„Holan var of djúp“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. apríl 2025 22:50 Rúnar Ingi hefur lokið leik í vetur og er ansi svekktur yfir því að liðið hafi kastað frá sér heimavallarréttindum í fyrsta leik Vísir/Hulda Margrét Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki sáttur með að ljúka leik í kvöld þegar Njarðvíkingar töpuðu á Álftanesi 104-89 en þegar upp er staðið situr tapið í fyrsta leik á heimavelli mest í honum. „Þessi leikur, eins og kannski í leik tvo, þá byrjar leikurinn þannig að þeir svínhitta, fjórir af fjórum, á móti svæðis maður á mann vörninni okkar. Einhvern veginn finna taktinn og svo heldur það bara svolítið þannig áfram. Við komum alveg til baka, finnum einhver svör og finnum að takturinn er að koma til okkar en alltaf fengu þeir svör. Svo í byrjun þriðja leikhluta þá fer þetta bara. Þá erum við ekki nógu klókir, þeir finna veikleika í okkar vörn og setja niður stór skot. Holan var of djúp.“ Álftnesingar komust mest 21 stigi yfir í upphafi seinni hálfleiks og Njarðvíkingar voru einfaldlega komnir í djúpa holu þar sem þeir komust ekki aftur upp úr. „Þeir voru bara að ýta okkur í erfiðar sóknaraðgerðir. Ná einhvern veginn að koma okkur úr jafnvægi. Við náðum ekki að setja upp í vörninni okkar nægilega vel og ef við náðum að setja upp vorum við kannski ekki með bestu staðsetningarnar.“ Fjarvera David Okeke átti að lokum eftir að riðla meira í leik Njarðvíkinga en Álftnesinga. „Þeir náttúrulega minni í dag sem endar með því, sem ég er kannski ekki búinn að gera áður á tímabilinu, að Milka situr síðustu fimmtán. Þá breytum við bara um takt og förum að skipta á öllu og reynum að sprengja þetta eitthvað upp.“ Eftir gott tímabil hjá Njarðvíkingum sem enduðu í 3. sæti deildarinnar er uppskeran rýr og Rúnar var með fókusinn á tapið í fyrsta leiknum í einvíginu, en þar fór heimavallarrétturinn út um gluggann. „Það er kannski mest svekkjandi í þessu eftir mikla vinnu yfir allt tímabilið þá einhvern veginn núna þá er stærra að við töpum í fyrsta leik á heimavelli. Þeir voru bara góðir í þessu húsi, bæði í leik tvö og núna. Núna vildi ég að við ættum inni heimavöll og værum á leið í leik fimm en við gáfum upp heimavöllinn í fyrsta leik og það er ógeðslega svekkjandi.“ Það komu ófá augnablik í leiknum í kvöld þar sem Njarðvíkingar virtust vera sjálfum sér verstir, bæði í vörn og sókn en Rúnar átti skýringar á þeim ákvörðunum. „Það er oft þegar þú ert að reyna að sprengja leikinn svona upp að þú ert að taka aðeins meiri áhættur og ert að flýta sóknarleiknum kannski á sama tíma. Ég var að reyna að hægja aðeins á okkur því það var alveg nægur tími eftir og við vorum komnir með leikinn í ágætis jafnvægi. Svo kemur einn tapaður bolti eða við vorum aðeins of gráðugir í vörninni. Það eru svona lítil atriði.“ Hann var þrátt fyrir allt sáttur við þá ákefð sem hans leikmenn lögðu í leikinn. „En á þessum síðustu fimmtán mínútum, það sem ég bað menn um að gera var að leggja sig fram og það voru menn að gera. Menn voru á fullu. Við áttum margar góðar varnir í seinni þar sem við vorum að koma þeim í vandræði með því að vera duglegir en svo gerist það líka að við opnum okkur og við vorum of æstir og það er bara eitthvað sem þú verður að taka þegar þú ert kominn í svona útspil varnarlega.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
„Þessi leikur, eins og kannski í leik tvo, þá byrjar leikurinn þannig að þeir svínhitta, fjórir af fjórum, á móti svæðis maður á mann vörninni okkar. Einhvern veginn finna taktinn og svo heldur það bara svolítið þannig áfram. Við komum alveg til baka, finnum einhver svör og finnum að takturinn er að koma til okkar en alltaf fengu þeir svör. Svo í byrjun þriðja leikhluta þá fer þetta bara. Þá erum við ekki nógu klókir, þeir finna veikleika í okkar vörn og setja niður stór skot. Holan var of djúp.“ Álftnesingar komust mest 21 stigi yfir í upphafi seinni hálfleiks og Njarðvíkingar voru einfaldlega komnir í djúpa holu þar sem þeir komust ekki aftur upp úr. „Þeir voru bara að ýta okkur í erfiðar sóknaraðgerðir. Ná einhvern veginn að koma okkur úr jafnvægi. Við náðum ekki að setja upp í vörninni okkar nægilega vel og ef við náðum að setja upp vorum við kannski ekki með bestu staðsetningarnar.“ Fjarvera David Okeke átti að lokum eftir að riðla meira í leik Njarðvíkinga en Álftnesinga. „Þeir náttúrulega minni í dag sem endar með því, sem ég er kannski ekki búinn að gera áður á tímabilinu, að Milka situr síðustu fimmtán. Þá breytum við bara um takt og förum að skipta á öllu og reynum að sprengja þetta eitthvað upp.“ Eftir gott tímabil hjá Njarðvíkingum sem enduðu í 3. sæti deildarinnar er uppskeran rýr og Rúnar var með fókusinn á tapið í fyrsta leiknum í einvíginu, en þar fór heimavallarrétturinn út um gluggann. „Það er kannski mest svekkjandi í þessu eftir mikla vinnu yfir allt tímabilið þá einhvern veginn núna þá er stærra að við töpum í fyrsta leik á heimavelli. Þeir voru bara góðir í þessu húsi, bæði í leik tvö og núna. Núna vildi ég að við ættum inni heimavöll og værum á leið í leik fimm en við gáfum upp heimavöllinn í fyrsta leik og það er ógeðslega svekkjandi.“ Það komu ófá augnablik í leiknum í kvöld þar sem Njarðvíkingar virtust vera sjálfum sér verstir, bæði í vörn og sókn en Rúnar átti skýringar á þeim ákvörðunum. „Það er oft þegar þú ert að reyna að sprengja leikinn svona upp að þú ert að taka aðeins meiri áhættur og ert að flýta sóknarleiknum kannski á sama tíma. Ég var að reyna að hægja aðeins á okkur því það var alveg nægur tími eftir og við vorum komnir með leikinn í ágætis jafnvægi. Svo kemur einn tapaður bolti eða við vorum aðeins of gráðugir í vörninni. Það eru svona lítil atriði.“ Hann var þrátt fyrir allt sáttur við þá ákefð sem hans leikmenn lögðu í leikinn. „En á þessum síðustu fimmtán mínútum, það sem ég bað menn um að gera var að leggja sig fram og það voru menn að gera. Menn voru á fullu. Við áttum margar góðar varnir í seinni þar sem við vorum að koma þeim í vandræði með því að vera duglegir en svo gerist það líka að við opnum okkur og við vorum of æstir og það er bara eitthvað sem þú verður að taka þegar þú ert kominn í svona útspil varnarlega.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik