Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. apríl 2025 08:02 Forsetar, ráðherrar og alþingismenn eru áberandi í hópi þeirra sem hafa verið forsetar elsta nemendafélags landsins: Málfundarfélagsins Framtíðin í MR, stofnað 1883. Nú ber svo við að þrjú systkini hafa öll verið forsetar félagsins; Valtýr og Elín Halla Kjartansbörn fyrir nokkrum árum og nú sá yngsti í hópnum: Ólafur Kjartansson. Vísir/Anton Brink „Erum við hér að tala við verðandi forseta Íslands eða ráðherra?“ er fyrsta spurningin til þeirra systkina Valtýs Arnar, Elínar Höllu og Ólafs Helga Kjartansbarna. Því öll hafa þau sinnt hlutverki forseta málfundafélagsins Framtíðar í MR. Elsta nemendafélagi landsins. Stofnað árið 1883. Og það er ekki úr lausu lofti gripið að spyrja hvert systkinin stefna í lífinu. Því í hlutverki forseta Framtíðarinnar hafa verið tveir fyrrum forsetar Íslands; Þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Ásgeir Ásgeirsson. Og sex ráðherrar; Svavar Gestsson, Kjartan Jóhannsson, Gunnar Thoroddsen, Bjarni Benediktsson (eldri), Stefán Jóhann Stefánsson og Einar Arnórsson. Í fyrstu og reyndar einu stjórn félagsins sem aðeins hefur verið skipuð konum, sat einnig í stjórn frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands og Ragnhildur Helgadóttir, síðar alþingiskona og forseti Alþingis. Þá má nefna að alls hafa þrettán alþingismenn verið forsetar Framtíðarinnar. Meira um það síðar. En systkinin flissa og skella upp úr: „Það er aldrei að vita. Framtíðin verður að leiða það í ljós,“ svara þau kát. Framtíðin stendur fyrir alls kyns böllum, Morfís keppninni, útgáfu Skinfaxa og fleira. Allt er þetta í samræmi við þau markmið sem ákveðin voru fyrir 142 árum síðan því tilgangur félagsins var þá ritaður sem hér segir: „efla félagsskap og samheldni meðal félagsmanna, að æfa þá í ritsmíði, rökfimi og ræðuhaldi og að efla skemmtan og fróðleik." Böllin, Morfís, Skinfaxi og fleira Það er alvöru stemning fyrir hverja kosningu í stjórn og forsetahlutverk Framtíðarinnar í MR. En til að skýra út hver munurinn er á forsetahlutverki Framtíðarinnar og hinu háttvirta hlutverki Inspector scholae í MR, þá telst það síðarnefnda formannshlutverk nemendafélagsins Skólafélagið; stofnað um 1930. En hvers vegna tvö nemendafélög í einum menntaskóla? „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ svara systkinin og segja nemendur skólans ekkert smá heppna að sagan hafi verið þeim svo hliðholl að hefð sé fyrir tveimur öflugum nemendafélögum. Bæði félögin eru með viðburði allan veturinn en það er líka ákveðin skipting á vetrinum þar sem stærri viðburðir Skólafélagsins er á haustönn en Framtíðarinnar á vorönn,“ útskýrir Elín Halla. Í sögulegu samhengi er Framtíðin þó nokkuð eldri en Skólafélagið því tæplega hálf öld líður á milli stofnunar þessara tveggja félaga. Framtíðin var stofnuð 15.febrúar 1883 í bænastofu Lærða skólans og tók þá við tveimur öðrum félögum. Á vefsíðu skólans segir um upphafið: Framtíðin tók við af tveim öðrum félögum, Bandmannafélaginu og Ingólf, sem stóðu í stöðugum illdeilum vegna eignarhalds harmonikku sem var notuð í dansæfingum. Valtýr Guðmundsson, alþingismaður og sá sem Valtýskan er kennd við, var fyrsti forseti félagsins. Í fyrstu gerð af lögum Framtíðarinnar er lýst yfir að markmið félagsins væri að: „efla félagsskap og samheldni meðal félagsmanna, að æfa þá í ritsmíði, rökfimi og ræðuhaldi og að efla skemmtan og fróðleik. Og þótt nú séu liðin 142 ár, starfar félagið enn samkvæmt þessari lýsingu. Því þekktir viðburðir eins og Morfís keppnin er á vegum Framtíðarinnar, skólablaðið Skinfaxi er gefið út af nemendafélögunum í sameiningu en árlega hefur Framtíðin líka umsjón með fjölda skólaballa og annarra viðburða til dæmis hinum svokallaða MR-VÍ degi. „Árið sem ég var Forseti var mér rænt af Verslóingunum,“ segir Valtýr og skellir upp úr. „Þeir mættu nokkrir úr Versló, rændu mér úr skólanum og settu mig í bílskottið.“ Svona sem hluta af stemningunni sem þessir tveir skólar skapa í tilefni dagsins. Það eru alvöru kosningar og framboð þegar forseti Framtíðarinnar er kosinn. Hér má sjá framboðsplakat Valtýs sem varð forseti árið 2016. Einnig mynd af Valtý með stjórn félagsins það ár og á aldamótaballinu sem þá var haldið. Fortíð og nútíðin í bland Valtýr var forseti Framtíðarinnar 2016-2017, Elín Halla 2018-2019 og þann 11.apríl síðastliðinn tók yngsti bróðirinn við, Ólafur Helgi. „Hann var reyndar einu sinni forseti Framtíðarinnar á öskudaginn, með framtíðarhúfu og allt,“ segja Elín Halla og Valtýr og hópurinn hlær. „Já, ég var sjö ára,“ bætir Ólafur við og kímir. En hvers vegna að bjóða sig fram í þetta hlutverk? „Ég hef áhuga á öllu félagslífstengdu. Var í nemendaráði Hagaskóla í 10.bekk og lærði þá mikið um það hvernig nemendafélög virka. Þetta er því minn áhugi og auðvitað kannski líka áhugi vegna þess að systkini mín voru bæði forsetar Framtíðarinnar,“ svarar Ólafur og bætir við: „Það fylgir þessu mikið stolt en svo heppilega vildi til fyrir mig að í fyrra, þegar ég var busi, var ég stiftamtmaður í stjórn, fékk sem slíkur flest atkvæðin og var því varaforseti félagsins.“ Ha, stiftamtmaður? „Já, áður fyrr voru stjórnarmeðlimir í stjórn kallaðir meðstjórnendur. En nú hefur þessu verið breytt þannig að til viðbótar við hlutverk eins og að vera forseti, gjaldkeri, ritari eða markaðsstjóri, eru aðrir meðstjórnendur kallaðir amtmenn,“ svarar Ólafur. „Þessi umræða var farin af stað og afgreidd þegar ég var. Mér fannst hún reyndar frekar hallærisleg,“ segir Valtýr og hlær. Því já; Það að það séu þrjú systkini búin að sinna sama hlutverkinu þýðir auðvitað ákveðna yfirsýn yfir starfsemi félagsins og mögulega þróun. En hvers vegna orðið ,,amtmaður“? „Ætli það hafi ekki verið sem mótvægi við þau orð sem Skólafélagið hefur á hlutverkum sinna stjórnarfólks; Inspector scholae scriba scholaris, quaestor scholaris og collegae. Við vildum velja gömul íslensk orð eins og amtmaður og stiftamtmaður frekar en latnesk heiti,“ svarar Ólafur. Sem er svo sem vel við hæfi því í íslenskri stjórnsýslu var stiftamtmaður um tíma æðsti fulltrúi Danakonungs, embættisheiti sem síðar breyttist í landshöfðingja. Amtmaður heyrði undir stiftamtmann en hann gegndi því hlutverki að þurfa að vera búsettur á Íslandi og hafa umsjón með löggæslu, dómsmálum og kirkjumálum. Elín Halla varð forseti árið 2018 og hér má sjá Elínu Höllu með sinni stjórn. Í þeirra tíð var fyrsti kvenkynsforseti félagsins heiðraður, Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, en hún var kjörin forseti árið 1949. Síðan þá hefur margt breyst og segja systkinin stráka og stelpur nokkuð jafnvíg í framboðum og kjörum í dag. Hörku kosningar og framboð Systkinin segja mikla kosningastemningu fyrir forseta- og stjórnarkjör í Framtíðina. Kosningavika stendur yfir, pallborðsumræður, frambjóðendur gefa út bæklinga, standa fyrir kynningarbásum þar sem frambjóðendur og stuðningsfólk þeirra kynna áherslur og málefni. „Þegar ég var í framboði buðu sig þrír fram: ég, stelpa og strákur í grínframboði. Stelpan dró framboðið sitt til baka þannig að ég endaði í framboði gegn busastrák sem var bara að gera þetta upp á grínið. Sem ég viðurkenni að var töluverð áskorun því það er eiginlega ekkert grín að vera í framboði gegn gríni. Að vera eitthvað að reyna að gera alvöru úr sínu,“ rifjar Valtýr upp og er nokkuð skemmt. Að kosningastemningin og vinnan í kringum kosningar sé svona mikil er þó nokkuð athyglisvert með tilliti til þess að þrettán alþingismenn hafa sinnt hlutverki forseta; Sæunn Stefánsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Guðmundur Steingrímsson, Birgir Ármann, Mörður Árnason, Birgir Kjaran, Thor Thors (einnig sendiherra), Einar Olgeirsson, Bergur Jónsson, Gísli Sveinsson (einnig sendiherra), Haraldur Níelsson (einnig prófessor), Guðmundur Björnsson (einnig landlæknir) og Valtýr Guðmundsson (einnig prófessor). En takið eftir; Langur og merkur listi karlmanna þannig að nú er spurt; Hvernig eru kynjamálin núna? „Allt öðruvísi, nú er þetta jafnt,“ svara systkinin. „Síðustu þrír forsetar á undan mér til dæmis voru allt konur,“ segir Ólafur. „Ég gæti trúað að þetta hafi farið að breytast fyrir alvöru fyrir svona þrjátíu árum síðan,“ segir Valtýr hugsi. Elín Halla var til dæmis ellefti kvenforseti félagsins. Í hennar tíð var fyrsti kvenforsetinn heiðraður; Ingibjörg Ýr Pálmadóttir. Það var árið 2019 en þá voru 70 ár frá því að Ingibjörg sigraði forsetakosningu Framtíðar. Í sögubroti um félagið segir á vefsíðu MR: 1948 fengu stúlkur Framtíðarinnar nóg af rembingi og skæting karlkyns félagsmanna og stofnuði sitt eigið málfundafélag, Málfundafélag Menntaskólastúlkna. Dó félagið hins vegar fljótt því að þær buðu sig næsta ár til Framtíðarstjórnar og unnu. Er þetta í fyrsta skipti og eina skipti að Framtíðarstjórn hefur bara verið sitin af kvenfólki. Ingibjörg Pálmadóttir var forseti Framtíðarinnar en einnig sátu í stjórn Ragnhildur Helgadóttir (síðar Alþingiskona) og Vigdís Finnbogadóttir (síðar Forseti lýðveldisins). Eftir þessa stjórn varð þátttaka stúlkna fyrirferðameiri á málfundum. Hér má sjá framboðsplakat Ólafs, mynd þegar ný stjórn tók við í apríl 2025 og mynd frá árshátíðarballinu sem Framtíðin stóð fyrir árið 2025. Ólafur segist oft leita í reynslu systkina sinna, sem hafi nýst vel og eins sé það að hjálpa að endurvekja mögulega hefðir sem hurfu svolítið á tímum Covid. Annað skemmtilegt úr sögunni er að þótt systkinin þrjú séu þau fyrstu til að vera þrjú talsins og öll í hlutverki Forsetans, eru þau þó ekki einu systkinin í sögu félagsins. Því samkvæmt ættfróðum manni í fjölskyldu systkinanna þriggja, átti Ingibjörg Ýr sjálf bróður sem gegndi forsetahlutverkinu um áratugi síðar en hún. Þá hafa systkinin Gunnlaugur Johnson arkitekt og Helga Guðrún Johnson blaðamaður og rithöfundur bæði gegnt forsetahlutverkinu. En hvernig er þetta þá þegar þið hittist þrjú saman; Eruð þið þá alltaf að tala um Framtíðina eða með skiptar skoðanir á starfseminni, straumum eða stefnum? „Já stundum,“ svara systkinin og hlæja. En auðvitað ekki alltaf. „Ég hef samt mikið leitað til þeirra, bæði fyrir og eftir framboðið og spurt þau hvort og hvað þeim finnist mögulega vanta eða mega gera betur. Og ég mun án efa nýta mér þeirra visku og þekkingu áfram. Þau sögðu mér til dæmis frá því að einn stærsti viðburðurinn þegar þau voru, hafi verið miðannarballið. Sem við viljum reyna að endurvekja núna og ég þori eiginlega að lofa nú þegar að við náum,“ segir Ólafur og bætir við að hann starfi með frábærum hópi og mjög metnaðarfullum í stjórn. Sem Valtýr og Elín Halla segja einnig hafa átt við um þeirra stjórnir. „En það tapaðist margt í Covid. Því það þarf ekki langan tíma fyrir hefðir og venjur að detta út og gleymast. Um leið og eitthvað hefur ekki verið haldið einu sinni, er eins og það hafi aldrei verið gert. Í Covid liðu um þrjú ár þar sem lítið var hægt að gera og við Elín höfum alveg heyrt það á Óla að það er margt sem var í gangi þegar við vorum, sem nemendur í skólanum í dag hafa ekki heyrt um,“ segir Valtýr. Systkinin segja heilmikla vinnu hljótast af hlutverkinu. „Eflaust hefði ég getað útskrifast með aðeins hærri einkunnir en ég gerði, því námið í MR er krefjandi og það að vera forseti og jafnvel vinna hlutastarf með skóla eins og ég gerði, tók allt heilmikinn tíma,“ segir Elín Halla. „Þetta er líka nálægt því að vera fullt starf án launa. Því undir félagið heyra margar undirnefndir og þú þarft að vera í miklu og góðu sambandi við þær, síðan að vinna með skólastjórnendum og jafnvel að svara fyrir einhverja hluti sem hafa komið upp og svo framvegis,“ segir Valtýr og rifjar upp til dæmis símahrekki og annað sem undirnefndir stóðu fyrir og ræða þurfti alvarlega með skólastjórnendum. „Starfið skiptist samt svolítið í tvennt; annars vegar að vera skemmtilegt og ganga út á að efla félagslífið en hins vegar að standa vörð um hagsmuni nemenda og vera málsvari þeirra í réttindabaráttu nemenda og svo framvegis. Sem fulltrúar Framtíðarinnar tekur MR til dæmis þátt í þingi Sambandi íslenskra framhaldsskólanema þar sem ýmiss stefnumótun fer fram og fleira,“ segir Valtýr. Sem klikkir síðan út með rúsínuna í pylsuendanum: En þetta er líka rosalega skemmtileg og góð reynsla. Því þarna ertu með margar milljónir króna til að eyða í aðeins eitt: Að hafa gaman með nemendum!“ Systkinin eru öll sammála því að það að gegna forsetahlutverkinu hjá Framtíðinni sé góður undirbúningur fyrir atvinnulífið seinna meir. Félagið sé að mörgu leyti eins og rekstur, þar sem forsetinn er með margar undirnefndir, nemendur, skólastjórn, fjárráð og fleira að huga að. Svo ekki sé talað um þjálfunina sem felst í að læra betur að hlusta á fólk og að taka gagnrýni.Vísir/Anton Brink Góður undirbúningur fyrir framtíðina Valtýr er hugbúnaðarverkfræðingur og meðstofnandi sprotafyrirtækisins Euler. Elín Halla er hins vegar hagfræðingur sem starfar að umbótaverkefnum hjá Icelandair. En ætli það að gegna svona forsetahlutverki í nemendafélagi sé reynsla sem síðar nýtist í atvinnulífinu? „Já klárlega,“ að mati systkinanna. „Þetta er ekkert ósvipað og að standa í rekstri,“ segir Valtýr og bætir við: „Því sem forseti Framtíðarinnar ertu í raun eins og yfirmaður í stóru fyrirtæki. Endalaust að vinna með undirstjórnum félagsins og þeim sem starfa með manni í stjórn að ólíkum verkefnum; með leikfélaginu, að útgáfu skólablaðsins, að standast væntingar nemenda, sannfæra skólastjórnina um að allt sé í lagi, slökkva elda þegar þarf, fá tilboð í prentun og annað. Allt eru þetta verkefni sem í raun eru smá sýnishorn af því hvernig það er að vera stjórnandi í fyrirtæki.“ Elín Halla er þessu sammála og segir: „Mér gengur alltaf best að vinna þegar það er mikið að gera og ég með marga bolta á lofti á sama tíma. Sem ég myndi segja að svona hlutverk undirbúi mann líka vel undir því það að vinna undir álagi og að mörgu í einu er eitthvað sem fylgir því að starfa í atvinnulífinu.“ Elín Halla vill líka bæta við þeirri reynslu sem hlýst af því að bera ábyrgð á fjármálum félagsins og fleira tengt rekstrinum. „Ég er ekkert viss um að margir sem eru að útskrifast úr menntaskóla 18 – 19 ára hafi slíka reynslu,“ segir Elín Halla og bætir enn einu atriðinu við: ,,Þetta var líka góð æfing í að hringja í alls konar fólk.“ Loks bætir Ólafur við enn einu atriðinu: Mér finnst maður líka læra að taka gagnrýni og að hlusta á fólk. Því það að vera forseti þýðir að þótt enginn sé fúll eða óánægður með neitt, þá vilja nemendur koma sínum sjónarmiðum á framfæri, líka um það sem betur má fara. Að vera í þessu hlutverki finnst mér því kenna manni hvoru tveggja; Að taka gagnrýni á jákvæðan hátt og að vera virkur í að hlusta á hvað fólk segir.“ Tengdar fréttir Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Það er ekkert smá gaman að spjalla við vinina Guðbrand Randver Sigurðsson og Davíð Þór Kristjánsson, sem nú fara fyrir fyrirtækinu IDS á Íslandi en stofnuðu Endor árið 2015; sem síðar var selt til Sýnar, en klauf sig þaðan út í fyrra og er nú hluti af alþjóðlegu keðjunni IDS. 13. febrúar 2025 07:03 Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Það er gaman að taka spjallið við þá Sveinbjörn Traustason og Davíð Örn Ingimarsson, æskufélaga sem ákváðu að gerast frumkvöðlar og stofna fyrirtæki sem leigir útlendingum úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað. 11. desember 2024 07:01 Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur „Við erum að blása lífi í allar þessar týndu sögur,“ segir Jón Orri Sigurðarson annar af tveimur stofnendum fyrirtækisins Guyde sem nú vinnur að því að þróa leiðsöguapp sem svo sannarlega gæti komið Íslendingum og öðrum til góða á ferðalögum um landið. 12. desember 2024 07:03 „Við litum hvort á annað og sögðum upphátt: Þetta er samruni!“ „Þetta var svo fyndið því að um morguninn fengum við sams konar tölvupóst frá forstjórunum okkar sem tilkynntu mikilvægan starfsmannafund. Við litum hvort á annað og sögðum upphátt: Þetta er samruni!“ segir Rebekka Rún Jóhannesdóttir og hlær. 2. janúar 2024 07:01 „Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Sjá meira
Elsta nemendafélagi landsins. Stofnað árið 1883. Og það er ekki úr lausu lofti gripið að spyrja hvert systkinin stefna í lífinu. Því í hlutverki forseta Framtíðarinnar hafa verið tveir fyrrum forsetar Íslands; Þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Ásgeir Ásgeirsson. Og sex ráðherrar; Svavar Gestsson, Kjartan Jóhannsson, Gunnar Thoroddsen, Bjarni Benediktsson (eldri), Stefán Jóhann Stefánsson og Einar Arnórsson. Í fyrstu og reyndar einu stjórn félagsins sem aðeins hefur verið skipuð konum, sat einnig í stjórn frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands og Ragnhildur Helgadóttir, síðar alþingiskona og forseti Alþingis. Þá má nefna að alls hafa þrettán alþingismenn verið forsetar Framtíðarinnar. Meira um það síðar. En systkinin flissa og skella upp úr: „Það er aldrei að vita. Framtíðin verður að leiða það í ljós,“ svara þau kát. Framtíðin stendur fyrir alls kyns böllum, Morfís keppninni, útgáfu Skinfaxa og fleira. Allt er þetta í samræmi við þau markmið sem ákveðin voru fyrir 142 árum síðan því tilgangur félagsins var þá ritaður sem hér segir: „efla félagsskap og samheldni meðal félagsmanna, að æfa þá í ritsmíði, rökfimi og ræðuhaldi og að efla skemmtan og fróðleik." Böllin, Morfís, Skinfaxi og fleira Það er alvöru stemning fyrir hverja kosningu í stjórn og forsetahlutverk Framtíðarinnar í MR. En til að skýra út hver munurinn er á forsetahlutverki Framtíðarinnar og hinu háttvirta hlutverki Inspector scholae í MR, þá telst það síðarnefnda formannshlutverk nemendafélagsins Skólafélagið; stofnað um 1930. En hvers vegna tvö nemendafélög í einum menntaskóla? „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ svara systkinin og segja nemendur skólans ekkert smá heppna að sagan hafi verið þeim svo hliðholl að hefð sé fyrir tveimur öflugum nemendafélögum. Bæði félögin eru með viðburði allan veturinn en það er líka ákveðin skipting á vetrinum þar sem stærri viðburðir Skólafélagsins er á haustönn en Framtíðarinnar á vorönn,“ útskýrir Elín Halla. Í sögulegu samhengi er Framtíðin þó nokkuð eldri en Skólafélagið því tæplega hálf öld líður á milli stofnunar þessara tveggja félaga. Framtíðin var stofnuð 15.febrúar 1883 í bænastofu Lærða skólans og tók þá við tveimur öðrum félögum. Á vefsíðu skólans segir um upphafið: Framtíðin tók við af tveim öðrum félögum, Bandmannafélaginu og Ingólf, sem stóðu í stöðugum illdeilum vegna eignarhalds harmonikku sem var notuð í dansæfingum. Valtýr Guðmundsson, alþingismaður og sá sem Valtýskan er kennd við, var fyrsti forseti félagsins. Í fyrstu gerð af lögum Framtíðarinnar er lýst yfir að markmið félagsins væri að: „efla félagsskap og samheldni meðal félagsmanna, að æfa þá í ritsmíði, rökfimi og ræðuhaldi og að efla skemmtan og fróðleik. Og þótt nú séu liðin 142 ár, starfar félagið enn samkvæmt þessari lýsingu. Því þekktir viðburðir eins og Morfís keppnin er á vegum Framtíðarinnar, skólablaðið Skinfaxi er gefið út af nemendafélögunum í sameiningu en árlega hefur Framtíðin líka umsjón með fjölda skólaballa og annarra viðburða til dæmis hinum svokallaða MR-VÍ degi. „Árið sem ég var Forseti var mér rænt af Verslóingunum,“ segir Valtýr og skellir upp úr. „Þeir mættu nokkrir úr Versló, rændu mér úr skólanum og settu mig í bílskottið.“ Svona sem hluta af stemningunni sem þessir tveir skólar skapa í tilefni dagsins. Það eru alvöru kosningar og framboð þegar forseti Framtíðarinnar er kosinn. Hér má sjá framboðsplakat Valtýs sem varð forseti árið 2016. Einnig mynd af Valtý með stjórn félagsins það ár og á aldamótaballinu sem þá var haldið. Fortíð og nútíðin í bland Valtýr var forseti Framtíðarinnar 2016-2017, Elín Halla 2018-2019 og þann 11.apríl síðastliðinn tók yngsti bróðirinn við, Ólafur Helgi. „Hann var reyndar einu sinni forseti Framtíðarinnar á öskudaginn, með framtíðarhúfu og allt,“ segja Elín Halla og Valtýr og hópurinn hlær. „Já, ég var sjö ára,“ bætir Ólafur við og kímir. En hvers vegna að bjóða sig fram í þetta hlutverk? „Ég hef áhuga á öllu félagslífstengdu. Var í nemendaráði Hagaskóla í 10.bekk og lærði þá mikið um það hvernig nemendafélög virka. Þetta er því minn áhugi og auðvitað kannski líka áhugi vegna þess að systkini mín voru bæði forsetar Framtíðarinnar,“ svarar Ólafur og bætir við: „Það fylgir þessu mikið stolt en svo heppilega vildi til fyrir mig að í fyrra, þegar ég var busi, var ég stiftamtmaður í stjórn, fékk sem slíkur flest atkvæðin og var því varaforseti félagsins.“ Ha, stiftamtmaður? „Já, áður fyrr voru stjórnarmeðlimir í stjórn kallaðir meðstjórnendur. En nú hefur þessu verið breytt þannig að til viðbótar við hlutverk eins og að vera forseti, gjaldkeri, ritari eða markaðsstjóri, eru aðrir meðstjórnendur kallaðir amtmenn,“ svarar Ólafur. „Þessi umræða var farin af stað og afgreidd þegar ég var. Mér fannst hún reyndar frekar hallærisleg,“ segir Valtýr og hlær. Því já; Það að það séu þrjú systkini búin að sinna sama hlutverkinu þýðir auðvitað ákveðna yfirsýn yfir starfsemi félagsins og mögulega þróun. En hvers vegna orðið ,,amtmaður“? „Ætli það hafi ekki verið sem mótvægi við þau orð sem Skólafélagið hefur á hlutverkum sinna stjórnarfólks; Inspector scholae scriba scholaris, quaestor scholaris og collegae. Við vildum velja gömul íslensk orð eins og amtmaður og stiftamtmaður frekar en latnesk heiti,“ svarar Ólafur. Sem er svo sem vel við hæfi því í íslenskri stjórnsýslu var stiftamtmaður um tíma æðsti fulltrúi Danakonungs, embættisheiti sem síðar breyttist í landshöfðingja. Amtmaður heyrði undir stiftamtmann en hann gegndi því hlutverki að þurfa að vera búsettur á Íslandi og hafa umsjón með löggæslu, dómsmálum og kirkjumálum. Elín Halla varð forseti árið 2018 og hér má sjá Elínu Höllu með sinni stjórn. Í þeirra tíð var fyrsti kvenkynsforseti félagsins heiðraður, Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, en hún var kjörin forseti árið 1949. Síðan þá hefur margt breyst og segja systkinin stráka og stelpur nokkuð jafnvíg í framboðum og kjörum í dag. Hörku kosningar og framboð Systkinin segja mikla kosningastemningu fyrir forseta- og stjórnarkjör í Framtíðina. Kosningavika stendur yfir, pallborðsumræður, frambjóðendur gefa út bæklinga, standa fyrir kynningarbásum þar sem frambjóðendur og stuðningsfólk þeirra kynna áherslur og málefni. „Þegar ég var í framboði buðu sig þrír fram: ég, stelpa og strákur í grínframboði. Stelpan dró framboðið sitt til baka þannig að ég endaði í framboði gegn busastrák sem var bara að gera þetta upp á grínið. Sem ég viðurkenni að var töluverð áskorun því það er eiginlega ekkert grín að vera í framboði gegn gríni. Að vera eitthvað að reyna að gera alvöru úr sínu,“ rifjar Valtýr upp og er nokkuð skemmt. Að kosningastemningin og vinnan í kringum kosningar sé svona mikil er þó nokkuð athyglisvert með tilliti til þess að þrettán alþingismenn hafa sinnt hlutverki forseta; Sæunn Stefánsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Guðmundur Steingrímsson, Birgir Ármann, Mörður Árnason, Birgir Kjaran, Thor Thors (einnig sendiherra), Einar Olgeirsson, Bergur Jónsson, Gísli Sveinsson (einnig sendiherra), Haraldur Níelsson (einnig prófessor), Guðmundur Björnsson (einnig landlæknir) og Valtýr Guðmundsson (einnig prófessor). En takið eftir; Langur og merkur listi karlmanna þannig að nú er spurt; Hvernig eru kynjamálin núna? „Allt öðruvísi, nú er þetta jafnt,“ svara systkinin. „Síðustu þrír forsetar á undan mér til dæmis voru allt konur,“ segir Ólafur. „Ég gæti trúað að þetta hafi farið að breytast fyrir alvöru fyrir svona þrjátíu árum síðan,“ segir Valtýr hugsi. Elín Halla var til dæmis ellefti kvenforseti félagsins. Í hennar tíð var fyrsti kvenforsetinn heiðraður; Ingibjörg Ýr Pálmadóttir. Það var árið 2019 en þá voru 70 ár frá því að Ingibjörg sigraði forsetakosningu Framtíðar. Í sögubroti um félagið segir á vefsíðu MR: 1948 fengu stúlkur Framtíðarinnar nóg af rembingi og skæting karlkyns félagsmanna og stofnuði sitt eigið málfundafélag, Málfundafélag Menntaskólastúlkna. Dó félagið hins vegar fljótt því að þær buðu sig næsta ár til Framtíðarstjórnar og unnu. Er þetta í fyrsta skipti og eina skipti að Framtíðarstjórn hefur bara verið sitin af kvenfólki. Ingibjörg Pálmadóttir var forseti Framtíðarinnar en einnig sátu í stjórn Ragnhildur Helgadóttir (síðar Alþingiskona) og Vigdís Finnbogadóttir (síðar Forseti lýðveldisins). Eftir þessa stjórn varð þátttaka stúlkna fyrirferðameiri á málfundum. Hér má sjá framboðsplakat Ólafs, mynd þegar ný stjórn tók við í apríl 2025 og mynd frá árshátíðarballinu sem Framtíðin stóð fyrir árið 2025. Ólafur segist oft leita í reynslu systkina sinna, sem hafi nýst vel og eins sé það að hjálpa að endurvekja mögulega hefðir sem hurfu svolítið á tímum Covid. Annað skemmtilegt úr sögunni er að þótt systkinin þrjú séu þau fyrstu til að vera þrjú talsins og öll í hlutverki Forsetans, eru þau þó ekki einu systkinin í sögu félagsins. Því samkvæmt ættfróðum manni í fjölskyldu systkinanna þriggja, átti Ingibjörg Ýr sjálf bróður sem gegndi forsetahlutverkinu um áratugi síðar en hún. Þá hafa systkinin Gunnlaugur Johnson arkitekt og Helga Guðrún Johnson blaðamaður og rithöfundur bæði gegnt forsetahlutverkinu. En hvernig er þetta þá þegar þið hittist þrjú saman; Eruð þið þá alltaf að tala um Framtíðina eða með skiptar skoðanir á starfseminni, straumum eða stefnum? „Já stundum,“ svara systkinin og hlæja. En auðvitað ekki alltaf. „Ég hef samt mikið leitað til þeirra, bæði fyrir og eftir framboðið og spurt þau hvort og hvað þeim finnist mögulega vanta eða mega gera betur. Og ég mun án efa nýta mér þeirra visku og þekkingu áfram. Þau sögðu mér til dæmis frá því að einn stærsti viðburðurinn þegar þau voru, hafi verið miðannarballið. Sem við viljum reyna að endurvekja núna og ég þori eiginlega að lofa nú þegar að við náum,“ segir Ólafur og bætir við að hann starfi með frábærum hópi og mjög metnaðarfullum í stjórn. Sem Valtýr og Elín Halla segja einnig hafa átt við um þeirra stjórnir. „En það tapaðist margt í Covid. Því það þarf ekki langan tíma fyrir hefðir og venjur að detta út og gleymast. Um leið og eitthvað hefur ekki verið haldið einu sinni, er eins og það hafi aldrei verið gert. Í Covid liðu um þrjú ár þar sem lítið var hægt að gera og við Elín höfum alveg heyrt það á Óla að það er margt sem var í gangi þegar við vorum, sem nemendur í skólanum í dag hafa ekki heyrt um,“ segir Valtýr. Systkinin segja heilmikla vinnu hljótast af hlutverkinu. „Eflaust hefði ég getað útskrifast með aðeins hærri einkunnir en ég gerði, því námið í MR er krefjandi og það að vera forseti og jafnvel vinna hlutastarf með skóla eins og ég gerði, tók allt heilmikinn tíma,“ segir Elín Halla. „Þetta er líka nálægt því að vera fullt starf án launa. Því undir félagið heyra margar undirnefndir og þú þarft að vera í miklu og góðu sambandi við þær, síðan að vinna með skólastjórnendum og jafnvel að svara fyrir einhverja hluti sem hafa komið upp og svo framvegis,“ segir Valtýr og rifjar upp til dæmis símahrekki og annað sem undirnefndir stóðu fyrir og ræða þurfti alvarlega með skólastjórnendum. „Starfið skiptist samt svolítið í tvennt; annars vegar að vera skemmtilegt og ganga út á að efla félagslífið en hins vegar að standa vörð um hagsmuni nemenda og vera málsvari þeirra í réttindabaráttu nemenda og svo framvegis. Sem fulltrúar Framtíðarinnar tekur MR til dæmis þátt í þingi Sambandi íslenskra framhaldsskólanema þar sem ýmiss stefnumótun fer fram og fleira,“ segir Valtýr. Sem klikkir síðan út með rúsínuna í pylsuendanum: En þetta er líka rosalega skemmtileg og góð reynsla. Því þarna ertu með margar milljónir króna til að eyða í aðeins eitt: Að hafa gaman með nemendum!“ Systkinin eru öll sammála því að það að gegna forsetahlutverkinu hjá Framtíðinni sé góður undirbúningur fyrir atvinnulífið seinna meir. Félagið sé að mörgu leyti eins og rekstur, þar sem forsetinn er með margar undirnefndir, nemendur, skólastjórn, fjárráð og fleira að huga að. Svo ekki sé talað um þjálfunina sem felst í að læra betur að hlusta á fólk og að taka gagnrýni.Vísir/Anton Brink Góður undirbúningur fyrir framtíðina Valtýr er hugbúnaðarverkfræðingur og meðstofnandi sprotafyrirtækisins Euler. Elín Halla er hins vegar hagfræðingur sem starfar að umbótaverkefnum hjá Icelandair. En ætli það að gegna svona forsetahlutverki í nemendafélagi sé reynsla sem síðar nýtist í atvinnulífinu? „Já klárlega,“ að mati systkinanna. „Þetta er ekkert ósvipað og að standa í rekstri,“ segir Valtýr og bætir við: „Því sem forseti Framtíðarinnar ertu í raun eins og yfirmaður í stóru fyrirtæki. Endalaust að vinna með undirstjórnum félagsins og þeim sem starfa með manni í stjórn að ólíkum verkefnum; með leikfélaginu, að útgáfu skólablaðsins, að standast væntingar nemenda, sannfæra skólastjórnina um að allt sé í lagi, slökkva elda þegar þarf, fá tilboð í prentun og annað. Allt eru þetta verkefni sem í raun eru smá sýnishorn af því hvernig það er að vera stjórnandi í fyrirtæki.“ Elín Halla er þessu sammála og segir: „Mér gengur alltaf best að vinna þegar það er mikið að gera og ég með marga bolta á lofti á sama tíma. Sem ég myndi segja að svona hlutverk undirbúi mann líka vel undir því það að vinna undir álagi og að mörgu í einu er eitthvað sem fylgir því að starfa í atvinnulífinu.“ Elín Halla vill líka bæta við þeirri reynslu sem hlýst af því að bera ábyrgð á fjármálum félagsins og fleira tengt rekstrinum. „Ég er ekkert viss um að margir sem eru að útskrifast úr menntaskóla 18 – 19 ára hafi slíka reynslu,“ segir Elín Halla og bætir enn einu atriðinu við: ,,Þetta var líka góð æfing í að hringja í alls konar fólk.“ Loks bætir Ólafur við enn einu atriðinu: Mér finnst maður líka læra að taka gagnrýni og að hlusta á fólk. Því það að vera forseti þýðir að þótt enginn sé fúll eða óánægður með neitt, þá vilja nemendur koma sínum sjónarmiðum á framfæri, líka um það sem betur má fara. Að vera í þessu hlutverki finnst mér því kenna manni hvoru tveggja; Að taka gagnrýni á jákvæðan hátt og að vera virkur í að hlusta á hvað fólk segir.“
Tengdar fréttir Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Það er ekkert smá gaman að spjalla við vinina Guðbrand Randver Sigurðsson og Davíð Þór Kristjánsson, sem nú fara fyrir fyrirtækinu IDS á Íslandi en stofnuðu Endor árið 2015; sem síðar var selt til Sýnar, en klauf sig þaðan út í fyrra og er nú hluti af alþjóðlegu keðjunni IDS. 13. febrúar 2025 07:03 Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Það er gaman að taka spjallið við þá Sveinbjörn Traustason og Davíð Örn Ingimarsson, æskufélaga sem ákváðu að gerast frumkvöðlar og stofna fyrirtæki sem leigir útlendingum úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað. 11. desember 2024 07:01 Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur „Við erum að blása lífi í allar þessar týndu sögur,“ segir Jón Orri Sigurðarson annar af tveimur stofnendum fyrirtækisins Guyde sem nú vinnur að því að þróa leiðsöguapp sem svo sannarlega gæti komið Íslendingum og öðrum til góða á ferðalögum um landið. 12. desember 2024 07:03 „Við litum hvort á annað og sögðum upphátt: Þetta er samruni!“ „Þetta var svo fyndið því að um morguninn fengum við sams konar tölvupóst frá forstjórunum okkar sem tilkynntu mikilvægan starfsmannafund. Við litum hvort á annað og sögðum upphátt: Þetta er samruni!“ segir Rebekka Rún Jóhannesdóttir og hlær. 2. janúar 2024 07:01 „Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Sjá meira
Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Það er ekkert smá gaman að spjalla við vinina Guðbrand Randver Sigurðsson og Davíð Þór Kristjánsson, sem nú fara fyrir fyrirtækinu IDS á Íslandi en stofnuðu Endor árið 2015; sem síðar var selt til Sýnar, en klauf sig þaðan út í fyrra og er nú hluti af alþjóðlegu keðjunni IDS. 13. febrúar 2025 07:03
Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Það er gaman að taka spjallið við þá Sveinbjörn Traustason og Davíð Örn Ingimarsson, æskufélaga sem ákváðu að gerast frumkvöðlar og stofna fyrirtæki sem leigir útlendingum úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað. 11. desember 2024 07:01
Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur „Við erum að blása lífi í allar þessar týndu sögur,“ segir Jón Orri Sigurðarson annar af tveimur stofnendum fyrirtækisins Guyde sem nú vinnur að því að þróa leiðsöguapp sem svo sannarlega gæti komið Íslendingum og öðrum til góða á ferðalögum um landið. 12. desember 2024 07:03
„Við litum hvort á annað og sögðum upphátt: Þetta er samruni!“ „Þetta var svo fyndið því að um morguninn fengum við sams konar tölvupóst frá forstjórunum okkar sem tilkynntu mikilvægan starfsmannafund. Við litum hvort á annað og sögðum upphátt: Þetta er samruni!“ segir Rebekka Rún Jóhannesdóttir og hlær. 2. janúar 2024 07:01
„Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00