„Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 23. apríl 2025 21:08 Emilie Hessedal lét verkin tala í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Emilie Sofie Hesseldal, leikmaður Njarðvíkur, átti fantagóðan og skilvirkan leik í kvöld en hún endaði framlagshæst í liði Njarðvíkur þegar liðið lagði Keflavík 73-76 í rafmögnuðum spennuleik í Blue-höllinni í Keflavík. Það var hart tekist á í leiknum en Keflvíkingar brutu alls 21 sinnum á Njarðvíkingum og þar af fjórum sinnum á Emilei. „Við vissum það fyrirfram að þetta yrði mjög erfiður leikur. Ég held að ég hafi ekki unnið leik í þessu húsi áður þessi síðustu tvö tímabil með Njarðvík. Við vissum að þetta yrði mjög líkamlegur leikur. Við vissum að við þyrftum að halda ró okkar og standa saman sem við gerðum í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við stíga upp saman sem lið.“ Leikurinn í kvöld var á mörkum þess að vera grófur og oftar en ekki var eins og augljósum villum væri sleppt. Emilie viðurkenndi að það hefði pirrað leikmenn Njarðvíkinga til að byrja með en þær hefðu ekki látið það slá sig út af laginu. „Við vorum pirraðar í fyrri hálfleik og okkur fannst eins og við værum ekki að fá villur frá dómurunum þegar það var brotið á okkur og við máttum heldur ekki taka jafnt hart á þeim og þær tóku á okkur. En þannig er leikurinn bara stundum. En við þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta.“ Undir lok leiksins tók Emilie gríðarlega mikilvægt sóknarfrást og kom Njarðvík fjórum stigum yfir. Hún viðurkenndi þó að hún hefði varla vitað hver staðan var á þeim tímapunkti. „Ég vissi samt eiginlega ekki hver staðan var eða hversu mikið var eftir! Ég hugsaði bara um að halda einbeitingu og halda áfram.“ Keflvíkingar fengu tækifæri til að jafna leikinn en Njarðvíkingum tókst að loka á skyttur liðsins í lokasókninni. „Ég fékk endurlit (deja vu) frá lokaúrslitunum í fyrra því þetta var nákvæmlega sem gerðist þar! Við vitum í hverju þær eru í góðar og gefum þeim kredit fyrir það en líka okkur fyrir að ná að loka á skotin þegar á reyndi.“ Nú geta Njarðvíkingar klárað einvígið á heimavelli á sunnudaginn og Emilie sagði að það gæfi þeim auka hvatningu en þær væru þó enn með báða fætur á jörðinni. „Engin spurning. Við fögnum í kvöld en mætum svo á æfingu á morgun og nálgumst þetta eins og staðan sé 0-0. Við getum ekki leyft okkur að fagna um of strax. Þær eru virkilega gott lið og við verðum að vera á tánum.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Það var hart tekist á í leiknum en Keflvíkingar brutu alls 21 sinnum á Njarðvíkingum og þar af fjórum sinnum á Emilei. „Við vissum það fyrirfram að þetta yrði mjög erfiður leikur. Ég held að ég hafi ekki unnið leik í þessu húsi áður þessi síðustu tvö tímabil með Njarðvík. Við vissum að þetta yrði mjög líkamlegur leikur. Við vissum að við þyrftum að halda ró okkar og standa saman sem við gerðum í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við stíga upp saman sem lið.“ Leikurinn í kvöld var á mörkum þess að vera grófur og oftar en ekki var eins og augljósum villum væri sleppt. Emilie viðurkenndi að það hefði pirrað leikmenn Njarðvíkinga til að byrja með en þær hefðu ekki látið það slá sig út af laginu. „Við vorum pirraðar í fyrri hálfleik og okkur fannst eins og við værum ekki að fá villur frá dómurunum þegar það var brotið á okkur og við máttum heldur ekki taka jafnt hart á þeim og þær tóku á okkur. En þannig er leikurinn bara stundum. En við þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta.“ Undir lok leiksins tók Emilie gríðarlega mikilvægt sóknarfrást og kom Njarðvík fjórum stigum yfir. Hún viðurkenndi þó að hún hefði varla vitað hver staðan var á þeim tímapunkti. „Ég vissi samt eiginlega ekki hver staðan var eða hversu mikið var eftir! Ég hugsaði bara um að halda einbeitingu og halda áfram.“ Keflvíkingar fengu tækifæri til að jafna leikinn en Njarðvíkingum tókst að loka á skyttur liðsins í lokasókninni. „Ég fékk endurlit (deja vu) frá lokaúrslitunum í fyrra því þetta var nákvæmlega sem gerðist þar! Við vitum í hverju þær eru í góðar og gefum þeim kredit fyrir það en líka okkur fyrir að ná að loka á skotin þegar á reyndi.“ Nú geta Njarðvíkingar klárað einvígið á heimavelli á sunnudaginn og Emilie sagði að það gæfi þeim auka hvatningu en þær væru þó enn með báða fætur á jörðinni. „Engin spurning. Við fögnum í kvöld en mætum svo á æfingu á morgun og nálgumst þetta eins og staðan sé 0-0. Við getum ekki leyft okkur að fagna um of strax. Þær eru virkilega gott lið og við verðum að vera á tánum.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira