Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2025 15:08 Albert Guðmundsson og félagar fagna öðru marka sinn á móti Empoli í dag. Getty/Gabriele Maltinti/ Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina unnu 2-1 heimasigur á Empoli í ítölsku Seríu A deildinni í fótbolta í dag. Bæði mörk Flórensliðsins komu á fyrstu 25 mínútum leiksins. Fiorentina er í áttunda sæti deildarinnar. Fyrra markið skoraði Yacine Adli á 7. mínútu eftir stoðsendingu frá Alberti. Rolando Mandragora skoraði annað markið á 25. mínútu með bakfallsspyrnu eftir sendingu frá Yacine Adli. Jacopo Fazzini minnkaði muninn á 57. mínútu en fleiri mörk litu ekki dagsins ljós. Albert var tekinn af velli á 82. mínútu. Hann átti eitt skot í leiknum og bjó til tvö færi fyrir liðsfélagana. Hann kom 39 sinnum við boltann og 24 af 26 sendingum hans heppnuðust eða 92 prósent. Albert hefur nú gefið tvær stoðsendingar og skorað sex mörk í ítölsku deildinni á þessari leiktíð. Ítalski boltinn
Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina unnu 2-1 heimasigur á Empoli í ítölsku Seríu A deildinni í fótbolta í dag. Bæði mörk Flórensliðsins komu á fyrstu 25 mínútum leiksins. Fiorentina er í áttunda sæti deildarinnar. Fyrra markið skoraði Yacine Adli á 7. mínútu eftir stoðsendingu frá Alberti. Rolando Mandragora skoraði annað markið á 25. mínútu með bakfallsspyrnu eftir sendingu frá Yacine Adli. Jacopo Fazzini minnkaði muninn á 57. mínútu en fleiri mörk litu ekki dagsins ljós. Albert var tekinn af velli á 82. mínútu. Hann átti eitt skot í leiknum og bjó til tvö færi fyrir liðsfélagana. Hann kom 39 sinnum við boltann og 24 af 26 sendingum hans heppnuðust eða 92 prósent. Albert hefur nú gefið tvær stoðsendingar og skorað sex mörk í ítölsku deildinni á þessari leiktíð.