„Holan var of djúp“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. apríl 2025 22:50 Rúnar Ingi hefur lokið leik í vetur og er ansi svekktur yfir því að liðið hafi kastað frá sér heimavallarréttindum í fyrsta leik Vísir/Hulda Margrét Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki sáttur með að ljúka leik í kvöld þegar Njarðvíkingar töpuðu á Álftanesi 104-89 en þegar upp er staðið situr tapið í fyrsta leik á heimavelli mest í honum. „Þessi leikur, eins og kannski í leik tvo, þá byrjar leikurinn þannig að þeir svínhitta, fjórir af fjórum, á móti svæðis maður á mann vörninni okkar. Einhvern veginn finna taktinn og svo heldur það bara svolítið þannig áfram. Við komum alveg til baka, finnum einhver svör og finnum að takturinn er að koma til okkar en alltaf fengu þeir svör. Svo í byrjun þriðja leikhluta þá fer þetta bara. Þá erum við ekki nógu klókir, þeir finna veikleika í okkar vörn og setja niður stór skot. Holan var of djúp.“ Álftnesingar komust mest 21 stigi yfir í upphafi seinni hálfleiks og Njarðvíkingar voru einfaldlega komnir í djúpa holu þar sem þeir komust ekki aftur upp úr. „Þeir voru bara að ýta okkur í erfiðar sóknaraðgerðir. Ná einhvern veginn að koma okkur úr jafnvægi. Við náðum ekki að setja upp í vörninni okkar nægilega vel og ef við náðum að setja upp vorum við kannski ekki með bestu staðsetningarnar.“ Fjarvera David Okeke átti að lokum eftir að riðla meira í leik Njarðvíkinga en Álftnesinga. „Þeir náttúrulega minni í dag sem endar með því, sem ég er kannski ekki búinn að gera áður á tímabilinu, að Milka situr síðustu fimmtán. Þá breytum við bara um takt og förum að skipta á öllu og reynum að sprengja þetta eitthvað upp.“ Eftir gott tímabil hjá Njarðvíkingum sem enduðu í 3. sæti deildarinnar er uppskeran rýr og Rúnar var með fókusinn á tapið í fyrsta leiknum í einvíginu, en þar fór heimavallarrétturinn út um gluggann. „Það er kannski mest svekkjandi í þessu eftir mikla vinnu yfir allt tímabilið þá einhvern veginn núna þá er stærra að við töpum í fyrsta leik á heimavelli. Þeir voru bara góðir í þessu húsi, bæði í leik tvö og núna. Núna vildi ég að við ættum inni heimavöll og værum á leið í leik fimm en við gáfum upp heimavöllinn í fyrsta leik og það er ógeðslega svekkjandi.“ Það komu ófá augnablik í leiknum í kvöld þar sem Njarðvíkingar virtust vera sjálfum sér verstir, bæði í vörn og sókn en Rúnar átti skýringar á þeim ákvörðunum. „Það er oft þegar þú ert að reyna að sprengja leikinn svona upp að þú ert að taka aðeins meiri áhættur og ert að flýta sóknarleiknum kannski á sama tíma. Ég var að reyna að hægja aðeins á okkur því það var alveg nægur tími eftir og við vorum komnir með leikinn í ágætis jafnvægi. Svo kemur einn tapaður bolti eða við vorum aðeins of gráðugir í vörninni. Það eru svona lítil atriði.“ Hann var þrátt fyrir allt sáttur við þá ákefð sem hans leikmenn lögðu í leikinn. „En á þessum síðustu fimmtán mínútum, það sem ég bað menn um að gera var að leggja sig fram og það voru menn að gera. Menn voru á fullu. Við áttum margar góðar varnir í seinni þar sem við vorum að koma þeim í vandræði með því að vera duglegir en svo gerist það líka að við opnum okkur og við vorum of æstir og það er bara eitthvað sem þú verður að taka þegar þú ert kominn í svona útspil varnarlega.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
„Þessi leikur, eins og kannski í leik tvo, þá byrjar leikurinn þannig að þeir svínhitta, fjórir af fjórum, á móti svæðis maður á mann vörninni okkar. Einhvern veginn finna taktinn og svo heldur það bara svolítið þannig áfram. Við komum alveg til baka, finnum einhver svör og finnum að takturinn er að koma til okkar en alltaf fengu þeir svör. Svo í byrjun þriðja leikhluta þá fer þetta bara. Þá erum við ekki nógu klókir, þeir finna veikleika í okkar vörn og setja niður stór skot. Holan var of djúp.“ Álftnesingar komust mest 21 stigi yfir í upphafi seinni hálfleiks og Njarðvíkingar voru einfaldlega komnir í djúpa holu þar sem þeir komust ekki aftur upp úr. „Þeir voru bara að ýta okkur í erfiðar sóknaraðgerðir. Ná einhvern veginn að koma okkur úr jafnvægi. Við náðum ekki að setja upp í vörninni okkar nægilega vel og ef við náðum að setja upp vorum við kannski ekki með bestu staðsetningarnar.“ Fjarvera David Okeke átti að lokum eftir að riðla meira í leik Njarðvíkinga en Álftnesinga. „Þeir náttúrulega minni í dag sem endar með því, sem ég er kannski ekki búinn að gera áður á tímabilinu, að Milka situr síðustu fimmtán. Þá breytum við bara um takt og förum að skipta á öllu og reynum að sprengja þetta eitthvað upp.“ Eftir gott tímabil hjá Njarðvíkingum sem enduðu í 3. sæti deildarinnar er uppskeran rýr og Rúnar var með fókusinn á tapið í fyrsta leiknum í einvíginu, en þar fór heimavallarrétturinn út um gluggann. „Það er kannski mest svekkjandi í þessu eftir mikla vinnu yfir allt tímabilið þá einhvern veginn núna þá er stærra að við töpum í fyrsta leik á heimavelli. Þeir voru bara góðir í þessu húsi, bæði í leik tvö og núna. Núna vildi ég að við ættum inni heimavöll og værum á leið í leik fimm en við gáfum upp heimavöllinn í fyrsta leik og það er ógeðslega svekkjandi.“ Það komu ófá augnablik í leiknum í kvöld þar sem Njarðvíkingar virtust vera sjálfum sér verstir, bæði í vörn og sókn en Rúnar átti skýringar á þeim ákvörðunum. „Það er oft þegar þú ert að reyna að sprengja leikinn svona upp að þú ert að taka aðeins meiri áhættur og ert að flýta sóknarleiknum kannski á sama tíma. Ég var að reyna að hægja aðeins á okkur því það var alveg nægur tími eftir og við vorum komnir með leikinn í ágætis jafnvægi. Svo kemur einn tapaður bolti eða við vorum aðeins of gráðugir í vörninni. Það eru svona lítil atriði.“ Hann var þrátt fyrir allt sáttur við þá ákefð sem hans leikmenn lögðu í leikinn. „En á þessum síðustu fimmtán mínútum, það sem ég bað menn um að gera var að leggja sig fram og það voru menn að gera. Menn voru á fullu. Við áttum margar góðar varnir í seinni þar sem við vorum að koma þeim í vandræði með því að vera duglegir en svo gerist það líka að við opnum okkur og við vorum of æstir og það er bara eitthvað sem þú verður að taka þegar þú ert kominn í svona útspil varnarlega.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira