„Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 21:42 Opnunartími sundlauga Reykjavíkur lengist í sumar. Vísir/Vilhelm Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um að lengja opnunartíma sundlauga um klukkutíma í sumar. 20 milljónir spöruðust í fyrra þegar opnunartíminn var styttur. Opnunartími sundlauga Reykjavíkur var styttur í apríl á síðasta ári og lokuðu sundlaugar þá klukkan 21 á kvöldin í stað 22 eins og áður var. Ákvörðunin vakti reiði margra og meðal annars foreldra ungs fólks sem sögðu sundlaugarnar vinsæla kvöldafþreyingu og gott mótvægi við skjánotkun. Nú hefur menningar- og íþróttaráð borgarinnar hins vegar ákveðið að lengja opnunartímann á ný fyrir sumarið. Oddur Ævar Gunnarsson fréttamaður ræddi við Skúla Helgason formann ráðsins í kvöldfréttum og spurði af hverju þessi ákvörðun hefði verið tekin. „Það er bara af því að það er svo frábært að fara í sund í sumrin. Við þurftum að stytta útaf hagræðingakröfum í fyrra en nú eru vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni.“ „Svo erum við líka að hlusta á það að það skiptir máli upp á forvarnir og heilsu, ekki síst ungu kynslóðarinnar, að drífa sig í sund og nota sundið sem mest. Það er blanda af þessu tvennu.“ Lengdur opnunartími sundlauga kostar borgina sjö milljónir króna en Skúli segir að þetta skref sé tekið í tilraunaskyni. „Þetta eru ekki risafjármunir en þeir skipta máli í rekstrinum þegar þarf að velta við hverjum steini. Það spöruðust 20 milljónir með því að stytta opnunartímann í fyrra. Nú erum við að taka þetta skref til baka í tilraunaskyni, kannski getum við tekið enn stærra skref á næsta ári. Við vonum það auðvitað,“ bætti Skúli við. Alla fréttina úr Kvöldfréttum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Sundlaugar og baðlón Reykjavík Heilsa Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Opnunartími sundlauga Reykjavíkur var styttur í apríl á síðasta ári og lokuðu sundlaugar þá klukkan 21 á kvöldin í stað 22 eins og áður var. Ákvörðunin vakti reiði margra og meðal annars foreldra ungs fólks sem sögðu sundlaugarnar vinsæla kvöldafþreyingu og gott mótvægi við skjánotkun. Nú hefur menningar- og íþróttaráð borgarinnar hins vegar ákveðið að lengja opnunartímann á ný fyrir sumarið. Oddur Ævar Gunnarsson fréttamaður ræddi við Skúla Helgason formann ráðsins í kvöldfréttum og spurði af hverju þessi ákvörðun hefði verið tekin. „Það er bara af því að það er svo frábært að fara í sund í sumrin. Við þurftum að stytta útaf hagræðingakröfum í fyrra en nú eru vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni.“ „Svo erum við líka að hlusta á það að það skiptir máli upp á forvarnir og heilsu, ekki síst ungu kynslóðarinnar, að drífa sig í sund og nota sundið sem mest. Það er blanda af þessu tvennu.“ Lengdur opnunartími sundlauga kostar borgina sjö milljónir króna en Skúli segir að þetta skref sé tekið í tilraunaskyni. „Þetta eru ekki risafjármunir en þeir skipta máli í rekstrinum þegar þarf að velta við hverjum steini. Það spöruðust 20 milljónir með því að stytta opnunartímann í fyrra. Nú erum við að taka þetta skref til baka í tilraunaskyni, kannski getum við tekið enn stærra skref á næsta ári. Við vonum það auðvitað,“ bætti Skúli við. Alla fréttina úr Kvöldfréttum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Heilsa Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu