Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2025 20:40 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjórI Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Ívar Fannar Ríkisstjórnin þarf að þrefalda aflaheimildir til strandveiðisjómanna ætli hún sér að standa við loforð úr stjórnarsáttmálanum. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur ríkið baka sér skaðabótaskyldu verði heimildirnar þrefaldaðar. Rúmlega níu hundruð eigendur strandveiðibáta sóttu um strandveiðileyfi fyrir sumarið. Ríkisstjórnin lofaði í stjórnarsáttmála sínum að tryggt yrði að þeir sem fengju úthlutað leyfi myndu fá 48 daga til strandveiða, en undanfarin ár hafa veiðarnar verið stöðvaðar áður en tímabilið kláraðist þar sem kvótinn var uppurinn. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins þyrftu tonnin að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir grafalvarlegt ef ríkið ætli að úthluta svo miklum heimildum til strandveiða. „Það eru tonn sem ráðherra hefur ekki til ráðstöfunar. Þannig ráðherra er þá að fara að horfa fram hjá öllum fiskifræðilegum sjónarmiðum um að við séum að stunda sjálfbærar veiðar, og úthluta langt umfram það sem ráðgjöf Hafró segir til um,“ segir Heiðrún. Skaðabótaskylda möguleg Þá gæti ríkið bakað sér skaðabótaskyldu. „Þessu er þá úthlutað í andstöðu við lög. Lögin kveða á um hvernig beri að úthluta og ef öllu er úthlutað til strandveiða er ljóst að ráðherra er þar með að baka sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá þá úthlutun þessara tonna,“ segir Heiðrún. Kerfið gert til að stækka og stækka Það þurfi að breyta kerfinu. „Auðvitað er alltaf þannig að þegar þú býrð til kerfi þar sem er kapphlaup um fiskinn, er það hannað til þess að það muni stækka og stækka og stækka. Við því var varað strax þegar strandveiðikerfið var sett á. Þá voru þetta þrjú til fjögur þúsund tonn, nú eru þetta 25 til þrjátíu þúsund tonn. Þannig við sjáum að það sem var varað við í upphafi, það hefur ræst. Og þetta er áhyggjuefni,“ segir Heiðrún. Athugasemd ritstjórnar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Sjá meira
Rúmlega níu hundruð eigendur strandveiðibáta sóttu um strandveiðileyfi fyrir sumarið. Ríkisstjórnin lofaði í stjórnarsáttmála sínum að tryggt yrði að þeir sem fengju úthlutað leyfi myndu fá 48 daga til strandveiða, en undanfarin ár hafa veiðarnar verið stöðvaðar áður en tímabilið kláraðist þar sem kvótinn var uppurinn. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins þyrftu tonnin að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir grafalvarlegt ef ríkið ætli að úthluta svo miklum heimildum til strandveiða. „Það eru tonn sem ráðherra hefur ekki til ráðstöfunar. Þannig ráðherra er þá að fara að horfa fram hjá öllum fiskifræðilegum sjónarmiðum um að við séum að stunda sjálfbærar veiðar, og úthluta langt umfram það sem ráðgjöf Hafró segir til um,“ segir Heiðrún. Skaðabótaskylda möguleg Þá gæti ríkið bakað sér skaðabótaskyldu. „Þessu er þá úthlutað í andstöðu við lög. Lögin kveða á um hvernig beri að úthluta og ef öllu er úthlutað til strandveiða er ljóst að ráðherra er þar með að baka sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá þá úthlutun þessara tonna,“ segir Heiðrún. Kerfið gert til að stækka og stækka Það þurfi að breyta kerfinu. „Auðvitað er alltaf þannig að þegar þú býrð til kerfi þar sem er kapphlaup um fiskinn, er það hannað til þess að það muni stækka og stækka og stækka. Við því var varað strax þegar strandveiðikerfið var sett á. Þá voru þetta þrjú til fjögur þúsund tonn, nú eru þetta 25 til þrjátíu þúsund tonn. Þannig við sjáum að það sem var varað við í upphafi, það hefur ræst. Og þetta er áhyggjuefni,“ segir Heiðrún. Athugasemd ritstjórnar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent