Fótbolti

Ætlar ekki að verja for­ystuna

Valur Páll Eiríksson skrifar
Arteta vill sjá sína menn sækja til sigurs í kvöld.
Arteta vill sjá sína menn sækja til sigurs í kvöld. Marc Atkins/Getty Images

Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir ljóst að leikmenn liðs hans mæti ekki til leiks gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld með það fyrir augum að verja forystu sína. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0.

Tvö stórglæsileg aukaspyrnumörk Declan Rice lögðu grunninn að frábærum 3-0 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum í síðustu viku. Mikel Merino skoraði þriðja mark liðsins í leiknum.

Að mæta Real Madrid á Meistaradeildarkvöldi á Bernabeu-vellinum er allt önnur skepna og margur sem spáir því að Madrídingar geti hæglega snúið einvíginu við.

https://www.visir.is/k/12406f49-1537-46de-ba14-fdb31997ce5d-1744147570122/hoddi-magg-for-a-kostum-thegar-arsenal-skoradi-thrju

Arteta segir í aðdraganda leiks að mikilvægt sé fyrir leikmenn Arsenal að mæta ekki þangað til að verja forystu liðsins. Þeir þurfi að stefna á að vinna leikinn, fremur en aðeins einvígið.

„Hugarfarið okkar fyrir leikinn er að mæta hingað og vinna. Það er það sem er mikilvægt, að spila með hugrekki og ákveðni að vopni og gera leikinn að okkar,“

„Það er bara hálfleikur. Það er margt sem þarf að gera. Augljóslega þarf að vinna sér inn fyrir því að komast í undanúrslit keppninnar,“ segir Arteta.

Leikur Real Madrid og Arsenal er klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst á sömu rás klukkan 18:25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×