Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2025 14:32 Heiðmörk er afar vinsælt útivsitarsvæði. Vísir/Vilhelm Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur lýsir áhyggjum af fyrirætlunum Veitna um að loka fyrir bílaumferð um Heiðmörk. Vel sé hægt að tryggja vatsnvernd án þess að skikka útivsitarfólk til margra kílómetra göngu. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Veitur stefndu að því að takmarka umferð einkabíla um Heiðmörk. Umferð yrði stýrt á bílastæði við ytri mörk svæðisins, þar sem yrði aðgengi að göngu- og hlaupaleiðum. Dragi úr möguleikum til útivistar Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, lýsir áhyggjum af því að þetta verði niðurstaðan. „Það mun auðvitað draga verulega úr möguleikum borgarbúa á að heimsækja þetta stærsta útivistarsvæði Reykvíkinga,“ segir Jóhannes. Jóhannes Benediktsson, annar frá hægri, er formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur.Reykjavíkurborg Með því að skilyrða útivist á svæðinu við nokkurra kílómetra göngu frá bílastæðum á jaðri Heiðmerkur muni aðsókn minnka um tugi prósenta. „Í dag erum við að reikna með að það séu í kringum fjögur til fimm hundruð þúsund manns sem komi í Heiðmörkina, þannig að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á möguleika borgarbúa til að stunda útivist.“ Margt annað hægt að gera til að tryggja öryggi Rök Veitna fyrir takmörkunum á bílaumferð séu að tryggja þurfi vatnsvernd í Heiðmörk og forðast óhöpp þar að lútandi. Jóhannes gefur lítið fyrir það. „Við höfum verið þarna í 75 ár og það hefur aldrei gerst fram til þessa að óhapp hafi orðið sem hefur áhrif á vatnsgæðin.“ Skógræktarfélagið hafi lagt fram tillögur til að bæta öryggi, án þess að hefta umferð með þessum hætti. „Það mætti alveg skoða að það mætti loka Heiðmörkinni að nóttu til. Það eru hvergi hraðatakmarkanir á veginum, það mætti setja það upp, og kannski hraðahindranir og einhverjar eftirlitsmyndavélar líka,“ segir Jóhannes. Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Vatn Heiðmörk Vatnsból Vatnsvernd í Heiðmörk Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Veitur stefndu að því að takmarka umferð einkabíla um Heiðmörk. Umferð yrði stýrt á bílastæði við ytri mörk svæðisins, þar sem yrði aðgengi að göngu- og hlaupaleiðum. Dragi úr möguleikum til útivistar Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, lýsir áhyggjum af því að þetta verði niðurstaðan. „Það mun auðvitað draga verulega úr möguleikum borgarbúa á að heimsækja þetta stærsta útivistarsvæði Reykvíkinga,“ segir Jóhannes. Jóhannes Benediktsson, annar frá hægri, er formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur.Reykjavíkurborg Með því að skilyrða útivist á svæðinu við nokkurra kílómetra göngu frá bílastæðum á jaðri Heiðmerkur muni aðsókn minnka um tugi prósenta. „Í dag erum við að reikna með að það séu í kringum fjögur til fimm hundruð þúsund manns sem komi í Heiðmörkina, þannig að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á möguleika borgarbúa til að stunda útivist.“ Margt annað hægt að gera til að tryggja öryggi Rök Veitna fyrir takmörkunum á bílaumferð séu að tryggja þurfi vatnsvernd í Heiðmörk og forðast óhöpp þar að lútandi. Jóhannes gefur lítið fyrir það. „Við höfum verið þarna í 75 ár og það hefur aldrei gerst fram til þessa að óhapp hafi orðið sem hefur áhrif á vatnsgæðin.“ Skógræktarfélagið hafi lagt fram tillögur til að bæta öryggi, án þess að hefta umferð með þessum hætti. „Það mætti alveg skoða að það mætti loka Heiðmörkinni að nóttu til. Það eru hvergi hraðatakmarkanir á veginum, það mætti setja það upp, og kannski hraðahindranir og einhverjar eftirlitsmyndavélar líka,“ segir Jóhannes.
Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Vatn Heiðmörk Vatnsból Vatnsvernd í Heiðmörk Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira