Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2025 14:02 Jón Gnarr situr á þingi fyrir Viðreisn. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar vill að nýr barnamálaráðherra skoði það að alvöru að reka aftur meðferðarheimili fyrir börn að Háholti í Skagafirði. Skrítið sé að nýta húsnæðið ekki á meðan málaflokkurinn er á jafnslæmum stað og hann er núna. Húsnæðið sem hýsti meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Nánast engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan 2017 en vegna áhugaleysis ríkisins á að hefja þar starfsemi á ný var ákveðið að setja það á sölu. Það seldist með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur talað fyrir því að ríkið kaupi húsið og hefji þar starfsemi á ný. Málaflokkur barna í fíknivanda sé á erfiðum stað og gæti meðferðarheimilið létt þar undir. „Fólk setti fyrir sig að það væri of langt í burtu, sem eru rök sem ég fellst ekki á. Þegar við erum farin að tala um að ákveðnir landshlutar á Íslandi séu of langt í burtu, finnst mér við vera komin á mjög hálan ís. Ég fagna því að húsið sé komið aftur á sölu og að við getum farið að skoða þetta aftur, kannski af alvöru núna,“ segir Jón. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi barnamálaráðherra, sagði heimilið ekki henta, en Jón er bjartsýnn á að nýr ráðherra málaflokksins, Guðmundur Ingi Kristinsson, taki málið upp. „Ég mun beita mér fyrir því og er þegar búinn að upplýsa ráðherra um það að ég muni fara að róa að þessu öllum árum. Ég á fund með ráðherra og hans fólki eftir páska og þá verður þetta eitt af málunum sem verða til umræðu. Mér finnst gráupplagt að kaupa þetta því þetta er mjög sérstakt húsnæði sem er sérsniðið að ákveðnum þörfum, það er öryggisvistun ungmenna. Við eigum ekkert annað svona húsnæði og mér fyndist bráðsniðugt að kaupa þetta og reka, að minnsta kosti þar til eitthvað annað kemur,“ segir Jón. Það þurfi að bregðast við vandanum sem fyrst. „Við höfum líka verið með síendurtekna harmleiki í málefnum barna og okkur vantar svo nauðsynlega eitthvað úrræði. Þess vegna er það mjög skrítið að vilja ekki þetta úrræði því það sé of langt í burtu. Eða að viðbragðstími sé of langur. Sem er bara ekki rétt, hann er ekkert langur,“ segir Jón. Skagafjörður Börn og uppeldi Málefni Stuðla Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Húsnæðið sem hýsti meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Nánast engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan 2017 en vegna áhugaleysis ríkisins á að hefja þar starfsemi á ný var ákveðið að setja það á sölu. Það seldist með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur talað fyrir því að ríkið kaupi húsið og hefji þar starfsemi á ný. Málaflokkur barna í fíknivanda sé á erfiðum stað og gæti meðferðarheimilið létt þar undir. „Fólk setti fyrir sig að það væri of langt í burtu, sem eru rök sem ég fellst ekki á. Þegar við erum farin að tala um að ákveðnir landshlutar á Íslandi séu of langt í burtu, finnst mér við vera komin á mjög hálan ís. Ég fagna því að húsið sé komið aftur á sölu og að við getum farið að skoða þetta aftur, kannski af alvöru núna,“ segir Jón. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi barnamálaráðherra, sagði heimilið ekki henta, en Jón er bjartsýnn á að nýr ráðherra málaflokksins, Guðmundur Ingi Kristinsson, taki málið upp. „Ég mun beita mér fyrir því og er þegar búinn að upplýsa ráðherra um það að ég muni fara að róa að þessu öllum árum. Ég á fund með ráðherra og hans fólki eftir páska og þá verður þetta eitt af málunum sem verða til umræðu. Mér finnst gráupplagt að kaupa þetta því þetta er mjög sérstakt húsnæði sem er sérsniðið að ákveðnum þörfum, það er öryggisvistun ungmenna. Við eigum ekkert annað svona húsnæði og mér fyndist bráðsniðugt að kaupa þetta og reka, að minnsta kosti þar til eitthvað annað kemur,“ segir Jón. Það þurfi að bregðast við vandanum sem fyrst. „Við höfum líka verið með síendurtekna harmleiki í málefnum barna og okkur vantar svo nauðsynlega eitthvað úrræði. Þess vegna er það mjög skrítið að vilja ekki þetta úrræði því það sé of langt í burtu. Eða að viðbragðstími sé of langur. Sem er bara ekki rétt, hann er ekkert langur,“ segir Jón.
Skagafjörður Börn og uppeldi Málefni Stuðla Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira