Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2025 12:14 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi á dögunum ungan karlmann fyrir stunguárás. Maðurinn var ólögráða þegar brotið var framið að kvöldi til árið 2022 og var það niðurstaða Héraðsdóms að fresta refsingu hans og láta hana falla niður eftir tvö ár. Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan heimili hans í Reykjavík. Honum var gefið að sök að stinga annan mann með hnífi í öxlina aftan til. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið opið sár á bakvegg brjóstkassa. Hann játaði sök. Það var mat dómsins, að með játningunni og samkvæmt öðrum gögnum málsins væri brotið sannað. Einstakt tilfelli Í dómnum segir að ekkert bendi til annars en að um einstakt tilfelli hafi verið að ræða þar sem maðurinn, sem var þá ólögráða, missti stjórn á sér. Það hafi gerst þegar hinn maðurinn, sá sem varð fyrir árásinni, kom að heimili árásarmannsins óboðinn og átti í snörpum orðaskiptum við hann. Að mati dómsins verður ekki séð annað en að það sem árásarmanninum gekk til var að vernda ótilgreindan fjölskyldumeðlim með þeim afleiðingum að hann stakk manninn í bakið. Ljóst sé að brotið hafi verið framið í geðshræringu. Þó sagðist dómurinn líta til þess að um væri að ræða brot sem hafi verið framið með hættulegu vopni. Ekki lífshættuleg árás Fram kemur að samkvæmt læknisvottorði hafi áverkinn sem hlaust af stungunni ekki verið talinn lífshættulegur og sárinu verið lokað með einföldum saumum. Þá voru batahorfur hans taldar almennt góðar. Þá segir að engin gögn í málinu hafi legið fyrir sem sýndu fram á andlega vanlíðan þess sem var stunginn eða langvarandi skerðingu hans sem valdi auknum miska. Það var því mat dómsins að árásarmaðurinn hefði ekki beitt miklu afli þegar hann stakk manninn. Því var ákveðið að árásarmaðurinn skyldi greiða hinum 400 þúsund krónur í miskabætur. Ofan á það bætast um 800 þúsund krónur í sakar- og málskostnað. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að fresta refsingu mannsins. Hún mun falla niður eftir tvö ár haldi árásarmaðurinn almennu skilorði. Dómsmál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan heimili hans í Reykjavík. Honum var gefið að sök að stinga annan mann með hnífi í öxlina aftan til. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið opið sár á bakvegg brjóstkassa. Hann játaði sök. Það var mat dómsins, að með játningunni og samkvæmt öðrum gögnum málsins væri brotið sannað. Einstakt tilfelli Í dómnum segir að ekkert bendi til annars en að um einstakt tilfelli hafi verið að ræða þar sem maðurinn, sem var þá ólögráða, missti stjórn á sér. Það hafi gerst þegar hinn maðurinn, sá sem varð fyrir árásinni, kom að heimili árásarmannsins óboðinn og átti í snörpum orðaskiptum við hann. Að mati dómsins verður ekki séð annað en að það sem árásarmanninum gekk til var að vernda ótilgreindan fjölskyldumeðlim með þeim afleiðingum að hann stakk manninn í bakið. Ljóst sé að brotið hafi verið framið í geðshræringu. Þó sagðist dómurinn líta til þess að um væri að ræða brot sem hafi verið framið með hættulegu vopni. Ekki lífshættuleg árás Fram kemur að samkvæmt læknisvottorði hafi áverkinn sem hlaust af stungunni ekki verið talinn lífshættulegur og sárinu verið lokað með einföldum saumum. Þá voru batahorfur hans taldar almennt góðar. Þá segir að engin gögn í málinu hafi legið fyrir sem sýndu fram á andlega vanlíðan þess sem var stunginn eða langvarandi skerðingu hans sem valdi auknum miska. Það var því mat dómsins að árásarmaðurinn hefði ekki beitt miklu afli þegar hann stakk manninn. Því var ákveðið að árásarmaðurinn skyldi greiða hinum 400 þúsund krónur í miskabætur. Ofan á það bætast um 800 þúsund krónur í sakar- og málskostnað. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að fresta refsingu mannsins. Hún mun falla niður eftir tvö ár haldi árásarmaðurinn almennu skilorði.
Dómsmál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent