Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2025 17:51 Jojo Siwa var í miklu uppnámi eftir niðrandi ummæli Mickey Rourke sem sagðist ætla að kjósa „lesbíuna“ strax út og að hún myndi hætta að vera hinsegin eftir vistina með honum. Getty Leikarinn Mickey Rourke, sem keppir um þessar mundir í Celebrity Big Brother, hlaut formlega viðvörun frá stjórnendum þáttarins eftir hómófóbísk ummæli hans í garð tónlistarkonunnar Jojo Siwa. Breski raunveruleikaþátturinn Celebrity Big Brother hóf göngu sína í 24. sinn á mánudag. Í þættinum þarf hópur „frægs“ fólks að dvelja saman á sama stað í nítján daga en þeim fækkar með reglulegu millibili þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Þekktustu nöfnin í ár eru Mickey Rourke og Jojo Siwa, áhrifavaldur og poppsöngkona. Hinn 72 ára Rourke kom sér í vandræði strax í þriðja þætti þegar hann viðhafði niðrandi og óþægileg ummæli í garð hinnar 21 árs Siwa. Mickey hvíslar í eyrað á Jojo í húsi Stóra bróður.ITV Söngkonan ætlaði að sýna leikaranum hvar reykherbergi villunnar væri þegar Rourke spurði: „Ertu hrifin af stelpum eða strákum?“ Siwa, sem hefur verið opin með samkynhneigð sína og lýsir tónlist sinni sem hinsegin-poppi, svaraði: „Ég? Stelpum. Makinn minn er kynsegin,“ og vísaði þar í hina áströlsku Kath Ebbs. „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur,“ sagði Rourke þá og bætti svo við að hann ætlaði að binda hana niður. Siwa sagðist þá mundu verða áfram hinsegin og í hamingjusömu sambandi sama hvað. Vildi kjósa „lesbíuna“ strax út Seinna í þættinum sagði Rourke við annan keppanda, sjónvarpsmanninn Chris Hughes, að hann ætlaði að „kjósa lesbíunni hratt út“. Keppendurnir tilnefna og kjósa hver annan út með reglulegu millibili. Siwa heyrði mennina tala saman og sagði: „Það er hómófóbískt ef það eru rökin þín.“ Rourke tilkynnti þá að hann ætlaði að fá sér sígarettu og að hann vantaði rettu (e. fag). Til útskýringar þá nota Bretar orðið „fag“ í talmáli yfir sígaretttur en orðið er um leið niðrandi orð yfir samkynhneigða. Í kjölfarið benti hann á Siwa og sagði: „Ég er ekki að tala um þig.“ Viðstaddir sögðu honum þá að hann gæti ekki talað svona um aðra og þóttist Rourke alsaklaus: „Ég veit. Ég var að tala um sígarettu.“ Skammaður af stjórnendum Skömmu eftir það var Rourke boðaður á fund stjórnenda þáttarins þar sem hann fékk formlega viðvörun fyrir „niðrandi og óásættanlegt“ tungumál. Héldi hann áfram að tala og hegða sér á slíkan hátt gæti það leitt til þess að hann yrði rekinn úr Big Brother-húsinu. Rourke baðst þá afsökunar og sagði ásetning sinn ekki hafa verið að smána Siwa. Eftir að hann yfirgaf fundarherbergið fór Rourke yfir til Siwa, sem var enn í miklu uppnámi yfir ummælunum, og bað hana afsökunar: „Ég vil biðjast afsökunar. Ég er vanur að vera með stuttan þráð. Og ég meinti ekki neitt með þessu. Ég meina það í alvöru. Ef ég gerði það ekki, myndi ég ekki segja það við þig.“ Eftir þáttinn birtu talsmenn ITV yfirlýsingu þar sem sagði að allir þátttakendurnir fengju þjálfun í virðingu og inngildingu og upplýsingar um hvernig þau ættu að haga sér í Big Brother-húsinu. „Fylgst er með íbúum hússins 24 klukkutíma sólarhrings og tekið er á óviðeigandi hegðun á viðeigandi og tímanlegan máta,“ sagði einnig í tilkynningunni. Raunveruleikaþættir Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Sjá meira
Breski raunveruleikaþátturinn Celebrity Big Brother hóf göngu sína í 24. sinn á mánudag. Í þættinum þarf hópur „frægs“ fólks að dvelja saman á sama stað í nítján daga en þeim fækkar með reglulegu millibili þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Þekktustu nöfnin í ár eru Mickey Rourke og Jojo Siwa, áhrifavaldur og poppsöngkona. Hinn 72 ára Rourke kom sér í vandræði strax í þriðja þætti þegar hann viðhafði niðrandi og óþægileg ummæli í garð hinnar 21 árs Siwa. Mickey hvíslar í eyrað á Jojo í húsi Stóra bróður.ITV Söngkonan ætlaði að sýna leikaranum hvar reykherbergi villunnar væri þegar Rourke spurði: „Ertu hrifin af stelpum eða strákum?“ Siwa, sem hefur verið opin með samkynhneigð sína og lýsir tónlist sinni sem hinsegin-poppi, svaraði: „Ég? Stelpum. Makinn minn er kynsegin,“ og vísaði þar í hina áströlsku Kath Ebbs. „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur,“ sagði Rourke þá og bætti svo við að hann ætlaði að binda hana niður. Siwa sagðist þá mundu verða áfram hinsegin og í hamingjusömu sambandi sama hvað. Vildi kjósa „lesbíuna“ strax út Seinna í þættinum sagði Rourke við annan keppanda, sjónvarpsmanninn Chris Hughes, að hann ætlaði að „kjósa lesbíunni hratt út“. Keppendurnir tilnefna og kjósa hver annan út með reglulegu millibili. Siwa heyrði mennina tala saman og sagði: „Það er hómófóbískt ef það eru rökin þín.“ Rourke tilkynnti þá að hann ætlaði að fá sér sígarettu og að hann vantaði rettu (e. fag). Til útskýringar þá nota Bretar orðið „fag“ í talmáli yfir sígaretttur en orðið er um leið niðrandi orð yfir samkynhneigða. Í kjölfarið benti hann á Siwa og sagði: „Ég er ekki að tala um þig.“ Viðstaddir sögðu honum þá að hann gæti ekki talað svona um aðra og þóttist Rourke alsaklaus: „Ég veit. Ég var að tala um sígarettu.“ Skammaður af stjórnendum Skömmu eftir það var Rourke boðaður á fund stjórnenda þáttarins þar sem hann fékk formlega viðvörun fyrir „niðrandi og óásættanlegt“ tungumál. Héldi hann áfram að tala og hegða sér á slíkan hátt gæti það leitt til þess að hann yrði rekinn úr Big Brother-húsinu. Rourke baðst þá afsökunar og sagði ásetning sinn ekki hafa verið að smána Siwa. Eftir að hann yfirgaf fundarherbergið fór Rourke yfir til Siwa, sem var enn í miklu uppnámi yfir ummælunum, og bað hana afsökunar: „Ég vil biðjast afsökunar. Ég er vanur að vera með stuttan þráð. Og ég meinti ekki neitt með þessu. Ég meina það í alvöru. Ef ég gerði það ekki, myndi ég ekki segja það við þig.“ Eftir þáttinn birtu talsmenn ITV yfirlýsingu þar sem sagði að allir þátttakendurnir fengju þjálfun í virðingu og inngildingu og upplýsingar um hvernig þau ættu að haga sér í Big Brother-húsinu. „Fylgst er með íbúum hússins 24 klukkutíma sólarhrings og tekið er á óviðeigandi hegðun á viðeigandi og tímanlegan máta,“ sagði einnig í tilkynningunni.
Raunveruleikaþættir Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Sjá meira