„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar 11. apríl 2025 21:31 Loksins! Loksins vekja fjölmiðlar máls á hugtakinu „vók“. Ekki svo að skilja að ég haldi því fram að orðið hafi ekki legið eins og hlussuleg mara yfir samfélagsumræðunni, eins og ósýnileg vofa sem bjó um sig í sameiginlegu hugskoti samfélagsins síðla árs 2012, en stígur ekki fram fyrr en nú og kynnir sig með nafni. Nei, engum yrði ágengt að neita því, enda á allt framangreint við um orðskrýpið „woke“. Það sem ég meina er að loksins eru álitsgjafarnir, sem hafa barist um skilgreiningarvaldið, beðnir að útskýra á mannamáli hvað „vók“ eiginlega þýðir, á opinberum vettvangi. Er það uppdiktaður merkimiði sem öfgaöfl hægristjórnmála klína á andstæðinga sína til að grafa undan þeim; eða lýsir það hinum réttnefndu krossförum smásmyglinnar, sem setja saklausa borgara á gapastokkinn fyrir hið minnsta feilspor? Er „vók“ lymskulegt verkfæri sem þarf að hrifsa úr höndum hægrimanna eða er það gunnfáni froðufellandi byltingarsinna sem eyra engu til að tryggja framgang hugmyndafræði sinnar? Þegar til kastanna kemur virðast bæði sjónarmiðin í senn hafa eitthvað og ekkert til síns máls. En hvernig stendur á því? Það er vegna þess að „vók“ er óþolandi og steingeld þrætubókarlist; óstöðvandi teygjutvist samfélagslegrar togstreitu. „Vók“ er værðarvoða; þægilegur hægindarstóll gáfumannsins sem málar sér sökudólg, sendir honum langt nef, og fnæsir yfir því að hann skuli standa í vegi fyrir heildstæðni samfélagsins. „Vók“ er umræða sem snýst upp í andhverfu sína og hindrar breytingarnar sem hún sjálf boðar. Enda hefur einhver alltaf – eins og heyrðist í Pallborðsumræðum Vísis fyrir skemmstu – vit á því að spyrja (og nú dramatísera ég orðalagið mjög án þess að skemma inntakið): „Af hverju erum við yfirhöfuð að tala um þetta útþynnta, óljósa og í eðlis sínu afvegaleiðandi orðskrýpi sem „vók“ er orðið?“. Það er ekki nema von að einhver spyrji... Af hverju mokum við okkur ekki upp úr þessum „vók“ skurði og tölum um málaflokka og breytingar sem hvíla á fólki, eins og húsnæðismál, eða efnahagsmál? En þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvað ef það er vegna þess, að umræður um efnahags- og húsnæðismál – eða hvaðeina sem skiptir máli – eiga sér raunverulegan farveg og raunverulegar lausnir; öfugt við þá gegndarlusu þrætubókarlist sem sprettur af orðum eins og „vók“? Þegar rætt er um húsnæðismál er hægt að sammælast um að ráðast þurfi í frekari húsnæðisuppbyggingu til að koma málaflokknum á réttan kjöl. Þegar enn er spurt: „Hvernig ætlum við að bæta efnahaginn?“ Þá er því kannski svarað að ráðast þurfi í aukna verðmætasköpun. Í báðum tilfellum felst lausnin í því að yfirgefa löngu súrnað saumaklúbbsspjall og láta hendur standa fram úr ermum; með öðrum orðum, að gera eitthvað, en ekki bara að tala. Taumlaust tal er oft ekki til annars fallið en að slá á frest því sem þarfnast umsvifalausrar athygli. Liggur þá ekki í augum uppi að „vók“ er samfélagsleg frestunarárátta? Þessi „vók“ umræða líkist ofhugsunum kvíðasjúklins sem vegna röskunnar sinnar kemst ekki af stað með neitt og nýtur fyrir vikið ekki einnar skýrrar hugsunar um það hvert förinni er heitið; og þar með er förinni heitið í hring. Enda sjáum við að það er engum skýrleika til að dreifa um framtíð orðsins „vók“ eins og um efnahags- eða húsnæðismál; það er ekki einu sinni hægt að slá botni í skilgreiningu orðsins án þess að tvímæli séu í tafli; og ef menn sæju sóma sinn í því að hætta að vekja orðið aftur til lífsins þá væri það jarðsungið í eitt skipti fyrir öll. En hér virðast álitsgjafarnir eins hugfangnir af afturgöngum og dulspekingarnir eru af stjörnukukli sínu. Á meðan álitsgjafarnir dansa hvað hátílegast á gröfinni og fagna því að „vókið“ unnir „það“ sér engrar hvíldar! Lexían er einföld og hún er þessi: Orðræða þeirra sem eiga hlut að máli um „vók“ blossar ekki upp sem tímabært og frískandi mótvægi gegn sjúkleika sem allir sjá. Blessaðir álitsgjafarnir benda okkur ekki á undirliggjandi mein, ýmist sprottið úr hægri eða vinstri væng stjórnmálanna, eftir því hvern þú spyrð. Þeim er ekki hægt að líkja við sakleysislegt sjúkdómseinkenni, sem eins og þekkist, er vísbending líkamans um að sjúkleiki hafi einhvers staðar grafið um sig. Þvert á móti, álitsgjafarnir eru sjálfur sjúkdómurinn holdi klæddur. Sjúkdómurinn er þessi: Þegar maður stendur frammi fyrir samfélagi sem manni er fyrirmunað að breyta, en sér þó í hendi sér að breytinga er þörf, þá sjá sumir sér þann kost vænstann að sökkva sér á kaf í hugaróra hugmyndafræðinnar og stunda þar óþolandi þrætubókarlist – sem nær engri átt – um illa skilgreinda og innihaldslitla froðu eins og „vók“. Og jafnvel þótt hringavitleysan stefni til tómra vandræða og enginn mannlegur máttur fái hana stöðvað, þá er það engin hörmung – það er einmitt fegurðin í froðunni. Höfundur er heimspekinemi við HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Loksins! Loksins vekja fjölmiðlar máls á hugtakinu „vók“. Ekki svo að skilja að ég haldi því fram að orðið hafi ekki legið eins og hlussuleg mara yfir samfélagsumræðunni, eins og ósýnileg vofa sem bjó um sig í sameiginlegu hugskoti samfélagsins síðla árs 2012, en stígur ekki fram fyrr en nú og kynnir sig með nafni. Nei, engum yrði ágengt að neita því, enda á allt framangreint við um orðskrýpið „woke“. Það sem ég meina er að loksins eru álitsgjafarnir, sem hafa barist um skilgreiningarvaldið, beðnir að útskýra á mannamáli hvað „vók“ eiginlega þýðir, á opinberum vettvangi. Er það uppdiktaður merkimiði sem öfgaöfl hægristjórnmála klína á andstæðinga sína til að grafa undan þeim; eða lýsir það hinum réttnefndu krossförum smásmyglinnar, sem setja saklausa borgara á gapastokkinn fyrir hið minnsta feilspor? Er „vók“ lymskulegt verkfæri sem þarf að hrifsa úr höndum hægrimanna eða er það gunnfáni froðufellandi byltingarsinna sem eyra engu til að tryggja framgang hugmyndafræði sinnar? Þegar til kastanna kemur virðast bæði sjónarmiðin í senn hafa eitthvað og ekkert til síns máls. En hvernig stendur á því? Það er vegna þess að „vók“ er óþolandi og steingeld þrætubókarlist; óstöðvandi teygjutvist samfélagslegrar togstreitu. „Vók“ er værðarvoða; þægilegur hægindarstóll gáfumannsins sem málar sér sökudólg, sendir honum langt nef, og fnæsir yfir því að hann skuli standa í vegi fyrir heildstæðni samfélagsins. „Vók“ er umræða sem snýst upp í andhverfu sína og hindrar breytingarnar sem hún sjálf boðar. Enda hefur einhver alltaf – eins og heyrðist í Pallborðsumræðum Vísis fyrir skemmstu – vit á því að spyrja (og nú dramatísera ég orðalagið mjög án þess að skemma inntakið): „Af hverju erum við yfirhöfuð að tala um þetta útþynnta, óljósa og í eðlis sínu afvegaleiðandi orðskrýpi sem „vók“ er orðið?