„Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 10:06 Brittanny Dinkins var glaðbeitt eftir magnaða frammistöðu sína gegn Keflavík í gær, þegar Njarðvík tryggði sig inn í úrslitaeinvígið við Hauka. Hún var valin Just Wingin' it maður leiksins. Stöð 2 Sport Hin bandaríska Brittanny Dinkins hrósaði liðsfélögum sínum í Njarðvík í hástert eftir að liðið sló út fráfarandi Íslandsmeistara Keflavíkur og kom sér í úrslitaeinvígi við Hauka í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Dinkins er 31 árs og hefur spilað með Keflavík, Fjölni og nú Njarðvík, og tvívegis orðið bikarmeistari, en hún bíður eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Sá draumur gæti nú ræst þó að Dinkins viðurkenni að fólk hafi ekki endilega búist við því fyrir tímabilið: „Þetta er góð tilfinning. Ef ég á að vera hreinskilin þá voru ekki miklar væntingar fyrir þessa leiktíð, komandi inn í ungt Njarðvíkurlið. En það er frábært að vera komin hingað og vera að fara að berjast um meistaratitilinn,“ sagði Dinkins sem var Just Wingin‘ it maður leiksins gegn Keflavík í gær og mætti því í settið hjá Körfuboltakvöldi. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dinkins maður leiksins Dinkins setti niður 22 stig í seinni hálfleik gegn Keflavík í gær og óhætt að segja að hún hafi tekið yfir leikinn. Það var þó ekki meðvituð ákvörðun: „Ég hugsa ekkert um það. Maður vissi bara að það væri komið að úrslitastundu og þá verður maður að gera það sem þarf. Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn. Maður verður bara að borða það sem er í matinn. Þegar ég kemst í þennan gír þá verð ég bara að halda mér í honum. Við erum með frábært þjálfarateymi og frábært lið sem gerir mér kleift að njóta mín þegar ég kemst í þennan gír,“ sagði Dinkins. Þær Dinkins, Emilie Hesseldal og Paulina Hersler eru í lykilhlutverkum hjá Njarðvík og ná afar vel saman innan sem utan vallar að sögn Dinkins. „Ég elska þessar stelpur. Þetta byrjar utan vallar, fólk gerir sér ekki grein fyrir því. Það er þar sem góður liðsandi verður til. Okkur er annt hver um aðra. Þær hafa allar stutt við mig eftir síðasta leik, hjálpað mér um allt sem ég þarf, og þetta sýnir sig á vellinum. Við náum virkilega vel saman, bæði innan og utan vallar,“ sagði DInkins sem hrósaði einnig ungum leikmönnum Njarðvíkur óspart: „Ég er svo ánægð með þær að ég gæti orðið tilfinningasöm. Það er blessun að vera með svona hóp af hæfileikaríkum stelpum en tilbúnar að fá þjálfun. Þær vilja verða betri, vilja vera á vellinum og upplifa þessi augnablik. Þær eru ekki með neinar afsakanir og þær hlusta þegar maður reynir að leiðbeina þeim. Maður fær ekki neitt attitjúd frá þeim og ég er líka opin fyrir því að þær segi hvað sem er við mig. Ég er ekki fullkomin og ef ég fer yfir strikið þá sýni ég þeim þá virðingu að geta sagt mér það. Þær eiga meira hrós skilið en þær hafa fengið á leiktíðinni, ekki bara í minni leikjum heldur einnig í svona stórum leikjum.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. 27. apríl 2025 18:32 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira
Dinkins er 31 árs og hefur spilað með Keflavík, Fjölni og nú Njarðvík, og tvívegis orðið bikarmeistari, en hún bíður eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Sá draumur gæti nú ræst þó að Dinkins viðurkenni að fólk hafi ekki endilega búist við því fyrir tímabilið: „Þetta er góð tilfinning. Ef ég á að vera hreinskilin þá voru ekki miklar væntingar fyrir þessa leiktíð, komandi inn í ungt Njarðvíkurlið. En það er frábært að vera komin hingað og vera að fara að berjast um meistaratitilinn,“ sagði Dinkins sem var Just Wingin‘ it maður leiksins gegn Keflavík í gær og mætti því í settið hjá Körfuboltakvöldi. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dinkins maður leiksins Dinkins setti niður 22 stig í seinni hálfleik gegn Keflavík í gær og óhætt að segja að hún hafi tekið yfir leikinn. Það var þó ekki meðvituð ákvörðun: „Ég hugsa ekkert um það. Maður vissi bara að það væri komið að úrslitastundu og þá verður maður að gera það sem þarf. Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn. Maður verður bara að borða það sem er í matinn. Þegar ég kemst í þennan gír þá verð ég bara að halda mér í honum. Við erum með frábært þjálfarateymi og frábært lið sem gerir mér kleift að njóta mín þegar ég kemst í þennan gír,“ sagði Dinkins. Þær Dinkins, Emilie Hesseldal og Paulina Hersler eru í lykilhlutverkum hjá Njarðvík og ná afar vel saman innan sem utan vallar að sögn Dinkins. „Ég elska þessar stelpur. Þetta byrjar utan vallar, fólk gerir sér ekki grein fyrir því. Það er þar sem góður liðsandi verður til. Okkur er annt hver um aðra. Þær hafa allar stutt við mig eftir síðasta leik, hjálpað mér um allt sem ég þarf, og þetta sýnir sig á vellinum. Við náum virkilega vel saman, bæði innan og utan vallar,“ sagði DInkins sem hrósaði einnig ungum leikmönnum Njarðvíkur óspart: „Ég er svo ánægð með þær að ég gæti orðið tilfinningasöm. Það er blessun að vera með svona hóp af hæfileikaríkum stelpum en tilbúnar að fá þjálfun. Þær vilja verða betri, vilja vera á vellinum og upplifa þessi augnablik. Þær eru ekki með neinar afsakanir og þær hlusta þegar maður reynir að leiðbeina þeim. Maður fær ekki neitt attitjúd frá þeim og ég er líka opin fyrir því að þær segi hvað sem er við mig. Ég er ekki fullkomin og ef ég fer yfir strikið þá sýni ég þeim þá virðingu að geta sagt mér það. Þær eiga meira hrós skilið en þær hafa fengið á leiktíðinni, ekki bara í minni leikjum heldur einnig í svona stórum leikjum.“
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. 27. apríl 2025 18:32 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. 27. apríl 2025 18:32