„Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 10:06 Brittanny Dinkins var glaðbeitt eftir magnaða frammistöðu sína gegn Keflavík í gær, þegar Njarðvík tryggði sig inn í úrslitaeinvígið við Hauka. Hún var valin Just Wingin' it maður leiksins. Stöð 2 Sport Hin bandaríska Brittanny Dinkins hrósaði liðsfélögum sínum í Njarðvík í hástert eftir að liðið sló út fráfarandi Íslandsmeistara Keflavíkur og kom sér í úrslitaeinvígi við Hauka í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Dinkins er 31 árs og hefur spilað með Keflavík, Fjölni og nú Njarðvík, og tvívegis orðið bikarmeistari, en hún bíður eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Sá draumur gæti nú ræst þó að Dinkins viðurkenni að fólk hafi ekki endilega búist við því fyrir tímabilið: „Þetta er góð tilfinning. Ef ég á að vera hreinskilin þá voru ekki miklar væntingar fyrir þessa leiktíð, komandi inn í ungt Njarðvíkurlið. En það er frábært að vera komin hingað og vera að fara að berjast um meistaratitilinn,“ sagði Dinkins sem var Just Wingin‘ it maður leiksins gegn Keflavík í gær og mætti því í settið hjá Körfuboltakvöldi. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dinkins maður leiksins Dinkins setti niður 22 stig í seinni hálfleik gegn Keflavík í gær og óhætt að segja að hún hafi tekið yfir leikinn. Það var þó ekki meðvituð ákvörðun: „Ég hugsa ekkert um það. Maður vissi bara að það væri komið að úrslitastundu og þá verður maður að gera það sem þarf. Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn. Maður verður bara að borða það sem er í matinn. Þegar ég kemst í þennan gír þá verð ég bara að halda mér í honum. Við erum með frábært þjálfarateymi og frábært lið sem gerir mér kleift að njóta mín þegar ég kemst í þennan gír,“ sagði Dinkins. Þær Dinkins, Emilie Hesseldal og Paulina Hersler eru í lykilhlutverkum hjá Njarðvík og ná afar vel saman innan sem utan vallar að sögn Dinkins. „Ég elska þessar stelpur. Þetta byrjar utan vallar, fólk gerir sér ekki grein fyrir því. Það er þar sem góður liðsandi verður til. Okkur er annt hver um aðra. Þær hafa allar stutt við mig eftir síðasta leik, hjálpað mér um allt sem ég þarf, og þetta sýnir sig á vellinum. Við náum virkilega vel saman, bæði innan og utan vallar,“ sagði DInkins sem hrósaði einnig ungum leikmönnum Njarðvíkur óspart: „Ég er svo ánægð með þær að ég gæti orðið tilfinningasöm. Það er blessun að vera með svona hóp af hæfileikaríkum stelpum en tilbúnar að fá þjálfun. Þær vilja verða betri, vilja vera á vellinum og upplifa þessi augnablik. Þær eru ekki með neinar afsakanir og þær hlusta þegar maður reynir að leiðbeina þeim. Maður fær ekki neitt attitjúd frá þeim og ég er líka opin fyrir því að þær segi hvað sem er við mig. Ég er ekki fullkomin og ef ég fer yfir strikið þá sýni ég þeim þá virðingu að geta sagt mér það. Þær eiga meira hrós skilið en þær hafa fengið á leiktíðinni, ekki bara í minni leikjum heldur einnig í svona stórum leikjum.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. 27. apríl 2025 18:32 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Dinkins er 31 árs og hefur spilað með Keflavík, Fjölni og nú Njarðvík, og tvívegis orðið bikarmeistari, en hún bíður eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Sá draumur gæti nú ræst þó að Dinkins viðurkenni að fólk hafi ekki endilega búist við því fyrir tímabilið: „Þetta er góð tilfinning. Ef ég á að vera hreinskilin þá voru ekki miklar væntingar fyrir þessa leiktíð, komandi inn í ungt Njarðvíkurlið. En það er frábært að vera komin hingað og vera að fara að berjast um meistaratitilinn,“ sagði Dinkins sem var Just Wingin‘ it maður leiksins gegn Keflavík í gær og mætti því í settið hjá Körfuboltakvöldi. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dinkins maður leiksins Dinkins setti niður 22 stig í seinni hálfleik gegn Keflavík í gær og óhætt að segja að hún hafi tekið yfir leikinn. Það var þó ekki meðvituð ákvörðun: „Ég hugsa ekkert um það. Maður vissi bara að það væri komið að úrslitastundu og þá verður maður að gera það sem þarf. Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn. Maður verður bara að borða það sem er í matinn. Þegar ég kemst í þennan gír þá verð ég bara að halda mér í honum. Við erum með frábært þjálfarateymi og frábært lið sem gerir mér kleift að njóta mín þegar ég kemst í þennan gír,“ sagði Dinkins. Þær Dinkins, Emilie Hesseldal og Paulina Hersler eru í lykilhlutverkum hjá Njarðvík og ná afar vel saman innan sem utan vallar að sögn Dinkins. „Ég elska þessar stelpur. Þetta byrjar utan vallar, fólk gerir sér ekki grein fyrir því. Það er þar sem góður liðsandi verður til. Okkur er annt hver um aðra. Þær hafa allar stutt við mig eftir síðasta leik, hjálpað mér um allt sem ég þarf, og þetta sýnir sig á vellinum. Við náum virkilega vel saman, bæði innan og utan vallar,“ sagði DInkins sem hrósaði einnig ungum leikmönnum Njarðvíkur óspart: „Ég er svo ánægð með þær að ég gæti orðið tilfinningasöm. Það er blessun að vera með svona hóp af hæfileikaríkum stelpum en tilbúnar að fá þjálfun. Þær vilja verða betri, vilja vera á vellinum og upplifa þessi augnablik. Þær eru ekki með neinar afsakanir og þær hlusta þegar maður reynir að leiðbeina þeim. Maður fær ekki neitt attitjúd frá þeim og ég er líka opin fyrir því að þær segi hvað sem er við mig. Ég er ekki fullkomin og ef ég fer yfir strikið þá sýni ég þeim þá virðingu að geta sagt mér það. Þær eiga meira hrós skilið en þær hafa fengið á leiktíðinni, ekki bara í minni leikjum heldur einnig í svona stórum leikjum.“
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. 27. apríl 2025 18:32 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. 27. apríl 2025 18:32