Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Það mun hafa verið lögreglan sem fór fram á gæsluvarðhaldið en Héraðsdómur Reykjaness samþykkt það. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Hinn látni var karlmaður um áttrætt sem lést á föstudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var konan handtekin í heimahúsi í Garðabæ þar sem viðbragðsaðilar komu að föður hennar snemma á föstudagsmorgun.
Í gærmorgun var greint frá því á Vísi að eiginkona hins látna hefði hringt á neyðarlínuna eftir að hann hneig niður snemma á föstudagsmorgun. Þá hafi hann fengið fyrir hjartað. Maðurinn var fluttur á Landspítalann og lést þar síðar um daginn.
Fram að kom að hjónin hafi búið í einbýlishúsi í Garðabænum ásamt 28 ára einkadóttur sinni, og að nú sé rannsakað er hvort dóttirin hafi hugsanlega átt þátt í andláti föður síns.