Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. apríl 2025 22:26 Alma Möller heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir alveg ljóst að binda þurfi í lög hversu mörg börn sæðisgjafar megi búa til hér á landi. Ekki sé ráðlegt að hver sæðisgjafi megi frjóvga fleiri en tvö egg í svo litlu samfélagi líkt og á Íslandi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engar reglur væru hér á landi um það hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. Þórir Harðarson eigandi frjósemisstofunnar Sunnu kallaði eftir breytingum og sagði æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald. Tilefnið eru fréttir frá Hollandi þar sem komið hefur í ljós að tugir sæðisgjafa hafi feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá hafa siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Heilbrigðisráðherra tekur undir áhyggjur Þóris. Ekki viss um að talan eigi að vera hærri „Ég er alveg sammála því að það þarf að vera bundið í lög eða reglur, hámarksfjöldi sæðisgjafa sem má gefa sæði til að frjóvga egg og það er auðvitað sérstaklega mikilvægt í svona litlu og fámennu samfélagi eins og Ísland er og reyndar lagði ég það til fyrir nokkrum árum sem landlæknir að þetta yrði sett inn í regluverkið.“ Að ýmsu þurfi að huga er varðar lög og reglur um tæknifrjóvganir en Alma segir hlutverk Landlæknis að hafa eftirlit með þessum málum. „Og ég veit að því hefur verið sinnt og reglum hefur verið breytt en það þarf auðvitað að leita ráðgjafar um hver þessi tala eigi að vera. Ég held að vinnureglur fyrritækjanna séu að það sé hægt að frjóvga tvö egg úr sama sæðisgjafa og ég er ekki viss um að sú tala eigi að vera hærri í okkar fámenna samfélagi.“ Óvíst sé á þessum tímapunkti hve langan tíma breytingarnar muni taka. „Það er þannig að ef þetta er einungis að skerpa á reglugerð þá tekur það skamman tíma en fyrst þurfum við að skoða hvort að lagaumgjörðin er nógu sterk eða hvort að það þurfi að breyta lögum og þá er það auðvitað þyngra ferli.“ Heilsa Frjósemi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. 14. apríl 2025 23:52 Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engar reglur væru hér á landi um það hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. Þórir Harðarson eigandi frjósemisstofunnar Sunnu kallaði eftir breytingum og sagði æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald. Tilefnið eru fréttir frá Hollandi þar sem komið hefur í ljós að tugir sæðisgjafa hafi feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá hafa siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Heilbrigðisráðherra tekur undir áhyggjur Þóris. Ekki viss um að talan eigi að vera hærri „Ég er alveg sammála því að það þarf að vera bundið í lög eða reglur, hámarksfjöldi sæðisgjafa sem má gefa sæði til að frjóvga egg og það er auðvitað sérstaklega mikilvægt í svona litlu og fámennu samfélagi eins og Ísland er og reyndar lagði ég það til fyrir nokkrum árum sem landlæknir að þetta yrði sett inn í regluverkið.“ Að ýmsu þurfi að huga er varðar lög og reglur um tæknifrjóvganir en Alma segir hlutverk Landlæknis að hafa eftirlit með þessum málum. „Og ég veit að því hefur verið sinnt og reglum hefur verið breytt en það þarf auðvitað að leita ráðgjafar um hver þessi tala eigi að vera. Ég held að vinnureglur fyrritækjanna séu að það sé hægt að frjóvga tvö egg úr sama sæðisgjafa og ég er ekki viss um að sú tala eigi að vera hærri í okkar fámenna samfélagi.“ Óvíst sé á þessum tímapunkti hve langan tíma breytingarnar muni taka. „Það er þannig að ef þetta er einungis að skerpa á reglugerð þá tekur það skamman tíma en fyrst þurfum við að skoða hvort að lagaumgjörðin er nógu sterk eða hvort að það þurfi að breyta lögum og þá er það auðvitað þyngra ferli.“
Heilsa Frjósemi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. 14. apríl 2025 23:52 Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. 14. apríl 2025 23:52
Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03