Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. apríl 2025 20:19 Andrea Rói Sigurbjörns forstöðumaður og Hildur Helgadóttir aðstoðarforstöðukona Reykjadals. Vísir Sund og leikir hafa alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfsemi Reykjadals þar sem starfræktar hafa verið sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni í yfir sextíu ár. Sundlaug sumarbúðanna þarf nú verulega á viðgerðum að halda og ýttu forsvarsmenn sumarbúðanna sérstakri söfnun úr vör fyrir tveimur dögum síðan. Forstöðumenn sumarbúðanna Andrea Rói Sigurbjörns og Hildur Helgadóttir segja að markmiðið hafi fyrst verið að safna um sjö þúsund sundferðum, hver á 1390 krónur líkt og fram kemur á vef söfnunarinnar. „Við náðum því bara strax á þessum tveimur sólarhringum og þetta var semsagt markmiðið til þess að laga sundlaugina þannig að það yrði hægt að standsetja hana fyrir sumarið og gestirnir okkar gætu komið í sund en draumamarkmiðið okkar er stærra og okkur langar að laga hana alveg.“ Ísland allt í liði með Reykjadal Til þess þurfi fjórtán þúsund sundferðir, eða því sem nemur tuttugu milljónum króna. Vonir standa til að það náist enda hafa þegar safnast ellefu milljónir króna. „Ég allavega held í vonina og það er svo frábært þegar allir leggjast á eitt, maður hefur séð allir að deila á miðlum og Facebook. Við erum komin með Tik Tok aðgang og það er ótrúlega skemmtilegt að sjá,“ segir Hildur. Andrea segist hafa vitað að það væri stórt samfélag í kringum Reykjadal. „Þetta eru ömmur og afar, frænkur og frændur og gestir okkar sem eru að styrkja en svo sjáum við líka að Ísland er dálítið að taka utan um þetta verkefni og samfélagið okkar er greinilega bara allt Ísland og við sjáum að það eru allir að deila og sumir sem við héldum að hefðu enga tengingu við Reykjadal og það er eitthvað sem er svo frábært að sjá bara þennan kraft í samfélaginu okkar.“ @reykjadalur1 Langar þig að gefa sundferð í sumargjöf? Kíktu á linkinn í bio🤝🏻☀️ ♬ original sound - Reykjadalur Sundlaugin ómissandi Fyrsti hópur ungmenna mætir í lok maí og er von á tvö hundruð krökkum í sumar. Þær segja að vonir standi til að sundlaugin verði klár fyrir þennan tíma. Hún sé ómissandi hluti af Reykjadal. „Það eru gestir sem koma og fara í sund kannski tvisvar, þrisvar á dag og svo höldum við líka kvöldvökur í sundlauginni og köllum þetta sundlaugapartý, höfum verið með DJ á bakkanum og leynigest í lauginni og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Hildur og Andrea tekur undir. „Já, froðu og snakkpartý í sundi, það er allt í boði í Reykjadal.“ @reykjadalur1 Ætlar þú að gefa sundferð í sumargjöf?☀️🎁 ♬ original sound - Reykjadalur Málefni fatlaðs fólks Sundlaugar og baðlón Mosfellsbær Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Forstöðumenn sumarbúðanna Andrea Rói Sigurbjörns og Hildur Helgadóttir segja að markmiðið hafi fyrst verið að safna um sjö þúsund sundferðum, hver á 1390 krónur líkt og fram kemur á vef söfnunarinnar. „Við náðum því bara strax á þessum tveimur sólarhringum og þetta var semsagt markmiðið til þess að laga sundlaugina þannig að það yrði hægt að standsetja hana fyrir sumarið og gestirnir okkar gætu komið í sund en draumamarkmiðið okkar er stærra og okkur langar að laga hana alveg.“ Ísland allt í liði með Reykjadal Til þess þurfi fjórtán þúsund sundferðir, eða því sem nemur tuttugu milljónum króna. Vonir standa til að það náist enda hafa þegar safnast ellefu milljónir króna. „Ég allavega held í vonina og það er svo frábært þegar allir leggjast á eitt, maður hefur séð allir að deila á miðlum og Facebook. Við erum komin með Tik Tok aðgang og það er ótrúlega skemmtilegt að sjá,“ segir Hildur. Andrea segist hafa vitað að það væri stórt samfélag í kringum Reykjadal. „Þetta eru ömmur og afar, frænkur og frændur og gestir okkar sem eru að styrkja en svo sjáum við líka að Ísland er dálítið að taka utan um þetta verkefni og samfélagið okkar er greinilega bara allt Ísland og við sjáum að það eru allir að deila og sumir sem við héldum að hefðu enga tengingu við Reykjadal og það er eitthvað sem er svo frábært að sjá bara þennan kraft í samfélaginu okkar.“ @reykjadalur1 Langar þig að gefa sundferð í sumargjöf? Kíktu á linkinn í bio🤝🏻☀️ ♬ original sound - Reykjadalur Sundlaugin ómissandi Fyrsti hópur ungmenna mætir í lok maí og er von á tvö hundruð krökkum í sumar. Þær segja að vonir standi til að sundlaugin verði klár fyrir þennan tíma. Hún sé ómissandi hluti af Reykjadal. „Það eru gestir sem koma og fara í sund kannski tvisvar, þrisvar á dag og svo höldum við líka kvöldvökur í sundlauginni og köllum þetta sundlaugapartý, höfum verið með DJ á bakkanum og leynigest í lauginni og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Hildur og Andrea tekur undir. „Já, froðu og snakkpartý í sundi, það er allt í boði í Reykjadal.“ @reykjadalur1 Ætlar þú að gefa sundferð í sumargjöf?☀️🎁 ♬ original sound - Reykjadalur
Málefni fatlaðs fólks Sundlaugar og baðlón Mosfellsbær Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira