Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar 30. apríl 2025 08:30 Það er á hæsta máta einkennilegt að kollegi minn fyrir norðan sé svona uppsigað við græn svæði í Grafarvoginum. Eða að íbúar þar vilji að hægt sé að leggja þar einkabíl. Ef það eitthvað sem nóg er af á Akureyri þá eru það bílastæði og einbýlishús. Glerhús og steinar einhver… Ef ég ætlaði að gera honum upp skoðanir, líkt og hann, gæti ég alteins eins vænt hann um andúð á börnum og ungmennum, því hverjir munu líða fyrir skort á grænum svæðum ef ekki börn og ungmenni. Ég gæti líka sakað hann um ódýra dygðaskreytingu. En það geri ég að sjálfsögðu ekki, hef ekki áhuga að leggjast á á sama plan. En pistillinn lyktaði óneitanlega eins og framboðsræða úr fórum pólitíkusa sem er engin eftirspurn eftir. Allavega ekki í verðleikríkisstjórnarinnar valkyrjanna. Það er bara ekki í tísku lengur að berja sér á brjóst og móðgast fyrir hönd annarra. Hvern er verið að blikka? Að sama skapi er jafn skondið að halda því fram að enginn sem heldur á hamri, malbikar eða múrar geti haft eitthvað milli handanna og talist til millistéttar. En ég er auðvitað bara grunnskólakennari sem vinnur á gólfinu og bý líklega ekki yfir jafn magnaðri innsýn í raunveruleika tekjulágra eins og háskólakennari að norðan. En síðast þegar ég gáði var þó ekki gífurlegur munur á fermetraverði fasteigna í Grafarvogi og á Akureyri svo þeir sem eru tekjulágir eiga nokkuð svipaða möguleika á húsnæði á báðum stöðum. En ég færi seint að saka minn gamla heimabæ um að vera andverkalýðslegur líkt og kollegi minn að norðan gerði um Grafarvoginn. Enda elska ég Akureyri, og keyri þangað reglulega úr blokkaríbúðinni minni, að heimsækja vini og vandamenn, á nelgdu dekkjunum mínum, hvernig sem viðrar. En svona öllu gamni slepptu þá snýst gremja um innviði hverfisins sem planið er að ganga fram af, ásamt því að ræna okkur grænu svæðunum. Því bara gert ráð fyrir fleiri íbúðum, sumum jafnvel upp við dyrnar á grunnskólanum. Og þar sem skólamálin standa mér næst hef ég svo sannarlega áhyggjur. Höfundur er stoltur Grafarvogsbúi og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er á hæsta máta einkennilegt að kollegi minn fyrir norðan sé svona uppsigað við græn svæði í Grafarvoginum. Eða að íbúar þar vilji að hægt sé að leggja þar einkabíl. Ef það eitthvað sem nóg er af á Akureyri þá eru það bílastæði og einbýlishús. Glerhús og steinar einhver… Ef ég ætlaði að gera honum upp skoðanir, líkt og hann, gæti ég alteins eins vænt hann um andúð á börnum og ungmennum, því hverjir munu líða fyrir skort á grænum svæðum ef ekki börn og ungmenni. Ég gæti líka sakað hann um ódýra dygðaskreytingu. En það geri ég að sjálfsögðu ekki, hef ekki áhuga að leggjast á á sama plan. En pistillinn lyktaði óneitanlega eins og framboðsræða úr fórum pólitíkusa sem er engin eftirspurn eftir. Allavega ekki í verðleikríkisstjórnarinnar valkyrjanna. Það er bara ekki í tísku lengur að berja sér á brjóst og móðgast fyrir hönd annarra. Hvern er verið að blikka? Að sama skapi er jafn skondið að halda því fram að enginn sem heldur á hamri, malbikar eða múrar geti haft eitthvað milli handanna og talist til millistéttar. En ég er auðvitað bara grunnskólakennari sem vinnur á gólfinu og bý líklega ekki yfir jafn magnaðri innsýn í raunveruleika tekjulágra eins og háskólakennari að norðan. En síðast þegar ég gáði var þó ekki gífurlegur munur á fermetraverði fasteigna í Grafarvogi og á Akureyri svo þeir sem eru tekjulágir eiga nokkuð svipaða möguleika á húsnæði á báðum stöðum. En ég færi seint að saka minn gamla heimabæ um að vera andverkalýðslegur líkt og kollegi minn að norðan gerði um Grafarvoginn. Enda elska ég Akureyri, og keyri þangað reglulega úr blokkaríbúðinni minni, að heimsækja vini og vandamenn, á nelgdu dekkjunum mínum, hvernig sem viðrar. En svona öllu gamni slepptu þá snýst gremja um innviði hverfisins sem planið er að ganga fram af, ásamt því að ræna okkur grænu svæðunum. Því bara gert ráð fyrir fleiri íbúðum, sumum jafnvel upp við dyrnar á grunnskólanum. Og þar sem skólamálin standa mér næst hef ég svo sannarlega áhyggjur. Höfundur er stoltur Grafarvogsbúi og grunnskólakennari.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun