Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2025 06:31 Faðir konunnar var fluttur frá heimili sínu í Garðabæ á bráðamóttöku Landspítalans árla morguns á föstudag. Hann lést á spítalanum síðar þann dag. Vísir/vilhelm Áttræður karlmaður sem lést á föstudag fékk fyrir hjartað snemma þann morgun á heimili sínu í Garðabænum. Dóttir hans sætir einangrun í tengslum við rannsókn málsins. Um fjölskylduharmleik er að ræða. Niðurstaða rannsóknar um dánarorsök hins látna liggur ekki enn fyrir. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á sunnudagsmorgun að lögreglu hefði borist tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eiginkona mannsins sem hringdi í Neyðarlínuna eftir að hann hneig niður snemma á föstudagsmorgun. Mun maðurinn hafa fengið fyrir hjartað. Hann var fluttur á Landspítalann og lést þar síðar um daginn. Lögregla hefur haldið nokkuð þétt að sér spilunum við rannsókn málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu bjuggu hjónin í einbýlishúsi í Garðabænum ásamt 28 ára einkadóttur sinni. Rannsakað er hvort dóttirin hafi hugsanlega átt þátt í andláti föður síns. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fólk sem þekkir til fjölskyldunnar haft nokkrar áhyggjur af samskiptum dótturinnar við foreldra sína um nokkurt skeið. Dóttirin hafi verið mjög háð foreldrum sínum, notið stuðnings frá þeim og búið á heimili þeirra. Viðmælendur fréttastofu lýsa því að dóttirin hafi á tíðum undanfarin ár sýnt af sér hegðun sem flokka mætti allt frá mikilli frekju yfir í andlegt og líkamlegt ofbeldi. Foreldrarnir hafi aldrei virst vilja gera nokkuð mál úr hegðuninni. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta við fréttastofu að móðirin hafi stöðu brotaþola í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru áverkar á konunni sem er rúmlega sjötug. Ekki er grunur um að vopnum hafi verið beitt í samskiptum dótturinnar við foreldra hennar áður en hringt var á Neyðarlínuna á föstudagsmorgun. Þá er heldur ekki nokkur grunur um að fíkniefni eða neyslu eins og er svo oft tilfellið í sakamálarannsóknum hérlendis þar sem einhver ber líkamlegan skaða. Dóttirin var handtekin á heimili fjölskyldunnar á föstudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna síðar þann dag. Hún sætir einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði til miðvikudags. Lögregla gerir almennt kröfu um einangrun til að byrja með í gæsluvarðhaldi. Telja má ólíklegt að lögregla krefjist frekari einangrunarvistar jafnvel þótt áfram verði farið fram á gæsluvarðhald. Rannsókn málsins er sögð á viðkvæmu stigi og lögregla hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um málið umfram það sem fram kom í yfirlýsingu um helgina. Lögregla staðfestir þó við fréttastofu að niðurstaða rannsóknar um dánarorsök hins látna liggi ekki enn fyrir. Lögreglumál Garðabær Rannsókn á andláti í Garðabæ Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á sunnudagsmorgun að lögreglu hefði borist tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eiginkona mannsins sem hringdi í Neyðarlínuna eftir að hann hneig niður snemma á föstudagsmorgun. Mun maðurinn hafa fengið fyrir hjartað. Hann var fluttur á Landspítalann og lést þar síðar um daginn. Lögregla hefur haldið nokkuð þétt að sér spilunum við rannsókn málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu bjuggu hjónin í einbýlishúsi í Garðabænum ásamt 28 ára einkadóttur sinni. Rannsakað er hvort dóttirin hafi hugsanlega átt þátt í andláti föður síns. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fólk sem þekkir til fjölskyldunnar haft nokkrar áhyggjur af samskiptum dótturinnar við foreldra sína um nokkurt skeið. Dóttirin hafi verið mjög háð foreldrum sínum, notið stuðnings frá þeim og búið á heimili þeirra. Viðmælendur fréttastofu lýsa því að dóttirin hafi á tíðum undanfarin ár sýnt af sér hegðun sem flokka mætti allt frá mikilli frekju yfir í andlegt og líkamlegt ofbeldi. Foreldrarnir hafi aldrei virst vilja gera nokkuð mál úr hegðuninni. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta við fréttastofu að móðirin hafi stöðu brotaþola í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru áverkar á konunni sem er rúmlega sjötug. Ekki er grunur um að vopnum hafi verið beitt í samskiptum dótturinnar við foreldra hennar áður en hringt var á Neyðarlínuna á föstudagsmorgun. Þá er heldur ekki nokkur grunur um að fíkniefni eða neyslu eins og er svo oft tilfellið í sakamálarannsóknum hérlendis þar sem einhver ber líkamlegan skaða. Dóttirin var handtekin á heimili fjölskyldunnar á föstudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna síðar þann dag. Hún sætir einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði til miðvikudags. Lögregla gerir almennt kröfu um einangrun til að byrja með í gæsluvarðhaldi. Telja má ólíklegt að lögregla krefjist frekari einangrunarvistar jafnvel þótt áfram verði farið fram á gæsluvarðhald. Rannsókn málsins er sögð á viðkvæmu stigi og lögregla hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um málið umfram það sem fram kom í yfirlýsingu um helgina. Lögregla staðfestir þó við fréttastofu að niðurstaða rannsóknar um dánarorsök hins látna liggi ekki enn fyrir.
Lögreglumál Garðabær Rannsókn á andláti í Garðabæ Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira