Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. apríl 2025 20:05 Í dag starfa um 70 manns á Litla Hrauni en með nýju fangelsi mun starfsmönnum fjölga að minnsta kosti um 20 til 30 manns. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra leggur áherslu að framkvæmdir við nýtt fangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka hefjist sem fyrst enda byggingarnar í fangelsinu á Litla Hrauni orðnar mjög lélegar og verða þær meira og minna jafnaðar við jörðu með tilkomu nýja fangelsisins. Forsætisráðherra boðaði nýlega til opins fundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka þar sem hún fór yfir stöðuna í landsmálunum, auk annarra mála og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Fangelsið á Litla Hrauni er stærsti vinnustaðurinn á Eyrarbakka en nú stendur til að leggja það fangelsi niður og byggja nýtt öryggisfangelsi í landi Stóra Hrauns, sem er skammt frá Litla Hrauni. Nýja fangelsið mun hýsa um 100 fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Forsætisráðherra segir alveg á hreinu að nýja fangelsið verði byggt. „Já, við stefnum að því að klára framkvæmdirnar á Stóra Hrauni. Núna er bara verið að fara yfir framkvæmda planið. Það virðist sem að sá kostnaður, sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun standist ekki, þannig að nú þarf bara að fara í ákveðnar tilfærslur og finna fjármagnið. Við vitum bara að staðan í fullnustukerfinu er þannig að það verður að ráðast í framkvæmdir á þessu fangelsi,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Stóra Hraun er staðsett rétt við gatnamót Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar, en staðsetning nýja fangelsisins sést hér mjög vel á myndinni. Litla Hraun er skammt frá eins og sjá má. Aðsend Og hvað, það mun kosta 18 til 19 milljarða eða hvað? „Það mun allavega kosta meira en upphafleg plön stóðu til,“ segir hún. Kristrún segir að nú þurfi að hefja framkvæmdir við nýja fangelsið, sem allra fyrst. En hverju mun nýtt fangelsi breyta? „Þetta mun auðvitað gjörbreyta aðstöðunni, bæði fyrir fangaverði og auðvitað fangana. Og það á auðvitað við í flestum fangelsum landsins að það þarf að bæta verulega aðstöðuna, þannig að þetta verður stórt skref í þessu kerfi,“ segir Kristrún. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra eftir fundinn á Eyrarbakka en fangelsið á Litla Hrauni er fjölmennasti vinnustaðurinn í þorpinu með um 70 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag starfa um 70 manns á Litla Hrauni en með nýju fangelsi mun starfsmönnum fjölga að minnsta kosti um 20 til 30 manns. Um 100 fangar verða í nýja fangelsinu en gert er ráð fyrir því að hægt verða að fjölga þeim í 128 á síðar.Aðsend Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Forsætisráðherra boðaði nýlega til opins fundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka þar sem hún fór yfir stöðuna í landsmálunum, auk annarra mála og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Fangelsið á Litla Hrauni er stærsti vinnustaðurinn á Eyrarbakka en nú stendur til að leggja það fangelsi niður og byggja nýtt öryggisfangelsi í landi Stóra Hrauns, sem er skammt frá Litla Hrauni. Nýja fangelsið mun hýsa um 100 fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Forsætisráðherra segir alveg á hreinu að nýja fangelsið verði byggt. „Já, við stefnum að því að klára framkvæmdirnar á Stóra Hrauni. Núna er bara verið að fara yfir framkvæmda planið. Það virðist sem að sá kostnaður, sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun standist ekki, þannig að nú þarf bara að fara í ákveðnar tilfærslur og finna fjármagnið. Við vitum bara að staðan í fullnustukerfinu er þannig að það verður að ráðast í framkvæmdir á þessu fangelsi,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Stóra Hraun er staðsett rétt við gatnamót Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar, en staðsetning nýja fangelsisins sést hér mjög vel á myndinni. Litla Hraun er skammt frá eins og sjá má. Aðsend Og hvað, það mun kosta 18 til 19 milljarða eða hvað? „Það mun allavega kosta meira en upphafleg plön stóðu til,“ segir hún. Kristrún segir að nú þurfi að hefja framkvæmdir við nýja fangelsið, sem allra fyrst. En hverju mun nýtt fangelsi breyta? „Þetta mun auðvitað gjörbreyta aðstöðunni, bæði fyrir fangaverði og auðvitað fangana. Og það á auðvitað við í flestum fangelsum landsins að það þarf að bæta verulega aðstöðuna, þannig að þetta verður stórt skref í þessu kerfi,“ segir Kristrún. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra eftir fundinn á Eyrarbakka en fangelsið á Litla Hrauni er fjölmennasti vinnustaðurinn í þorpinu með um 70 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag starfa um 70 manns á Litla Hrauni en með nýju fangelsi mun starfsmönnum fjölga að minnsta kosti um 20 til 30 manns. Um 100 fangar verða í nýja fangelsinu en gert er ráð fyrir því að hægt verða að fjölga þeim í 128 á síðar.Aðsend
Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira