Hún snýst ekki um að biðja um meira en aðrir. Hún snýst um að krefjast jafnræðis, krefjast þess að fá að lifa lífi sínu í friði, með reisn, án ótta. Hún snýst um mannréttindi. Það er vitað að trans fólk og sérstaklega ungt trans fólk, býr oft við mikla vanlíðan. Það er ekki vegna þess hver þau eru, heldur vegna þess hvernig samfélagið bregst við því hver þau eru. Oft og tíðum verða þau fyrir útskúfun, fordómum og jafnvel hatursorðræðu. Þau fá þau skilaboð, beint og óbeint, að þau séu ekki nóg. Að þau séu vandamál sem þurfi að leysa. En þau eru ekki vandamálið. Fordómar eru vandamálið. Við sjáum bakslag í umræðunni um réttindi trans fólks. Í stað þess að hlusta á reynslu fólks, í stað þess að mæta þeim með samkennd, þá snýst umræðan æ oftar upp í tortryggni, ótta og jafnvel hreint hatur. Það er áhyggjuefni. Því orð skipta máli. Við eigum að byggja samfélag þar sem hver og einn má og á að vera sá sem hann, hún, eða hán er, án þess að þurfa að biðjast afsökunar. Samfélag þar sem trans fólk fær stuðning í stað höfnunar. Öryggi í stað ótta. Von í stað einmanaleika. Þetta er ekki barátta sem trans fólk á að berjast fyrir eitt. Baráttan er á ábyrgð okkar allra. Því ef við stöndum ekki með þeim sem standa höllustum fæti, þá bregðumst við okkar eigin gildum. Gildum um réttlæti, mannúð og jöfnuð. Tökum höndum saman og látum ekki hatrið sigra! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og tengdamóðir trans konu.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun