NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Lovísa Arnardóttir skrifar 11. apríl 2025 06:21 Þrír mótmælenda fóru á slysadeild og tveir fengu aðhlynningu á vettvangi eftir að lögregla beitti piparúða á mótmælum þann 31. maí í fyrra. Vísir/Ívar Fannar Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar. „Á síðasta fundi nefndarinnar voru upptökurnar yfirfarnar og gáfu þær ekki tilefni til endurupptöku málsins,“ segir Margrét Lilja Hjaltadóttir lögmaður, sem starfar fyrir nefndina, í skriflegu svari til fréttastofu. Í ákvörðun nefndarinnar frá því í júní í fyrra kom fram að aðgerðir lögreglunnar hefðu ekki verið úr hófi. Í ákvörðuninni var þó ekkert fjallað um orðfæri lögreglumanna á vettvangi. Í kjölfar aðalmeðferðarinnar hafði fréttastofa samband við nefndina og spurði af hverju nefndin fjallaði ekki um ummæli lögreglumanna eða orðfæri í ákvörðun sinni og hvort það stæði til að skoða efnið aftur með tilliti til þess. „Í ljósi þessa mun nefndin fara aftur yfir myndefni sem nefndin hefur undir höndum. Hafi ákveðið orðfæri lögreglumanna farið fram hjá nefndinni fyrir mistök mun nefndin taka ákvörðun hvað gera skuli í framhaldinu, hvað þann þátt varðar,“ sagði Skúli Þór Gunnsteinsson þáverandi formaður nefndarinnar í svari til fréttastofu í febrúar. Orðfæri lögreglumanna á vettvangi kom til umfjöllunar í kjölfar máls í héraðsdómi Reykjavíkur. Þar stefndu átta mótmælendur lögreglunni vegna valdbeitingar lögreglunnar á mótmælunum en lögregla beitti þar piparúða. Mótmælin fóru fram við fund ríkisstjórnarinnar og voru haldin vegna átaka Ísrael og Palestínu og aðgerðaleysis stjórnvalda. Við aðalmeðferð málsins voru spilaðar upptökur úr farsímum viðstaddra, búkmyndavélum og öryggismyndavélum á vettvangi. Snarklikkað lið Töluvert var fjallað um orðfæri lögreglumanna við aðalmeðferðina en á einum tímapunkti kallaði einn lögreglumaður einn mótmælenda dýr á meðan annar sagði mótmælendur snarklikkaða og að þeir hefðu fengið „smá lexíu“ þegar lögregla beitti þá piparúða. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við mótmælin hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Mótmælendur hafa ákveðið að áfrýja málinu auk þess sem þau stofnuðu félag í kringum málið sem hefur þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega. Lögreglumál Dómsmál Mannréttindi Lögreglan Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. 19. mars 2025 11:33 Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. 26. febrúar 2025 22:07 Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja. 25. febrúar 2025 16:04 „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. 25. febrúar 2025 07:02 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Á síðasta fundi nefndarinnar voru upptökurnar yfirfarnar og gáfu þær ekki tilefni til endurupptöku málsins,“ segir Margrét Lilja Hjaltadóttir lögmaður, sem starfar fyrir nefndina, í skriflegu svari til fréttastofu. Í ákvörðun nefndarinnar frá því í júní í fyrra kom fram að aðgerðir lögreglunnar hefðu ekki verið úr hófi. Í ákvörðuninni var þó ekkert fjallað um orðfæri lögreglumanna á vettvangi. Í kjölfar aðalmeðferðarinnar hafði fréttastofa samband við nefndina og spurði af hverju nefndin fjallaði ekki um ummæli lögreglumanna eða orðfæri í ákvörðun sinni og hvort það stæði til að skoða efnið aftur með tilliti til þess. „Í ljósi þessa mun nefndin fara aftur yfir myndefni sem nefndin hefur undir höndum. Hafi ákveðið orðfæri lögreglumanna farið fram hjá nefndinni fyrir mistök mun nefndin taka ákvörðun hvað gera skuli í framhaldinu, hvað þann þátt varðar,“ sagði Skúli Þór Gunnsteinsson þáverandi formaður nefndarinnar í svari til fréttastofu í febrúar. Orðfæri lögreglumanna á vettvangi kom til umfjöllunar í kjölfar máls í héraðsdómi Reykjavíkur. Þar stefndu átta mótmælendur lögreglunni vegna valdbeitingar lögreglunnar á mótmælunum en lögregla beitti þar piparúða. Mótmælin fóru fram við fund ríkisstjórnarinnar og voru haldin vegna átaka Ísrael og Palestínu og aðgerðaleysis stjórnvalda. Við aðalmeðferð málsins voru spilaðar upptökur úr farsímum viðstaddra, búkmyndavélum og öryggismyndavélum á vettvangi. Snarklikkað lið Töluvert var fjallað um orðfæri lögreglumanna við aðalmeðferðina en á einum tímapunkti kallaði einn lögreglumaður einn mótmælenda dýr á meðan annar sagði mótmælendur snarklikkaða og að þeir hefðu fengið „smá lexíu“ þegar lögregla beitti þá piparúða. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við mótmælin hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Mótmælendur hafa ákveðið að áfrýja málinu auk þess sem þau stofnuðu félag í kringum málið sem hefur þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega.
Lögreglumál Dómsmál Mannréttindi Lögreglan Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. 19. mars 2025 11:33 Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. 26. febrúar 2025 22:07 Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja. 25. febrúar 2025 16:04 „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. 25. febrúar 2025 07:02 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. 19. mars 2025 11:33
Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. 26. febrúar 2025 22:07
Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja. 25. febrúar 2025 16:04
„Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. 25. febrúar 2025 07:02