“. Það er ekki nema von að einhver spyrji... Af hverju mokum við okkur ekki upp úr þessum „vók“ skurði og tölum um málaflokka og breytingar sem hvíla á fólki, eins og húsnæðismál, eða efnahagsmál? En þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvað ef það er vegna þess, að umræður um efnahags- og húsnæðismál – eða hvaðeina sem skiptir máli – eiga sér raunverulegan farveg og raunverulegar lausnir; öfugt við þá gegndarlusu þrætubókarlist sem sprettur af orðum eins og „vók“? Þegar rætt er um húsnæðismál er hægt að sammælast um að ráðast þurfi í frekari húsnæðisuppbyggingu til að koma málaflokknum á réttan kjöl. Þegar enn er spurt: „Hvernig ætlum við að bæta efnahaginn?“ Þá er því kannski svarað að ráðast þurfi í aukna verðmætasköpun. Í báðum tilfellum felst lausnin í því að yfirgefa löngu súrnað saumaklúbbsspjall og láta hendur standa fram úr ermum; með öðrum orðum, að gera eitthvað, en ekki bara að tala. Taumlaust tal er oft ekki til annars fallið en að slá á frest því sem þarfnast umsvifalausrar athygli. Liggur þá ekki í augum uppi að „vók“ er samfélagsleg frestunarárátta? Þessi „vók“ umræða líkist ofhugsunum kvíðasjúklins sem vegna röskunnar sinnar kemst ekki af stað með neitt og nýtur fyrir vikið ekki einnar skýrrar hugsunar um það hvert förinni er heitið; og þar með er förinni heitið í hring. Enda sjáum við að það er engum skýrleika til að dreifa um framtíð orðsins „vók“ eins og um efnahags- eða húsnæðismál; það er ekki einu sinni hægt að slá botni í skilgreiningu orðsins án þess að tvímæli séu í tafli; og ef menn sæju sóma sinn í því að hætta að vekja orðið aftur til lífsins þá væri það jarðsungið í eitt skipti fyrir öll. En hér virðast álitsgjafarnir eins hugfangnir af afturgöngum og dulspekingarnir eru af stjörnukukli sínu. Á meðan álitsgjafarnir dansa hvað hátílegast á gröfinni og fagna því að „vókið“ unnir „það“ sér engrar hvíldar! Lexían er einföld og hún er þessi: Orðræða þeirra sem eiga hlut að máli um „vók“ blossar ekki upp sem tímabært og frískandi mótvægi gegn sjúkleika sem allir sjá. Blessaðir álitsgjafarnir benda okkur ekki á undirliggjandi mein, ýmist sprottið úr hægri eða vinstri væng stjórnmálanna, eftir því hvern þú spyrð. Þeim er ekki hægt að líkja við sakleysislegt sjúkdómseinkenni, sem eins og þekkist, er vísbending líkamans um að sjúkleiki hafi einhvers staðar grafið um sig. Þvert á móti, álitsgjafarnir eru sjálfur sjúkdómurinn holdi klæddur. Sjúkdómurinn er þessi: Þegar maður stendur frammi fyrir samfélagi sem manni er fyrirmunað að breyta, en sér þó í hendi sér að breytinga er þörf, þá sjá sumir sér þann kost vænstann að sökkva sér á kaf í hugaróra hugmyndafræðinnar og stunda þar óþolandi þrætubókarlist – sem nær engri átt – um illa skilgreinda og innihaldslitla froðu eins og „vók“. Og jafnvel þótt hringavitleysan stefni til tómra vandræða og enginn mannlegur máttur fái hana stöðvað, þá er það engin hörmung – það er einmitt fegurðin í froðunni. Höfundur er heimspekinemi við HÍ
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun